Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 57
áfram kommúnistar — nú, eða þá leiðindaskjóður sem vildu spilla góðu gamni. Morgun- blaðinu óaði ekki við réttunum þeim. Það var ekki einu sinni músin sem tísti hvað þá ljónið sem öskraði. Og nú verður það að hafa það þó að bollalegg- ingar þess um íslenzka sjón- varpið séu fyrir bragðið harla ólystugar. Það er bæði smekk- laust og derringslegt þegar blaðið setur upp dómarakollu og þykist þess nú allt í einu umkomið að innræta þjóðinni fagra sjónvarpssiði. Hvað vill pörupilturinn í dómarasætið? D 2STÚ er framundan allsherj- arslagur um íslenska sjónvarp- ið ef að líkum lætur. Bardag- inn um útvarpsdagskrána hef- ur bráðum staðið í fjörutíu ár, og naumast verður þessi lakari. Það sýnist sitt hverjum eins og við var að búast og það verður seint búin til þannig dagskrá fyrir sjónvarpið að allir verði í sólskinsskapi. Ég er svona heldur fráhverfur þeim mönn- um sem einblína á sjónvarpið sem nokkurskonar kennslu- og umvöndunarapparat. Mér finnst predikunarstóllinn hæfa kirkjunni betur. Það þarf að minnsta kosti að vera hárfínt jafnvægi milli „menningar- þátta" siðabótarmanna og svo „skemmtiþátta" alls þorrans. Eintóm alvara er engu betri en eintómt sprell. Fjölmiðlun- artækið má heldur ekki setja sig á svo háan hest að það hverfi jafnvel hversdagsmann- inum sjónum, og allra síst má það fá á sig svip uppeldishælis- ins. Þá tæmist hælið, af því menn skrúfa einfaldlega fyrir: þeir ganga úr vistinni. Það skal farið að þessu með aðgát og lempni. Það er ekki hægt að stappa „menningu" í fólkið með valdi og offorsi. Menn setja bara undir sig hausinn. Það var kannski samviskan, en fyrrgreindur Morgunblaðsleið- ari var einhvernveginn allur upp á svona „menningu", og svo komust þeir út í íslend- ingasögurnar í lokin. Mér skilst að nú vilji þeir nota íslenska sjónvarpið sem einskonar hakkavél og hakka til dæmis í okkur fornritin í fimmtán til þrjátiu mínútna slöttum eins og einu sinni til tvisvar í viku. Ég á nafnið á flokkinn: „Lummur úr fslendingasögun- um". Svona vinnubrögð eru tíðum einfaldasta leiðin til þess að koma góðum bók- menntum fyrir kattarnef. Ekki taka Englendingar hann Shakespeare sinn og lima hann í sundur með töframanns til- burðum, eins og þegar sjón- hverfingameistarinn er að saga sundur stelpugreyið á leiksvið- inu. Auk þess er skemmst af að segja að sá maður sem er frábitinn góðum bókum hann tekur ekki stakkaskiptum þó að Gunnari á Hlíðarenda sé veifað framan í hann með gula bítlahárkollu og bronsað tré- sverð. Hverjir eiga svo að færa íslendingasögurnar í sjón- varpsbúninginn? Hverjir eiga „að fara höndum um efnið" og færa okkur persónurnar „lif- andi" á skerminn í stofuhorn- inu, svona eins og ísaðan karfa á færibandi? Hver á að lyfta myndinni af Njáli af bókfellinu og flytja hana heila og ó- skemmda í sjónvarpið? Og hver þykist þess umkominn með leyfi að spyrja? ? Flestir komu af fjöllum þeg- ar kreppan byrjaði núna. En fiskifræðingur sem ég átti er- indi við fyrir fimm sex árum sá fyrir aflabrestinn og verð- f allið og allt það fargan sem er hlutskipti okkar í svipinn. Hann sagði þá að svona sveifl- ur væru óhjákvæmilegar í sjávarútveginum eins og mis- jöfn spretta til sveita, og sann- anirnar hafði hann raunar við höndina í dagbókum og línu- ritum og þessháttar gögnum. Gangurinn í fiskveiðasögu ís- lands er eins og þverskurðar- mynd af úfnum sjó: öldutopp- ar og öldudalir. Fiskifræðing- urinn rauk ekki með þessa vitneskju sína í blöðin (enda ólíklegt að margir hefðu hlust- að) og hann var ekki heldur að útskýra þetta fyrir áheyrend- um sínum til þess að heita spá- maður í föðurlandi sínu, svo að hann verður að vera nafn- laus. Hann sá líka fyrir að margur maðurinn mundi fá slæma byltu, og ekki síst eins og nú er komið á daginn smá- fólkið sem vinnur við fiskinn til sjós og lands og síðan því til samlætis flest annað smá- fólk í landinu. Efnahagskerfið okkar hefur á undanförnum árum kallað