Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 40
laus og áður, — nema honum hugkvæmist að biðja háttvirt- an bókavörð að sýna sér, hvar spjaldskráin sé og hvernig hún sé notuð. Kannski er bókavörð- urinn svo vingj arnlegur að fara með honum fram og halda smá fyrirlestur um röðunarkerfi safnsins, — en stundum er mikið að gera og engin ástæða til þess að sinna svona kvabbi! Bf nemendurnir fá nú bók- menntasöguna, ritsafnið, Morgunblaðið eða hvað það nú var, þá fer nú 40 sæta salur- inn fljótt að verða of lítill. íslenzka þjóðin er ekki fjöl- menn, og skattaálögur eru þeg- ar nógar. Því er það, að ýms- um þeim fyrirtækjum, sem rek- in eru af ríkisfé, þykir vera smátt skammtað á fjárlögum. Bókasöfnin eru þar engin und- antekning. Og það þarf fé til bókakaupa og annarrar bóka- safnsstarfsemi. Meira að segja mikið fé. Landsbókasafn og Háskólabókasafn teljast bæði vera vísindabókasöfn, en af því leiðir, að þau verða að kosta kapps um að hafa jafnan á sínum snærum öll hugsanleg fræði- og vísindarit. Ef þessi tvö söfn yrðu sam- einuð í eitt, eða fengju að minnsta kosti sameiginlegt við- unandi húsnæði, gæti bóka- kaupafé þeirra nýtzt til muna betur. Ekki þyrfti þá jafnmörg eintök af dýrum ritum. Söfn- in gætu að einhverju leyti skipt með sér efnisflokkum o. s. frv. Á næstunni er fyrirhuguð færsla Handritastofnunar úr safnahúsinu í nýtt húsnæði. Leiðir þá af sjálfu, að vísinda- menn þeir, sem að handrita- rannsóknum starfa, þurfa nokkurt handbókasafn, — það jafnvel mjög gott. Hvort á nú að eyða fé til þess að kaupa sömu handbækur og eru í Landsbóka- og Háskólabóka- safni og auka enn á glundroð- ann í safnamálunum, eða láta sérfræðinga Handritastofn- unar fá sér göngutúr ofan úr Háskólahverfinu niður á Hverfisgötu? Slíkur göngutúr er án efa hollur grúskurum og kyrrsetumönnum, en geta má sér þess til, að þetta auki ekki þægindi starfsmanna né af- köst stofnunarinnar, sem enn mætti að skaðlausu bæta. VI Nú er auðvitað til sá mögu- leiki, að bækur séu lánaðar milli safna. En til þess að það fyrirkomulag megi nýtast, þarf að vera til góð heildarskrá yfir 40 a. m. k. helztu bókasöfnin. Og þarna er komið að atriði, sem hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá okkur. Þessi heildar- skrá er ekki til. Landsbókasafn hefur ekki skrá um bækur á Háskólabókasafni, hvað þá á öðrum stöðum. Þess vegna er það, sem menn ef til vill panta bók frá Ameríku eða Englandi, en sú bók er ef tir allt saman til í sérhæfðum bókasöfnum ein- hverra ríkisstofnana. Hugmyndin um þjóðarbók- hlöðu er ekki ný. Líklega hef- ur Guðmundur Finnbogason fyrstur manna hreyft henni opinberlega 1941. Forstöðu- menn Landsbókasafns og Há- skólabókasafns hafa síðan af og til hreyft þessu máli. Meira að segja liggur fyrir ályktun frá Alþingi árið 1957, þar sem segir, „að sameina beri Há- skólabókasafn Landsbókasafni eins fljótt og unnt er á næstu árum, þannig að Landsbóka- safn verði aðalsafn, en í Há- skólabokasafni sé sá þáttur starfseminnar, sem miðast við handbóka- og námsþarfir stú- denta og kennsluundirbúning og rannsóknir kennara." Ályktun þessi var byggð á áliti stjórnskipaðrar bóka- safnsnefndar, þar sem Þor- kell Jóhannesson sat í forsæti. Segir í álitinu, að það sé „skipulagslega óheppilegt og fjárhagslega óhagstætt, að hér væri haldið uppi tveimur vís- indalegum bókasöfnum." Og ennfremur segir í nefndarálit- inu: „Það sem einkum mundi vinnast við sameiningu safn- anna, er að losna við tvikaup bóka og tímarita og betri hag- nýting bókakosts og starfs- krafta." VIII Ýmsir vonuðu, að í tilefni væntanlegrar endurheimtar ís- lenzku handritanna frá Dan- mörku myndi verða ráðizt í byggingu nýrrar þjóðarbók- hlöðu, sem sameinaði Lands- bókasafn, Háskólabókasafn og Handritastofnun að einhverju leyti. Þetta var þó ekki gert. í stað þess var brugðið á það ráð að dreifa málinu enn bet- ur með því að leggja fé í byggingu „bráðabirgðahús- næðis" yfir Handritastofnun í samráði við Háskólann. Há- skólinn fær bróðurpartinn af húsinu og hefði raunar ekki veitt af því öllu, en samt er húsið kennt við gest þess, Handritastofnunina, kallað handritahús, skírt strax í burðarliðnum (eins konar skemmri skírn) og nefnt Árnagarður (sbr, Kjörgarður). Húsnæðisvandamál hinna safnanna á svo að leysa með „bráðabirgða"- bókageymslum í kjallara Norræna hússins og kjallara Háskólabíós (Hall- grímskirkja gleymdist, þó kirkjur virðist vera að vinna sér sess sem bókageymslur). Þar sem varla virðist vera hægt að ætlast til þess, að byrjað verði á byggingu þjóð- arbókhlöðu upp úr þurru, er nú sá möguleiki næstur, að gripið verði tækifærið á 50 ára afmæli fullveldisins í haust. Gæti byggingin þá tengzt 11 alda afmæli fslands- byggðar og komið inn á af- rekaskrá tillögunefndarinnar miklu. Ef þær framkvæmdir allar þættu of dýrar, mætti ef til vill fella í staðinn niður áætlunina um „þjóðarhúsið" á Þingvöllum eða hjólböruút- gáfuna af þverskurði íslenzkra bókmennta, sem að óbreyttu ástandi yrði að geyma í kjall- ara í Vatnsmýrinni eða á Mel- unum. Kristinn Jóhannesson. EINAR G. PÉTURSSON: UM BOKASÖFN i. Á háskólahátíð síðastliðið haust f órust háskólarektor svo orð um bókasöfn: „Af öllum veikum þáttum í háskólastarf- inu hér er einna brýnast að efla þann, er lýtur að bóka- safni og lestrarsalsrými. Ríkis- valdið lagði ekki um áratuga- skeið — allt til 1961 — fé af mörkum til bókakaupa fyrir Háskólann, og enn hefir þvi miður ekki fengizt viðurkenn- ing á því sjónarmiði, sem há- skólaráð stendur einhuga að, að fjárveitingar til háskóla- bókasafns til bókakaupa eigi ekki að vera lægri en til Lands- bókasafns — og eru þó fjár- veitingar til þess alltof litlar. Nú er háskólabókasafn u. þ.b. hálf-drættingur við Lands- bókasafn. Húsnæði háskóla- bókasafns er svo lítið, að undr- un sætir og er það því þakkar- verðara, hversu mikið þar hef- ur verið unnið af einstökum þegnskap og atorku bókavarða. Þolir nú enga bið að taka ákvórðun um stefnuna í bóka- safnsmálum — og telur há- skólaráð, að því máli verði að ráða til lykta á þessu háskóla- ári. Geymslurými safnsins er þrotið — lestrarsalsrými er miklu takmarkaðra en svo, að sæmilegt sé, og öll aðstaða til úrvinnslu og þjónustu er mjög örðug. Er nú tvennt til ráða, annað að þjóðbókasafn verði reist með aðild háskólabóka- safns, eða hitt, að sérstakt há- skólabókasafn verði byggt." Þetta voru sannarlega orð í tíma töluð og ganga síður en svo of langt. Þeir, sem eitthvað þekkja til í Háskólabókasafni, hljóta að undrast fæð starfs- liðs, þröngt og óheppilegt hús- næði, sem hlýtur að hafa í för með sér lélega þjónustu og ófullkomna yfirsýn yfir bóka- eign safnsins. Að sumu leyti má kallast furðuverk, að nokk- ur skuli hafa fengizt til að sinna Háskólabókasafni við þær aðstæður, sem þar eru. Húsnæðisvandræðin eiga sér langa sögu. Fljótlega eftir stofnun Háskólabókasafns kom fram það sjónarmið, að of- rausn væri að hafa tvö þjóð- bókasöfn í jafnfámennu landi. 1957 var samþykkt á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um sameiningu Landsbóka- safns og Háskólabókasafns. Forsenda þeirrar sameiningar hlaut alltaf að verða bygging stórhýsis yfir bæði söfnin, sem hagkvæmast yrði byggt í áföng- um. í fyrstu var dálítið rætt um fyrirhugaða byggingu, en eftir að Handritastofnun ís- lands var sett á stofn og ákveð- ið að reisa sérstakt hús yfir hana í samvinnu við Háskól- ann, var minna á sameiningu og húsnæðisskort safnanna minnzt um tíma. Á þessum vetri, þegar 10 ár voru liðin frá samþykktinni um samein- ingu safnanna, hefur í fyrsta sinn verið rætt um fjárveit- ingar til þessarar byggingar. Árnagarður (þ. e. hús Hand- ritastofnunar íslands) hefur sætt talsverðri gagnrýni. Nú nýlega hefur og verið gagnrýnt, hve starfsvið stofnunarinnar er þröngt. Árnagarður er aðeins bráðabirgðalausn og eykur á sundrungu fræðastofnana, en stofnunin á þar ekki innan- gengt í alhliða bókasafn, eins og hún á nú í sínu fyrsta bráða- birgðahúsnæði. Vert er að minnast þess, að heimkoma Árnasafns gerir þær kröfur á hendur íslendingum, að hér- lendis verður að fyrirfinnast viðhlítandi rannsóknaraðstaða. Til þess að hægt sé að tala um hana, þarf viðhlítandi bóka- safn. Ekki er að efa, að Danir geta orðið viljugir að halda því á lof ti, sem þeim f innst á skorta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.