Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 47
að að hýsa mætti í safninu 140.000 taækur, þegar allt hús- næði þess væri tekið í notkun. f Háskólataókasafni eru lika fyrirsjáanleg þrengsli, þrátt fyrir aukið húsrými í kjallara Háskólans síðari ár. Safnið hefur vaxið mun örar en Landsbókasafn, þegar tekið er tillit til, að það var stofnað 1940. Þar var um langt áratail einum manni ætlað að halda röð og reglu, og verður því meti seint hnekkt á meðal menntaþjóða. Nú hefur verið taætt við föstum taókaverði og aðstoðarstúlku, en safnið er þó stórum fáliðaðra en við- unandi getur talizt. Ef gerður er samanburður við er- lent safn af svipaðri stærð, er hann okkur mjög óhagstæður, ekki aðeins fyrir Húskólabóka- safn, heldur einnig fyrir Lands- bókasafn. Ég vil leyfa mér í þessu sambandi að vísa til greinar, sem háskólabókavörð- ur, dr. Björn Sigfússon, skrifar í Stúdentablað, maí 1965. Aukning stúdenta hefur orð- ið svo mikil á síðustu árum, að þörfin á stærra lesrými er afar brýn, og erfitt að verða við óskum stúdenta um næði til lestrar á vegum safnsins. Sökum skilningsskorts á safnamálum hefur Háskóla- bókasafn aldrei haft það for- ustuhlutverk á vegum rann- sóknarbókasafna, sem það ætti að hafa. í lögum um Landsbókasafn 1949 er gert ráð fyrir að reka sérstaka skrán- ingarmiðstöð fyrir sérbókasöfn og skyldi Háskólabókasafni fal- in forstaða hennar. Þetta mál virtist til lykta leitt árið 1965, en komst þó aldrei í heila höfn af ókunnum orsökum. Flestar menningarþjóðir telja nauðsyn bera til að hafa sameiginlega spjaldskrá um bókakost helztu safna. í Eng- landi er spjaldskrá National Central Library undirstaða bókalána til safna og einstak- linga í heimalandinu og til annarra landa. National Central Library var stofnað 1930 og fær styrk úr ríkissjóði og frá söfnum og stofnunum. Önnur lánastofnun fyrir raun- vísindi var stofnuð 1962, Na- tional Lending Library for Science and Technology, einn- ig ríkisfyrirtæki. Bandaríkjamenn hófu að gefa sína samskrá út 1952, og telur hún nú um 14—15 millj- ón spjöld. Slík samskrá er að sjálfsögðu lykill að bókakosti þjóðar. Það væri þarft verk að hrinda þessari tillögu um sam- eiginlega skráningarmiðstöð í framkvæmd, áður en hún verð- ur tuttugu ára. Sameiginleg skrá ætti að koma í veg fyrir kaup á sömu verkum og tíma- ritum á mörgum stöðum. Auk þess ætti nýting safnanna að batna. Reyndar verður ekki allur vandi leystur, því að fastráðnir bókaverðir stofn- ana verða að sjá um skrán- ingu og reglu á hverri stofn- un fyrir sig, ef vel á að vera. Hér er reynt að draga upp mynd af þeim stofnunum, sem kynnu að verða þátttakendur í slíkri samskrá. vilja lánþega um not á bók- um safnsins. Það liggur í augum uppi að byggja þarf nýtt hús, til þess að Borgarbókasafn geti aukið starfsemi sína og bætt við nýj- um þáttum. Hingað var og fenginn sænskur sérfræðingur til þess að gera ítarlega athug- un á rekstri safnsins. Er ekki ástæða til að efa, að hin fram- sæknu borgaryfirvöld vilji sízt vera eftirbátar nágrannaland- anna á sviði bókasafnsmála. í merkri grein í Félagsbréf- um AB, okt. 1965, bendir taóka- fulltrúi ríkisins, Guðmundur G. Háskólabókasafn BorgarspHalinn Búnaðarfélag íslands Hafrannsóknastofnun íslands 1 Iðnaðarmálastofnun fslands Keldur — Tilrauna-stöð Háskólans Landssími íslands Landspítalinn Lyfiadeild Háskólans Náttúrufræði-slofnun jslands Rafmagnsveita Reykjavikur Raforkumála-skrifstofan Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Rannsóknarst. fiskiðnaðarins Rannsóknarst. iðnaðarins Rannsóknarst. landbúnaðarins Raunvisindast. Háskólans Veðurstofa íslands Veiðimála-stofnunin Hér eru nafngreindar 18 stofnanir. Ég geri ráð fyrir, að sú tala mundi fljótlega hækka, ef til skráningar kæmi. Að fengnum upplýsingum hjá of- angreindum stofnunum er bindatala þeirra samtals um 32000 og tala erlendra tíma- rita um 