Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 30
lögum um héraðsskjalasöín 12. febrúar 1947 og reglugerð þar að lútandi 5. maí 1951, að sum þau gögn, sem Þjóðskjalasafn- inu hafði borið að varðveita, skyldu eftirleiðis geymd í hlut- aðeigandi héraðsskjalasafni eftir að þvi hefði verið komið á fót. í 1. grein reglugerðarinn- ar segir meðal annars, að hér- aðsskjalasafn, sem hlotið hafi viðurkenningu þjóðskjalavarð- ar, eigi rétt á að fá skjöl og bækur frá embættum og stofn- unum, sem hafi afmarkað starfssvið og starfi eingöngu innan þeirra sýslna eða þess kaupstaðar, sem safr.ið nái til. Ennfremur eigi héraðsskjala- safn rétt á að fá með sama hætti skjalleg gögn félaga, sem njóti styrks af opinberu fé og starfi innan fyrrnefndra endi- marka. Síðan eru í 2. grein nefnd dæmi í 22 liðum um þau skjöl, sem héraðsskjalasöfn eiga að fá, en þar á meðal eru t. d. skjöl bæjarstjórna, hrepps-, sýslu-, og sátta- nefnda, o. s. frv. Stofnun héraðsskjalasafna hefir miðað heldur hægt, þar eð aðeins fimm virðast komin á laggirnar, og tvö munu vera í bígerð. Eru því flest héruð landsins enn án héraðsskjala- safna, og ber Þjóðskjalasafn- inu þess vegna eðli sínu sam- kvæmt að annast varðveizlu allra þeirra gagna úr þessum landshlutum, sem ætti annars að geyma í héraðsskjalasöfn- um. Önnur gögn, sem skjalasöfn ættu að varffveita. Skjöl fjölmargra einkaaðila, sem látið hafa til sín taka á hinum ýmsu sviðum þjóð- lífsins, skipta að sjálfsögðu engu minna máli fyrir íslenzka sögu o. fl. félagsvísindi en sitt- hvað, sem kemur frá því opin- bera. Þeirra á meðal mætti nefna skjöl alls konar fyrir- tækja í atvinnurekstri, t. d. verzlun, sjávarútvegi og sam- göngum, sem hafa haft meiri og minni áhrif á hag heilla byggðarlaga eða allrar þjóð- arinnar. Annaðhvort er skjala af þessu tagi ekki getið í fyrr- nefndum lögum og reglugerð- um af því að um einkaeign er að ræða, sem ekki hefir þótt fært að skylda eigendurna til að láta af hendi, eða löggjafan- um hefir sézt yfir mikilvægi þeirra. En hver svo sem ástæð- an er, þá stendur það samt engum nær en Þjóðskjalasafn- inu, og ætti að vera eitt af hlutverkum þess, að hafa for- ystu um söfnun og varðveizlu slíkra gagna. Færi það svo eftir því hve víðtæk starfsemi hlut- aðeigandi fyrirtækja væri eða hefði verið, hvort skjöl þeirra ættu fremur að varðveitast á Þjóðskjalasafninu eða í hér- aðsskjalasafni, ef til væri. í Þjóðskjalasafninu ætti að koma upp sérstakri deild fyrir skjöl varðandi atvinnusögu. Yrði það væntanlega hag- kvæmara og ódýrara en stofna sérstakt atvinnuskjalasafn, eins og sumir hafa lagt til, en slík sérsöfn tíðkast víða erlendis. Á Þjóðskjalasafnið þegar allmikinn skjalakost í slíka deild, sem ýmsir einka- aðilar hafa gefið því, og má ætla að flestir, sem hafa göm- ul skjöl af því tagi undir hönd- um, myndu gefa þau, ef eftir væri leitað, heldur en láta þau fara forgörðum. En margar hörmulegar sögur eru til um það, hvernig fjöldi ómetan- legra heimilda um atvinnu- sögu þjóðarinnar hefir glatazl sökum fáfræði, hirðuleysis eða húsnæðisskorts. Ljósrita ætti skjöl erlendis, er varffa fsland. í erlendum söfnum, ekki sizt dönskum, er aragrúi gagn- merkra heimilda varðandi sögu íslands, sem eru íslenzkum sagnfræðingum ómissandi. Að vísu var skjölum íslenzku stjórnardeildarinnar í Kaup- mannahöfn, sem tekið hafði til starfa 1849, skilað til lands- ins, er heimastjórnin komst á laggirnar árið 1904. í skjala- skiptum milli íslands og Dan- merkur árið 1928 fékk Þjóð- skjalasafnið ennfremur fjölda ómetanlegra gagna um sögu landsins, einkum frá og með 17. öld og fram á fyrrihluta 19. aldar. í staðinn lét ísland aft- ur af hendi bréfabækur ís- lenzku stjórnardeildarinnar, og hinar s.n. íslenzku bréfabækur rentukammersins urðu t. d. eftir í Kaupmannahöfn. En í þessum skiptum var stuðzt við þá meginreglu, að Ríkisskjala- safn Dana héldi eftir nægum heimildum um aðalþráðinn í sögu danskra yfirráða yfir ís- landi fram til 1904. Þá mætti og nefna þau feiknaviðamiklu skjöl, sem geymd eru í dönsk- um söfnum varðandi íslenzka verzlun. Víða erlendis þykir það sjálfsagður liður í starfsemi hvers aðalskjalasafns, að það safni ljósritum af merkum skjölum varðandi sögu lands síns, sem geymd eru í söfnum annarra þjóða. Þetta gerir t. d. Ríkisskjalasafn Dana, meira að segja þótt um sé að ræða söfn í næstu nágrannalöndum. Að vísu hefir einnig verið dálít- ið gert að þessu af hálfu ís- lenzkra aðila, þar á meðal Þjóðskjalasafnsins, en alls ekki eins mikið og markvisst og nauðsynlegt væri enda ein- göngu verið um mikrófilmur að ræða, sem eru ákaflega óað- gengilegar. Það þyrfti þess vegna að geta verið fastur þáttur í starfsemi Þjóðskjala- safnsins að safna á skipulegan hátt handhægum ljósritum af þeim fjölmörgu og mikilvægu sögulegu gögnum, sem er að finna varðandi ísland í erlend- um söfnum. Við það myndi öll aðstaða til rannsókna á ís- lenzkri sögu breytast stórum til batnaðar. En hver sá, sem lagt hefir stund á meiriháttar frumrannsóknir á sögu lands- ins, þekkir af biturri reynslu, hversu miklum erfiðleikum og töfum það veldur að þurfa að sækja meira og minna af efn- inu til útlanda. Stendur þetta að sjálfsögðu íslenzkri sagn- fræði stórkostlega fyrir þrif- um, þar eð margur maðurinn hefir alls ekki aðstöðu til að takast slíkt á hendur. Það er því engin furða þótt fjölmarg- ir og veigamiklir þættir sögu Lestrarsalur Þjóðskjalasafns. Þar eru sœii fyrir tólf gesti. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.