Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 45
brigði, sem gætu gerzt hér. Mjög sérhæfð bókasöfn til vís- inda skortir okkur enn, nema íslandsdeild Landsbókasafns er vel heppnuð deild, sinnar teg- undar. Handbókasöfn í hag- nýtum rannsóknarstofnunum landsins geta orðið vísinda- rannsóknum að miklu liði. Hins vegar skal ég reyna að bregða upp mynd af sjálfsnógu rannsóknarbókasafni, helzt „safni hreinna" vísinda eða „teoretískra" greina, hvort heldur sem dæmið gerist í hugvísindum eða raunvísind- um. Athugum nokkrar af orsök- um til myndunar þessa stofn- unarbókasafns og tilgang þess fyrstu áratugi sína. Því er ætl- að að vera hjálpartæki við lausn ólíkra viðfangsefna, jafn- ótt og þau ber að höndum, og þarf því að vera nokkuð víð- tækt, ná inn á jaðra margra þekkingarsviða, sem meir eru þó stunduð í einhverri annarri stofnun. í næstu lotu og raun- ar enn meir þegar stofnunin „afslappar sig", ber safninu að vera hjiálpartæki til að styrkja virðuleik hennar og metorð, sýna útlendum gestum og öðrum, hve torsótt fræði hafi þarna verið iðkuð oft og tíð- um og einnig hafi safnazt fágætar bækur í safnið. Að baki þessum tvenns konar til- gangi felst oft kappsamur kraftur, en stundum hégómi og veikleiki eins og gengur. Þess vegna er litt hægt að gizka á gæfu eða veilu slíkrar stofn- unar nema þekkja markmið og getu einstaklingsins, sem vera kann leiðandi andi hennar. Við getum nefnt hann prófessorinn, þó annar titill og rannsóknarsvið gæti eins kom- ið til mála. Hann vill afreka eitthvað, sem mælt verði á al- þjóðlegan kvarða, — aðra kvarða viðurkennir hann vart, — og umsagnir eða tilvitnan- ir útlendinga í greinar hans eru honum sá kvarði. Þetta er heimsfrægð fyrir skóla hans og land. Það er ómótmælan- legt, að taka verður erlenda viðmiðun fram yfir innlendar óskir og fordóma, þegar prófessor og safn af þessu tagi eru sett á vog. En nokkur hluti háskólakennara lítur hornauga til þessa „fyrirbrigðis", lízt ekki sem bezt á, ef þau yrðu of mörg og umgirt sérréttind- um, meðan margir þeirra kenna við afleit skilyrði og enga fasta rannsóknaraðstöðu. Óhemjulegt miðflóttaafl getur torveldað háskólastjórnina' og gert það allt annað enilnægju- starf að vera rektor og sátta- semjari. „Miðflótti" í háskóla á sér margar orsakir, en þessi týpa af fullvalda institútum, oft smáum, er einn virkasti miðflóttakrafturinn. T. d. í skipulagningu bókasafna við þýzka háskóla fást þau tæp- lega til að taka neinn þátt, enda fá í hlut sinn til bóka- kaupa miklu meira af al- mannafé en háskólabókasöfn- in. Nokkur keppni hlýtur ávallt að verða um takmarkað fé og húsakost milli hinna ólíku parta, sem háskóli er gerður úr. Á hverju þensluskeiði standa bókasöfn hans hallara fæti en aðrir í keppninni og una því þá verst, ef þau þjáir slæmt skipulag í bókaöflunar- málum og bókalánum. Kostir hinna sérhæfðu smáu vísindabókasafna, sem að minnstu leyti eru notuð af stúdentum, eru eigi litlir, þeg- ar markmið hvers safns er nógu skýrt skilgreint og sam- vinna höfð við miðsafn. Sé þeim skilyrðum ekki fullnægt, ber hins vegar að styrkja þau með varfærni, en vitaskuld ekki banna. Hin sérhæfðustu söfn eru oft stofnuð með stór- gjöf eða fá tíðari og virðing- armeiri gjafir en „opinber" söfn, samkvæmt margra landa reynslu. Meira að segja er hægara að fá fé til að byggja yfir þau, stundum að gjöf úr erlendum sjóðum, stundum frá einkaaðila. En sé vikið að siðustu að hinu, hvernig sætta ber í mið- safni hinar ólíkustu þarfir safngesta og fræðigreina, ber að mæla með sjálfbeinanotk- un í meira og minna deild- skiptu húsi safnsins, þar sem margt er af hóflega stórum, lítið vöktuðum lestrarsölum með helztu efnisflokka af þeim ritum þar við hliðina, sem við- komandi starfsgreinarstúdent- ar (lög, læknisfr., viðskiptafr. etc.) eða vísindamannahópur telur sér brýn. Innangengt sé milli allra lesrýma og deilda, en nauðsynlegt eftirlit með gestum sé eingöngu við út- gang úr safni. Kostir þessa deildskipta, en að mörgu leyti miðsækna safns ættu að vera nokkuð auðskild- ir, en þó mun reynsla sanna enn betur láhrif þeirra á not- endur með tímanum. Fjöldi stúdenta og jafnvel sérfræð- inga íær þá fyrst