Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 33
Það eru engir smámunir, sem færast á í fang samkvæmt lögum þessum, en gizkað hef- ir verið á, að um sé að ræða spjaldskrá yfir um 2 milljónir manna. Allir, sem einhver kynni hafa haft af ættfræði- rannsóknum, vita hvílíka feikna vinnu það getur kostað að safna þeim margvíslegu upplýsingum, sem ætlazt er til að komi á hvert spjald, og það er þeim mun erfiðara og von- lausara sem fjær dregur vor- um dögum. Samkvæmt 3. grein er þó aðeins einum manni, s. n. æviskrárritara, sem hefir bækistöð á Þjóðskjalasafninu, ætlað að leysa þetta af hendi. Það er hins vegar mála sann- ast og raunar staðfest af reynslu undanfarins áratugs, að þessu verki mun aldrei verða þokað neitt áleiðis nema með því að koma upp heilli ættfræðistofnun með fjöl- mennu starfsliði. Engum ábyrg- um manni mun þó væntan- lega detta slík framkvæmd í hug í alvöru, meðan þjóðin er ekki talin hafa efni á að búa sómasamlega að söfnum sín- um og ýmsum öðrum helztu menningarstofnunum. Eina skynsamlega lausnin er því að leggja stöðu æviskrárritara niður og f jölga í staðinn skjala- vörðum Þjóðskjalasafnsins, sem brýn þörf er á. Er sú breyting einkar auðveld nú, þar eð æviskrárritarastaðan er einmitt óskipuð um þessar mundir. Víðtækt þekkingarleysi á hlut- verki og þörfum Þjóðskjala- safnsins. Lögin um æviskrárritunina bera ekki aðeins vott um furðumikið óraunsæi, heldur og um átakanlegt þekkingar- og skilningsleysi fjölmargra áhrifamanna á raunverulegu hlutverki Þjóðskjalasafnsins og þörfum þess. Með þessum lögum var troðið inn á safn- ið embætti, sem er því ekki aðeins gagnslaust, heldur skaðlegt. Það hefir valdið enn meiri notkun á útslitnum kirkjubókum og manntölum en nokkru sinni áður, tekið frá safninu húsnæði, sem það hefir fulla þörf fyrir, og ætla má, að tilvera þessa embætt- is hafi átt nokkurn þátt í að draga úr vilja stjórnarvalda til að fjölga skjalavörðum. Ráðandi mönnum er annars allmikil vorkunn, þótt þeir hafi yfirleitt takmarkaða þekk- ingu á Þjóðskjalasafninu og þörfum þess, því að árum, eða öllu heldur áratugum saman, virðist hafa farið heldur lítið fyrir aðgerðum af hálfu stofn- unarinnar sjálfrar til að vekja á sér athygli, og ætti það þó ekki að standa öðrum nær. Vannotkun f jölmargra heimilda. Meðan notkun kirkjubóka, manntala og ýmissa annarra gagna Þjóðskjalasafnsins varð- andi ættfræði hefir gengið al- gerlega út í öfgar, má segja að aðrar heimildir þess varð- andi íslenzka sögu o. fl. félags- vísindi hafi legið meira og minna ónotaðar. Þetta stafar auðvitað mjög af því, hve tímafrekar og dýrar allar slík- ar frumrannsóknir eru, en van- búnaði Þjóðskjalasafnsins er hér líka nokkuð um að kenna. Hefir verið bent á skort á markvissri og alhliða söfnun heimilda, að skrásetning sé langt á eftir tímanum og ann- ar aðbúnaður til vísindalegra starfa eftir því. Handbókakosti safnsins er líka ærið ábóta- vant, og virðist þar allt of sjaldan hafa verið um neina skipulega söfnun að ræða, heldur hafi allmikinn hluta hans rekið á fjörur þess á ýmsum tímum. Auðvitað ber að stilla bókakaupum í hóf vegna sambýlisins við Lands- bókasafnið, en ýmiss konar heimildarrit þarf Þjóðskjala- safnið þó að eiga, svo sem þau, er lúta að daglegum störfum skjalavarða og gesta, sem leggja stund á íslenzka sögu o. þ. h. Auka þarf varðveizlustarfsemi Þ j óðskj alasaf nsins. Það þykir sjálfsagt víða er- lendis, að hliðstæð söfn við Þjóðskjalasafnið hafi eftirlit með því, að opinberir starfs- menn og stofnanir fari sóma- samlega með skjöl sín, enn- fremur að þessir aðilar noti endingargóðan pappír og var- anlegt blek. í þessum atriðum mun hér víða pottur brotinn, jafnvel að prestar skrifi í kirkjubækur með kúlupenna, svo dæmi sé nefnt. Er þess konar skrift ekki aðeins end- ingarlítil, heldur segja ljós- myndarar, að hún verði mjög dauf á öllum ljósritum. Ekki þarf að fjölyrða um það, hversu mjög það mundi spara allan viðgerðarkostnað á hand- ritum, ef pappírinn í þeim er góður, auðvitað að því tilskildu að vel sé með þau farið. Ekki er við því að búast, að slíkra atriða sem þessara sé getið í hinni úreltu reglugerð frá 1916, svo mikilvæg sem þau þó eru. Við setningu fyrr- nefndra laga um héraðsskjala- söfn, 12. febr. 1947, hefir lög- gjafanum