2000. Borgarbókasafn var stofnað árið 1923. Það bjó lengi vel við taröngan kost, og voru hús- næðisvandræðin leyst með bv? að flytja í snoturt eintaýlishús í Þingholtsstræti árið 1953. Þarna varð fljótt alltof þrön<?t nrn starfsemi safnsins, sem rek- ur þriú útibú oe: sér um fjöer- iir skólasöfn. Útibúið í Sól heimum var byggt fyrir nokkr- nm árum. Er bað eina safnið. sem reist hefur verið gagngert fvrir taækur á vegum hins rúmlega 180 ára gamla kaup- staðar. Þrátt fyrir erfið skilyrði er tala lánaðra bóka Borgar- bókasafns allhá, þar sem bóka- eign aðalsafnsins og deilda bess er einungis um 115.000. Tala lánaðra bóka 1966 var 326.326 taindi. Sýnir hún glöggt Hagalín, á gildi skólabókasafna og skýrir frá, hve lítill áhugi virðist ríkja meðal forráða- manna. Telur hann einnig í sömu svipan bókasöfn í vist- heimilum og sjúkrahúsum. Hér sem víðar þolum við engan samanburð, ef við skyggnumst um hjá grannþjóðunum. Hér mætti betur gera, ef skilningur væri fyrir hendi. Það er því gleðileg undantekning, að til Borgarspítalans og Landspít- alans hafa verið ráðnir lærðir bókaverðir, sem munu annast bæði bókasafn lækna og sjúk- linga. Er hér um lofsvert fram- tak að ræða og til eftirbreytni fyrir áþekkar stofnanir. Þjóðminjasafn íslands mun eiga nokkurt safn af íslenzkum hljómplötum. Mun hafa verið ætlunin að kaupa mestallt í þessari grein, en þegar fram liðu stundir, skorti safnið fjár- magn. Vissulega hefði verið mjög æskilegt, að til hefði ver- ið allar íslenzkar hljómplötur á einum stað. Ríkisútvarpið mun þó eiga flestar íslenzkar plötur, sem gefnar hafa verið út, síðan það tók til starfa. Þó hefur útvarpið enga lagalega geymsluskyldu. í Bandaríkjunum gefa helztu framleiðendur sýnishorn til Archive of American Folk Song, sem er til húsa í Library of Congress, Washington D. C. Ég er sannfærður um, að fram- leiðendur hér mundu fylgja slíku fordæmi, ef þess væri farið á leit við þá. En bezta leiðin væri eflaust sú, að um varðveizlu hljómplatna giltu svipuð lög og um íslenzkar bækur. Þyrfti þá einnig að gera sérstakar ráðstafanir um hljómplötur erlendis, sem varða ísland. Sennilega geta flestir fallizt á, að hér sé um menningarþátt að ræða, sem vert sé að gefa gaum. Á síðari árum haf a merk skáld og þekktir rithöfundar lesið verk sín á hljómplötur. Þannig geymast raddir þeirra, þótt þeir hverfi af sjónarsvið- inu. Væri ekki ákjósanlegt að gera gangskör að því að safna röddum ýmissa andans manna og varðveita þær? Hér mun Ríkisútvarpið einnig geta kom- ið til hjálpar, þar sem fyrir er gott safn á segulböndum. Hlutverk Fræðslumynda- safns ríkisins er að festa kaup á innlendum og erlendum kvik- myndum í bágu fræðslumála. Verður það í framtíðinni miög merkilegt heimildasafn. Nú eykst að miklum mun fjöldi íslenzkra kvikmvnda við komn s.iónvarpsins. Fróðlegt væri einnig að eiea kvikmyndir eins og þær, sem teknar voru er- lendis. um Fialla-Evvind, Borg- arættina, Sölku Volku og Morg- un lífsins. Þótt deila megi um listrænt gildi þeirra. ætti bað ekki að standa í vegi fyrir, að hér væru geymd eintök í eigu ríkisins. Gæti ekki komið til greina samvinna við íslenzka siónvarpið í þessu skyni? Þeir, sem um bókfræði fialla, telja, að skrár um hljómplötur oa; kvikmyndir eigi að vera þættir af bióðhókaskrá. Fer reyndar vel á, að slíkar skrár séu sérstakar, en taær mundu sýna svið, sem eru á margan hátt athyglisverð. Ée hef í bessu e:reinarkorni stiklað á stóru. Að lokum vil ég minna á einna mikilvægasta málið, sem aldrei má gleymast, sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns. F.iárveiting í bessu skyni af hálfu Albingis 1967, 1,5 milljón, sýnir, að það hefur ekki gleymt ályktun um betta efni frá 1957. En betur má, ef duga skal. Væri ekki árið 1974 verðugt til þess að hrinda stórvirki í framkvæmd á vettvangi menningarmála? 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.