Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 39
þess og heppilegum hókakaup- um. Víða um land hafa langa hríð verið rekin lestrarfélög sveita og þorpa, þar sem al- þýðu manna hefur verið séð fyrir lestrarefni, aðallega fag- urbókmenntum og alþýðlegum fræðiritum. Slík söfn hafa ver- ið og eru allmisjöfn að stærð og gæðum, en víst mun nú sá tími liðinn, er þau kusu fremur að eiga nægar birgðir af Valdimar munki og Kapí- tólu, en hirtu miður um það, hvort Laxness fannst í hillun- um eða ekki. Það er þó ekki þessi gerð bókasafna, sem ég geri að umtalsefni, heldur söfn þau, sem sjá eiga fyrir fræðihand- bókum og vísindaritum og geyma eiga nauðsynlegan skjallegan fróðleik, sem nýtast megi námsmönnum og fræði- mönnum þjóðarinnar. Ég nefni hér til Landsbókasafn, Há- skólabókasafn og Þjóðskjala- safn. II Sú heimastjórn, sem reisa lét safnahúsið við Hverfisgötu, var stórhuga og skildi vel þörf- ina á því að búa vel að söfn- um landsins. Þessi bygging hýsir nú Landsbókasafn, Þjóð- skjalasafn og Handritastofn- unina. Húsnæðið er þessum þremur stofnunum mikils til of litið. Landsbókasafn á mjög óhægt um vik með skipulag sitt. Þjóðskjalasafn hefur ekki getað tekið við nærri því öll- um þeim skjölum, sem því ber, vegna rúmleysis. Benda má á, að safnið hefur ekki getað tek- ið við skjölum frá Alþingi síð- an um aldamót. Að vísu mun ekki ástæða til þess að óttast um þingskjöl, en búast má við, að sums staðar sé pottur brot- inn vegna slæmra geymslu- skilyrða og ófullnægjandi kunnáttu við umbúnað. Háskólabókasafn lítur út eins og 14 ára strákur í föt- um 7 ára stráks. Það er mesta furða, hverju safnverðir geta komið þar fyrir. Hafa þeir reynt að dreifa handbóka- kostinum um stofnanir Há- skólans, þar sem líkur eru á, að þeirra sé mest þörf. Af þessu einu er sýnilegt, að öll þessi söfn búa við hús- næðisleysi. Þeim er á engan hátt búin sú aðstaða í dag, að þau geti annað geymsluskyldu sinni á sómasamlegan hátt, keypt að allar nauðsynlegar visindabækur og komið skipu- lagsmálum sínum í það horf, sem svarar nútímakröfum. III En nú skulum við íhuga lít- illega aðstöðu þeirra manna, sem á söfnin koma til þess að setjast niður á lestrarsal og vinna að hugðarefnum sínum eða skyldustörfum. Á aðallessal Háskólabóka- safns eru 32 sæti, en með öll- um sérlestrarstofum og úti- búum hefur Háskólabókasafn yfir að ráða ríflega 100 sætum. Benda má á, að Háskólinn hef- ur áætlað, miðað við aukinn fjölda stúdenta, að á næstu ár- um þurfi að koma til aukning um f jögur hundruð sæti. Á lessal Þjóðskjalasafns eru 12 sæti. Hrökkva þau tæpast til, þegar allir ættfræðingar eru við fulla heilsu, hvað þá ef áhugasamir verkamenn líta þangað í verkfallsfríi til þess að fletta upp á forfeðrum sín- um í kirkjubókum. Á lessal Landsbókasafns eru um 40 sæti. Segja má að vísu, að þau anni daglegri þörf að jafnaði, en þó ber við, einkum er líða tekur að vori, að hvert sæti er skipað og komast færri að en vilja. Veldur því skóla- fólk, sem kemur þangað að lesa námsbækur sínar. Það er því sýnt, að mjög skortir á, að lestrarrými þess- ara safna standist nútímakröf- ur (hér er þó sleppt að ræða um stóla, borð, lýsingu og aðra sjálfsagða hluti, en þar mætti drjúgum bæta úr). Brýnust er þó þörf Háskólabókasafns, eins og minnzt er á hér að framan. Sjá allir, að sú þörf verður ekki leyst nema með stórátaki í byggingarmálum safnanna. IV Auðvitað má segja, að það sé óþarfa sparðatínsla að fara að tala um ýmislegt það í starfsemi safnanna, sem bet- ur mætti fara, svo sem spjald- skrár þeirra. Ekki er of mikið sagt, þótt þær séu kallaðar ófullkomnar. Af fræðibókum í Háskólabókasafni, sem nem- endur þurfa nauðsynlega að nota, eru sumar langtímum saman í útláni hjá núverandi og fyrrverandi kennurum. Það kemur og stundum fyrir, að bækur, sem skráðar eru í spjaldskrá Landsbókasafns, finnast ekki, þegar til á að taka. Oftastnær er það samt svo, að þær eru ekki algjör- lega tapaðar, — þær eru bara hreinlega týndar í sjálfu bóka- safninu. Sumum bókavörðum virðist líka vera sýnna um en öðrum að grafa fram slíkar bækur, og er manni þá ekki láandi, þótt reynt sé að sæta lagi, eftir því hver er við vörzlu. Það er svo þáttur út af fyrir sig, þegar kennarar framhalds- skólanna taka á sig rögg og setja nemendum sínum fyrir að gera ritgerð, sem krefst und- irbúningsvinnu á bókasafni. Hvað gerir nemandinn? Hann gengur inn í safnahúsið við Hverfisgötu og er vísað inn á lessal Landsbókasafns. Þar rík- ir þrúgandi þögn, en í öðrum enda salarins situr hámennt- aður maður í öndvegi og leið- réttir prófarkir eða dútlar við önnur smástörf. Nemandinn áræðir nú að spyrja þennan vizkunnar mann, hvort hann geti fengið léða bókmennta- sögu. En bókavörður bendir honum á að skrifa pöntun sína á þar til gerðan seðil, annað er ekki tekið til greina. Á seðl- inum er lína fyrir heiti bókar- innar, heiti höfundar, prent- stað, prentár, skrásetningar- númer o. fl. Nemandinn veit ef til vill ekkert um þessa hluti. Hann vantar bara ein- hverja bókmenntasögu. Stefán Einarsson? Kristinn E. Andrés- son? Kristmann Guðmunds- son? Francis Bull? Finndu hana í spj aldskránni, góði! Og nemandinn er alveg jafn glóru- I aðallessal Hásfcólabókasafns eru 32- sceti, en talin er þörf á yfir 400 scetum á ncestu árum miðað við núver- ancti fjölgun stúdenta. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.