Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 61
Hættulegasta bakslagið, ef ekki tekst að sameina blökku- mannahreyfinguna víðtækari hreyfingu allra lágstéttar- manna, stafar af því að lág- stéttarhópum í samkeppni er ákaflega laus höndin. Með fullum rétti lagði King megináherzlu á að beita ekki valdi. Séu blökkumenn beittir valdi, getur það enda orðið þeim til ávinnings. En almenn- ari er þó sú reynsla, að upp- þot í blökkumannahverfum eða átök milli blökkumanna og annarra hópa snúi áhuga fólks frá nauðsynlegum félags- og efnahagslegum umbótum að öflugum lögregluverði til að halda uppi lögum og reglu. Ég hef ekki aðstöðu til að gefa út nokkurn spádóm um það sem gerast kann í kyn- þáttastríðinu í Bandaríkjun- um á næstunni, að öðru leyti en því, að ég er sannfærður um að ekki dregur úr mætti blökkumannahreyfingarinnar. Frá herfræðilegu sjónarmiði þýðir þetta, að þróunin er kom- in svo langt, að ekki verður snúið við aftur. Það verður undir engum kringumstæðum unnt að tryggja kerfisbundna þróun í samskiptum kyn- þátta í Bandaríkjunum, nema gengið verði með oddi og egg að áframhaldandi umbótum á kjörum blökku- manna, og það er — einsog ég hef áður bent á — verk sem fella verður inní almenna um- bótaáætlun sem stefnt sé að því að bæta lífs- og atvinnu- skilyrði allra illa settra hópa í þjóðfélaginu. Frá þessu sjón- armiði er ládeyða síðustu þriggja ára í umbótastarfinu ekki aðeins hörmuleg, hún get- ur orðið hættuleg. Því hún er aðeins vatn á myllu þjóðernis- hreyfingar róttækra blökku- manna. Jafnvel þótt slík hreyf- ing sé dæmd til að eyða sjálfri sér, getur hún orðið til ótrú- legs skaða. Ástæður fyrir litlum um- bótaaðgerðum að undanförnu eru margar. Ein þeirra er „hvíta endurkastið", viðbrögð þeirra hópa sem telja sér ógn- að af samkeppni blökkumanna. Önnur er sú tilfinning sem líka má finna með betur sett- um Bandaríkjamönnum, að beita verði öflugri aðgerðum gegn þeim sem ógni friði og reglu. Einsog svo oft áður í sögunni leiðir shk tilfinning til minni áhuga á að bæta úr þeirri félagslegu mismunun sem óróleikanum veldur. Án efa veldur einnig sorgleg útþensla stríðsins í Víetnam nokkru um að almenn viðhorf breytast. Einsog öll önnur stríð hefur það veitt aftur- haldsöflunum heimafyrir byr undir báða vængi, dregið úr siðgæðisþreki, skapað óreiðu í efnahagsmálum og þær að- stæður í ríkiskassa sem valda því að mjög nærri er höggvið því fé sem nauðsynlegt væri til umbótanna. Áður en ég lýk þessum fyrir- lestri langar mig að drepa nán- ar á eitt vandamál. Á heimsóknum mínum til annarra landa hef ég fengið mjög ákveðið á tilfinninguna, einkum eftir stríð, að hinir fjölmörgu árekstrar sem orðið hafa vegna kynþáttavanda- málsins í Bandaríkjunum, hafi ekki orðið til þess að afla þeim verulegra óvinsælda út- ávið framað þessu. Skýringin er sú að erlendis hafa menn hrifizt af þeirri staðreynd, að bandaríska þjóðin hefur áhyggjur af vandamálinu og leitar leiða til úrbóta. Sem skylt er haf a menn metið mik- ils, að Bandarikin eru engin Suður-Afríka. En meiri gagn- rýni verður nú vart, jafnframt því sem menn sjá þetta inn- anríkisvandamál við bakgrunn utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Hin hörmulegu afskipti af stríðinu í Víetnam og mögnun þess graf a á tvennan hátt und- an siðf erðilegri aðstöðu Banda- ríkjanna í kynþáttavandamál- inu heimafyrir. Menn hafa tekið eftir því að tilraunir til að veita blökkumönnum jafn- rétti með löggjöf og hinar al- mennari félags- og efnahags- legu umbætur, sem kallaðar eru „skilyrðislaust stríð við fátæktina," stöðvast nú smám- saman með braki í vélun- um. Og útlendingar gera sér þess vitanlega jafnljósa grein og hugsandi Bandaríkjamenn, að ástæðan fyrir þessu und- anhaldi á heimavígstöðvunum er einmitt stríðið í Víetnam. Ennfremur hefur Víetnam- stríðið myndað siðferðilegan og pólitískan einangrunarvegg kringum Bandaríkin. Ekki hef- ur farið framhjá mönnum að mjög voldugt ríki hvítra manna beitir valdi fátæka lit- aða þjóð hinumegin hafsins. í svo viðsjálu andrúmslofti leið- ist hugurinn að sjálfsögðu að meðferð þeldökkra manna í Bandaríkjunum. Sérhvert nið- urbælt uppþot einsog í Watts í hitteðfyrra verður skoðað með sýnu minni skilningi í garð hvíta meirihlutans og meiri gagnrýni á valdhafana. Af þessum sökum hygg ég að Bandaríkjamenn megi vænta allmiklu minni vinsamlegra skrifa erlendis í sambandi við kynþáttavandamál sitt á næstu árum en á fyrstu árum þess vandamáls. H. P. þýddi. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.