Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 58
GUNNAR MYRDAL: LAUSN BLÖKKU- MANNAVANDANS VELTUR Á mn HllfTRA Ég hafði litið svo til að kynþáttavandamálið væri, þeg- ar öll kurl kæmu til grafar, siðferðilegt vandamál, sem ætti sér brennideþil í hjarta hvíta mannsins, og ég tel mig hafa haft rétt fyrir mér. Sé svo, ætti það að gefa blökkumönnum nokkra von. Blökkumenn eru aðeins liðlega tíundi hluti íbúa Bandaríkjanna og þeir ráða miklu minna en tíunda hluta þess sem veitir áhrif og völd. Hefðu þeir ekki á sínu bandi hugsjónir og samvizku fjöl- margra hvítra manna, væri að- staða þeirra vonlaus. Margir bandarískir stéttarbræður mín- ir, ekki einungis vinstrisinnar og marxistar, litu svo á, þeg- ar ég skrifaði bókina „Banda- rísk kreppa“ („An American Dilemma“), að skoðun mín væri óraunsæ hugsjón. Eftir að negrauppþotin hóf- ust og leiddu svo skjótt sem raun varð á til enn róttækari löggjafar er stefndi að því að veita blökkumönnum meiri borgaraleg réttindi en nokkr- um hefði dottið í hug áður, heyrist þessi gagnrýni ekki lengur. Hver maður getur skil- ið, að forsetinn og þjóðþingið sáu sig knúin til aðgerða, af því að uppþotin gerðu þeim og þjóðinni Ijósan siðferðilegan vanda. Gerðir þeirra stöfuðu alls ekki af ótta við negrana né það afl sem þeir höfðu að baki sér. Ég leyfi mér að segja hér frá samtali sem ég átti fyrir nokkr- um árum við bandarískan negra, þjóðfélagsfræðing við minniháttar háskóla í Kali- forníu. Hann var kominn alla leið að skrifborði mínu í Stokk- hólmi til að tala um fyrir mér í fullri vinsemd. Taldi hann mér skjöplast hrapallega, er ég áliti hvíta Bandaríkjamenn hafa slæma samvizku vegna lakra kjara blökkumanna. í hernaðaráætlunum sínum mættu negrar alls ekki gera ráð fyrir neinum stuðningi frá hvíta kynstofninum; hann vildi einfaldlega kúga negrana áfram í fullri kaldhæðni, hugs- andi um ekkert nema eigin hag. Ég minnti hann á, hve blökkumenn í Bandaríkjunum væru tiltölulega valdalausir og fáir, og gerði honum ljósa grein fyrir því, að hinum mikla meirihluta hvítra manna, sem þaraðauki hefði miklu betri að- stöðu, væri í lófa lagið að ein- angra blökkumenn að suður- afrísku fordæmi, ef hunzka hans og ruddaskapur væri sem hann léti. „Nei,“ sagði hann, „hæstiréttur kæmi í veg fyrir það. Það væri stjórnarskrár- brot.“ Einsog sjálfur málfærslu- maður fjandans svaraði ég með þvi að benda honum á að hvíti meirihlutinn gæti, ef honum sýndist, breytt stjórnarskránni og lagt hæstarétt niður. Ástæð- an til þess að hann fær sig ekki til að gera það er hans eigin hugsjónir, rótfestar í stjórnarskránni og eigin sam- vizku. Hugsjónir eru mikilvægar staðreyndir í þjóðfélaginu, ef þær eiga sterkar rætur í hjört- um fólksins og eru staðfestar af stjórnarskrá og fleiru. Hinir svonefndu harðsoðnu vísinda- menn fara einfaldlega villir vegar, þegar þeir reyna að skýra orsakir þjóðfélagsvið- burða án þess að taka tillit til þess, að mennirnir lenda í stríði við samvizkuna, þegar þeir haga sér ekki í samræmi við hugsjónir sínar. Til að fá yfirsýn yfir það, sem gerzt hefur undangengin fjögur, fimm ár, er nauðsynlegt að draga fram viss atriði í blökkumannauppþotunum um þessar mundir. Uppþotin hóf- ust í borgum Suðurríkjanna og bárust þaðan norður á bóginn. Þótt fáeinir leiðtogar gegndu aðalhlutverkum í upphafi, varð