áhuga á ýmsum merkum bókum og efn- issviðum, þegar skápur með ritunum hefur verið alllengi fyrir augum þeirra við hlið hinna fyrri áhugaefna, og er safnvörðum það engin ný reynsla. í bili munu húsnæð- isaðstæður ekki leyfa neinu safni á íslandi að koma þessu við. Og meðan svo er, gengur illa að komast úr þeim álögum, að íslenzkir menntamenn skuli, yfirleitt, vera vanþróaðasti safnsnotendahópur mennta- manna með germönskum þjóð- um. Björn Sigfússon. ÖSKAR INGIMARSSON: NOKKUR ORÐ UM SÉRFRÆÐIBÚKASÖFN Eftir því sem tækni og vís- indum fleygir fram, því brýnni verður þörfin fyrir vel búin söfn bóka og tímarita í hinum ýmsu sérgreinum. Vísinda- mennirnir og tæknifræðing- arnir verða að hafa aðgang að sem beztu úrvali handbóka og sérf ræðibóka, bæði til notk- unar í daglegu starfi sínu og til að auka við þekkingu sína og fylgjast með því, sem efst er á baugi hverju sinni. Hér á landi eru tækni- og sérfræðibókasöfn enn tiltölu- lega smá í sniðum af skiljan- legum ástæðum, en vöxtur þeirra hefur verið ör hin síð- ari ár, og má búast við mikilli aukningu á næstu áratugum. Jafnframt því að söfn þau, sem fyrir voru, færa út kvíarnar, er þess að vænta að nýjum söfnum verði komið á fót, eft- ir þvi sem eldri og nýrri sér- greinar þróast í landinu. Rannsóknabókasöfn, eins og Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn, gegna auðvitað miklu hlutverki í öflun marg- víslegra sérfræðirita, en þau geta þó aldrei komið í staðinn fyrir sérfræðisöfnin. Söfn rannsóknastofnana atvinnu- veganna, Iðnaðarmálastofnun- arinnar og Orkustofnunar- innar, svo að nokkur séu nefnd, eru hvert fyrir sig mik- ilvægur liður safnastarfseminn- ar í landinu. Söfn þessi fá í skiptum eða kaupa hundruð tímarita um sérfræðileg efni frá fjölmörgum löndum heims, auk bóka og smáprents. Ástand sérfræðibókasafna hjá hinum ýmsu stofnunum hefur þó ekki verið upp á marga fiska, enda til skamms tíma litið á þau sem einhvers konar „kolbít í öskustó". Þeim hefur verið troðið í kompur og kytrur, þar sem engin leið er að koma lagi á neitt né finna það, sem á þarf að halda. Starf þeirra, sem þar vinna, hefur heldur ekki verið metið sem skyldi, enda í mörgum tilvikum um hreina ígripa- vinnu að ræða. Á þessu verður vonandi breyting með fjölg- un og stækkun safnanna, en því lengur sem það dregst, því kostnaðarsamari og tímafrek- ari verður endurskipulagning- in. Freistandi hefði verið að geta sagt frá starfsemi allra helztu sérfræðibókasafnanna, en þess er ekki kostur í svo stuttu máli. Verður hér aðeins minnzt lauslega á bóka- safn Hafrannsóknastofnunar- innar, enda er það kunnugast höfundi þessarar greinar. Eins og nafnið bendir til, er hér einkum um að ræða safn rita, er fjalla um sjó- og fiski- rannsóknir, dýralif sjávar og plöntugróður, en einnig er þar margt bóka um almenna nátt- úrufræði, auk ýmiss konar handbóka. Mikil aukning hef- ur orðið á safninu síðustu ár- in, og þá einkum eftir að keypt var bókasafn dr. Árna Frið- rikssonar á s.l. sumri. Voru þar bæði bækur, tímarit og sérprentanir, og má segja, að safninu væri að þessu helm- ingsauki. í safni Árna var fjöldi góðra bóka, sem mikill fengur er að, þó að ekki sé þar margt fágætra bóka. Hitt er á að líta, að Árni hafði áhuga á mörgum greinum náttúruvísinda, og kennir því margra grasa í safni hans. Annars er meginuppistaðan í safninu tímarit, sérprentan- ir og ritraðir. Skipti eru höfð við nær 300 erlendar stofnan- ir, en auk þess keypt margt rita, og mun láta nærri, að 470 tímarita- og ritraðatitlar séu i safninu. Sérprentanir munu vera mikið á annað tugþúsundið. Notendur safnsins eru fyrst og fremst sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunarinnar, svo og aðrir starfsmenn þar, en einnig eru rit þaðan lánuð einstaklingum, sem vinna að rannsóknum eða athugunum tengdum sjávarútvegi. Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins og Fiskifélag íslands hafa einnig bókasöfn, og væri ekki óeðlilegt, að þau yrðu með tíð og tíma hluti stærra bókasafns rannsóknastofnana sjávarút- vegsins. Það er svo með bókasöfn í náttúrufræðigreinum, að þau vaxa mjög ört. Þróunin er sú, 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.