Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 20
Aftur á móti er það skýr stefna almenningsbókasafna að kaupa sem minnst af svo- nefndum skemmtibókum, sem aðeins hafa það hlutverk að vera stundarafþreying. Almenningsbókasöfnunum ber að stuðla eftir megni að því, að fólk noti tómstundir sínar til lestrar. Því er leitazt við að halda söfnunum opnum á þeim tímum, þegar almenn- ingur er ekki að vinnu. Þetta er þó ýmsum annmörkum háð fyrir margra hluta sakir. Flest bókasöfn halda þó opnu til klukkan 19 daglega hið minnsta, mörg til kl. 21, og þess eru dæmi á Norðurlönd- um, að bókasöfn séu opin til kl. 23. Aðalsafn almennings- bókasafnsins í Reykjavík er op- ið til kl. 22. Allmörg bókasöfn á Norðurlöndum hafa einnig opið á sunnudögum að vetrar- lagi, m. a. bókasafnið í Reykja- vík. Þá er og lögð áherzla á hið uppeldislega gildi bókasafna, og er það eigi lítilvægt atriði á tímum ríflegra tómstunda og mikilla unglingavandamála. Þess vegna má almennings- bókasafn ekki láta neitt tæki- færi ónotað til að laða til sín hina ungu þjóðfélagsþegna. Þau börn og unglingar, sem venjast á að verja tómstundum sínum í bókasafninu í samfé- lagi við bækur eða við aðra tómstundaiðju, sem þar er hægt að stunda, eru ekki illa á vegi staddir. Sá sem iðkar bóklestur í bernsku, hættir því varla á fullorðinsárum. Og fátt er vænlegra en bókin til að létta undir með hinum ungu þegnum við að finna sér áhugamál og rækja þau. Vegna hins hagnýta, menn- ingarlega og uppeldislega gild- is almenningsbókasafna er nú alls staðar reynt að gera starf- semi þeirra sem víðtæKasta, svo að sem flestir eigi þangað erindi og hafi sem mest þang- að að sækja. Er þannig upp komin hugmyndin um bóka- safnið sem menningarmiðstöð. Er þá gert ráð fyrir, að boka- safnið hafi ekki aðeins bækur að bjóða gestum sínum, heldur séu þar einnig tónlistardeild- ir með hljómplötusafni og skil- yrðum til að hlusta á hljóm- plötur. Ennfremur eru víða út- lán á hljómplötum. Einnig koma nú mörg söfn sér upp myndlistardeildum með lista- verkabókum og eftirprentun- um listaverka. Sum bókasofn hafa tekið upp útlán á lista- verkum. Þar eð það er í þjóðfélagsins þágu, að sem flestir hagnýti Útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur að Sólheimum 27. Bókabílar verða nú œ algengari í nágrannalöndunum. Bókabíll er ekkert annað en lítið bókasafnsútibú á hjólum, og um þá er gengið eins og bókasafn. Þetta er einkar þœgileg lausn bókasafnsmála í úthverjum borga, þar sem bókasafnsútibú hafa enn ekki verið reist eða eru of fámenn til þess að já útibú. Myndin sýnir, hvernig umhorfs er inni l slíkum bókabíl. Úr skólabókasafni Melaskólans í Reykjavík. Nemendurnir eru allir önnum kafnir við vinnu og nota óspart uppsláttarbœkur safnsins. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.