fljótlega úr þessu fjölda- hreyfing. í aðgerðunum sjálf- um máttu blökkumannaleiðtog- ar Suðurríkjanna hafa sig alla við að halda stöðu sinni í fylkingarbrjósti. Kirkjan, hið hefðbundna og ríkjandi sam- félagsform blökkumanna, gegndi miklu hlutverki, er til þess kom að breyta blökku- mannauppþotunum í fjölda- hreyfingu með sæmilegan aga, herlist og stefnu. Eðli uppþotanna breyttist síðan, þegar þau breiddust hratt út til blökkumannafjöld- ans í Norðurríkjunum. Blökku- menn höfðu lengi, og sums staðar frá upphafi vega, notið formlegra mannréttinda eins- og kosningaréttar í Norður- ríkjunum. En það kom ekki í veg fyrir að þeir ættu við ein- angrun og misrétti að búa, og afleiðingarnar voru raunveru- lega alveg jafnþungbærar og í Suðurríkjunum, jafnvel verri. Þannig var það, sem negrarnir norðurfrá gátu mótmælt, ekki jafnauðskilgreinanlegt og suð- urfrá. Hér kemur einnig til greina annar mismunur. í Suðurríkj- unum töldust æðri stéttir negra — svo sem lögfræðingar, lækn- ar, kennarar, prédikarar, út- fararstjórar o. s. frv. — til hins mikla fjölda negra að því leyti, að hvíti maðurinn úti- lokaði þá og okaði, ekki að- eins í þjóðfélagslegu tilliti, heldur einnig á vinnumarkaði. Þeim var bæði ljúft og skylt að taka sér stöðu í fylking- arbrjósti. í Norðurríkjunum hafði afturámóti að nokkru myndazt stéttaskipting meðal blökkumanna. Og það sem mestu máli skipti: þeim blökku- mönnum, sem gátu orðið flokksvélunum í Norðurríkjun- um að gagni við atkvæðasmöl- un meðal negra eða með því að beita áhrifum sínum á ann- an hátt, höfðu oftlega verið greiddar háar fjárupphæðir, og allir blökkumenn vissu að þeim hafði verið mútað. Þar er því að finna orsök fyrir tortryggni breiðfylkingar blökkumanna í garð þeirra sem komið hafa fram sem leiðtogar þeirra. Þetta getur haft alvarlegar af- leiðingar, og kem ég að því síðar. Reyni maður að setja blökku- mannahreyfinguna í stærra samhengi, ber að hafa hug- fast, að þrátt fyrir það að ó- hæfilega mikill fjöldi fátækl- inga og undirokaðra í Banda- ríkjunum sé blökkumenn, eru þeir samt aðeins minnihluti hinnar kúguðu „lágstéttar," máski 25% eða ríflega það, eft- ir því hvar við drögum marka- línu fátæktar. Til þessa hóps teljast flestir indíánar á einangruðum frið- unarsvæðum sínum eða í slömmsamfélögum sárfátækra jarðyrkjumanna í ákveðnum landamærahéruðum, ennfrem- ur flestir Púertóríkanar, Mexí- kanar og Asíumenn. Síðari tíma innflytjendur, aðallega frá Suður- og Austur-Evrópu, höfðu tekið sér bólfestu í ákveðnum borgarhlutum, og þeir áttu sinn þátt í að af- marka minnihlutahópa, sem við lök kjör bjuggu, þósvo til- tölulegt mikilvægi þeirra hafi minnkað, þar sem kynslóðir fæddar í Bandaríkjunum hafa yfirleitt samsamazt meirihlut- anum. Til lágstéttarinnar telj- ast einnig fjölmargir „hvítir fátæklingar" af fornum banda- rískum ættum í slömmum úti um sveitir og í borgum um öll Bandaríkin. Flestir þessir hóp- ar eiga í mismiklum mæli við einangrun og ýmiskonar und- irokun að búa, og þaraf leiðir, að kynslóð eftir kynslóð er þeim haldið í líkamlegri og andlegri fátækt. Þetta þjóðfélagslega botnfall hefur að jafnaði haft hljótt um sig í sögu Bandaríkjanna. Ég hef kallað það „óbyltingar- sinnaðasta öreigalýð í heimi". Oft kærir þetta fólk sig ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.