á hinn bóginn verið ljóst, að varðveizluhlutverk Þjóðskjalasafnsins ætti að ná langt út fyrir veggi þess, en 2. grein þeirra laga hljóðar svo: „Þjóðskjalavörður hefur yfir- umsjón með héraðsskjalasöfn- um, sem sett eru á stofn samkv. lögum þessum, enda skal geymsmstaður þeirra vera háður samþykki hans. Nú tel- ur þjóðskjalavörður að héraðs- skjalasafni sé hætta búin sök- um vanhirðu eða af öðrum or- sökum og ekki hefur fengizt úr þessu bætt þrátt fyrir end- urteknar áskoranir, og getur hann þá að fengnu samþykki menntamálaráðherra látið flytja safnið á Þjóðskjalasafn- ið á kostnað þeirra aðila, sem að safninu stóðu". Úr því að þannig er kveð- ið á um eftirlit með héraðs- skjalasöfnum, er auðvitað eðlilegt, að það nái einnig til skjala annarra opinberra stofnana. Hitt er svo annað mál, að eins og öllum aðbúnaði að Þjóðskjalasafninu er nú háttað, hefir það litla sem enga aðstöðu til að inna þetta af hendi fremur en svo marg- ar aðrar skyldur sínar. Fjölga þyrfti héraðsskjala- söfnum. Augljóst er, að Þjóðskjala- safninu getur verið mikill styrkur að héraðsskjalasöfn- um, séu þau vel rekin og heppi- lega í sveit sett, slíku hlutverki sem þeim er ætlað að gegna við söfnun og varðveizlu alls konar héraðssögulegra heim- ilda. Þess vegna væri það í rauninni eðlilegt, að Þjóð- skjalasafnið leitaðist við að stuðla að stofnun slíkra safna á hentugum stöðum, þar sem þau væru líklegust til að ná til- gangi sínum. Þyrfti þetta á engan hátt að rýra gildi Þjóð- skjalasafnsins sem miðstöðvar íslenzkrar sagnfræði, enda að sjálfsögðu nauðsynlegt að öll skjalasöfn eigi t. d. eða hafi aðgang að ljósmyndunartækj- um, til að geta skipzt á ljós- ritum eftir þörfum og látið þau í té öðrum aðilum, sem þess kunna að óska. Sameiginleg lausn á húsnæðis- málum Þjóðskjalasafns og Landsbókasafns skynsam- Iegust. Þó að hæfileg fjölgun hér- aðsskjalasafna gæti að ýmsu leyti létt undir með Þjóðskjala- safninu, verða húsnæðis- vandræði þess auðvitað ekki leyst á þann hátt. Eina skyn- samlega ráðið við þeim vanda er skipuleg heildarlausn á hús- næðismálum safnanna þriggja, Þjóðskjalasafns, Landsbóka- safns og Háskólabókasafns. Á alþingi vorið 1957 var reyndar gerð einróma sam- þykkt um mikilvægan iáfanga á þessari leið, semsé samein- ingu fyrrnefndra bókasafna og byggingu bókhlöðu í nánd við Háskólann. Þótt engin ákvörðun virðist þá hafa ver- ið tekin um að flytja einnig Þjóðskjalasafnið þangað, verð- ur það samt að teljast eðli- legast og hagkvæmast að öllu leyti. Þar væri það langbezt í sveit sett fyrir þá, sem iðka íslenzk fræði, og áframhald- andi nábýli við bókasafn myndi, eins og hingað til, spara Þjóðskjalasafninu sjálfu mikil bókakaup, þótt það verði auðvitað ávallt að eiga visst lágmark nauðsynlegustu hand- bóka, svo sem þegar er bent á. Þá ætti það að vera hagkvæm- ast, að söfnin, og auðvitað einnig Handritastofnunin, séu í félagi um handritaviðgerðar- stofu, Ijósmyndastofu og bók- bandsvinnustofu. Svo eðlileg sem þessi heild- arlausn vandamálsins er, virð- ist hún samt, því miður, eiga býsna langt í land, ef dæma á eftir þvi, hve lítt framkvæmd sambykktarinnar um þjóðar- bókhlöðuhús hefir enn miðað áleiðis. Raunar hefir oft ver- ið bent á, og það með réttu, að fjölmargar aðrar opinberar stofnanir eigi við húsnæðis- vandræði að stríða, þar á með- al alþingi og stjórnarráð. Ekki skal reynt að dæma hér um húsnæðisvandamál þessara háu stofnana, en varla bætir það úr skák, að þær halda enn í meira og minna af skjölum, sem þær ættu fyrir löngu að vera búnar að skila Þjóðskjala- safninu! Rætt hefir verið um að vinda bráðan bug að því að byggja nýtt hús yfir stjórnar- ráðið. En væri ekki athugandi að snúa þessu við og hefjast í staðinn handa um að byggja yfir söfnin með það fyrir aug- um að stjórnarráðið fengi svo núverandi Safnahús til sinna þarfa? Hvaða stofnun sem er hlýtur að vera fullsæmd af þessu veglega húsi, og það er ákaflega vel í sveit sett fyrir stjórnarráðið. Úrbætur miög aðkallandi. Húsnæðismál safnanna ætti að leysa í hæfilega stórum áföngum, enda eru bóka- og skjalasöfn þess eðlis, að þau aukast óhjákvæmilega að vöxt- um með tímanum. Þess vegna verður líka að ætla slíkri bygg- ingu eða byggingum nægilega 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.