á sífellda vinnu allra verkfærra manna í fjöl- skyldunni, nema mönnum hafi tæmst arfur eða þeir hafi kom- ist yfir gullhúðuð umboð eða þá að menn hafi verið svo nægjusamir að jaðraði við sjálfsníðslu. Flestir giftir kall- menn sem ég þekki voru til skamms tíma ekki samvistum við eiginkonu — þannig séð. Þeir voru giftir ræstingarkon- um eða afgreiðslustúlkum eða kennurum eða barnfóstrum eða flökurum eða flugfreyjum eða vökukonum eða póstum. Kallmann vissi ég um sem var harðgiftur lögregluþjóni og einn rakst ég á í greinarstúf í dagblaði sem upplýsti salla- rólegur í viðtali sínu við blaða- manninn að hann væri kvænt- ur vörubílstjóra. Það hefur þá kannski verið litla ljúfan hans sem ég sá halla sér fram á stýrið undir kolakrananum sál- uga upp úr páskunum í fyrra þar sem hún beið eftir því að taka saltfarm á bílinn. En nú kárnar gamanið er ég hræddur um. Kunningjarnir gerast skuggalegir á svipinn. Eigin- konan er allt í einu orðin rétt og slétt húsmóðir, og í stað þess að skálma í nankinsfötum út um hvippinn og hvappinn til þess að draga björg í bú, þá eigrar hún sem atvinnuleysingi um heimilið sitt og sveitist við að leggja saman búreikninga sem enginn mannlegur máttur fær til að stemma við pyngj- una. Það er venjan þegar syrtir í bankabókina að menn taki fram stóra vöndinn og setji upp stranga svipinn og leiti sér að hentugum skálki, og rík- isstjórnin hefur löngum þótt handhæg okkur fslendingum. En er það nú beinlínis henni að kenna í þetta skiptið að Perú- menn ruddu úr sér þvílíkum ódæmum af fiskimjöli ellegar að blóðug borgarastyrjöld lok- aði girnilegasta skreiðarmark- aði okkar suður í Afriku? Flestum stjórnarandstæðing- um kom alltaf hjartanlega saman um að feitu árin væru sannarlega ekki stjórninni að þakka, og er þá ekki dálítið ódrengilegt að segja núna að á hinn bóginn séu mögru árin vitanlega henni að kenna? Það verður að vera regla á vit- leysunni eins og Danskurinn segir. Stundum er lika að heyra á mönnum að ísland sé nánast eina landið í veröldinni þar sem húsmóðirin megi þveit- ast í vinnu í býtið á morgnana til þess að heimilið fljóti. En því fer þvi miður fjarri. Ein- kennisklæddi stjórnarráðsbíl- stjórinn sem þaut með mig um London um árið var eiginkona og móðir. Túlkurinn með heyrnartólin í glerstúkunni í París var sömuleiðis eiginkona og móðir. Og unga bandaríska konan sem kunningi minn nældi sér í á svipuðum slóðum, ja, hún var nú bara liðsforingi í hernum! Það er nefnilega víðast sama sagan. Laun bónd- ans hrökkva ekki til og konan má á Eyrina eða svo gott sem. Og það er svipað í útlandinu eins og hér hjá okkur að það er ekki einungis kona verka- mannsins sem stendur við verksmiðjubekkinn. Litla bók- haldarafrúin hamast algölluð við hlið hennar. Það er þetta ástand sem veldur því að kreppan okkar í ár er kannski öllu „lýðræðis- legri" en þær sem hafa gengið á undan. Hún gerir minni greinarmun á stéttum. Það er alveg satt að verkamaðurinn má eflaust síst við því eins og fyrri daginn að konan hans geti ekki gengið til vinnu líka, en skrifstofublókin hefur ekki heldur efni á því að hans kona sé lengi atvinnulaus. Það eru ±. ATViNNU- LEYSIS- SKRÁNING Hl/AR UNNUÍ) \?ÉR,FRÓ1H0RS'? allar þessar afborganir til dæmis sem sýndust svo óveru- legar á meðan hún gat sótt þær í sitt eigið launaumslag. En um leið og verkstjórinn leggur hramminn á öxl hennar og hífir hana serimoníulítið út úr vinnusalnum, þá er vá fyrir dyrum. Eiginmaðurinn einsam- all megnar ekki að láta fljóta. Bæði hjónakornin verða að standa látlaust við austurinn svo að skuldirnar og enn aukin dýrtíð vaxi þeim ekki upp fyrir höfuð. Sumir vilja kenna stjórninni eins og gengur en það finnst mér hæpið. Erum við ekki sjálf búin að teppa- leggja okkur á bólakaf? Kerfið sem við höfum dansað í kring- um á undanförnum árum er bara svona. Við verðum öll að hlaupa allt hvað við orkum endalaust, og gerum þó varla betur en standa í stað. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.