Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 44
Hin þröngu salarkynni Háskólabókasafns eru alls ófullnœgjandi þörfurn stúdenta á lestrarrými. þjónusta, þ. e. miðast við gagn- kvæma samvinnu með þessu aðalsafni háskólans og útibú- um þess í rannsóknarstofnun- um og þeim sjálfstæðu rann- scknarsöfnum, sem ríkisstofn- anir og fáein fyrirtæki, svo sem sjúkrahús eða bankar, munu eignast. Einnig geta ein- staklingar í rannsóknum, t. d. við doktorsritgerð hér og er- lendis, þurft á þeirri miðsafns- aðstoð að halda, sem nær langt fram úr venjulegri aðstoð út- lánasafns. — Með lagaheimild til að setja reglugerðir um ýmis sérhlutverk annarra rannsóknarbókasafna samfara skerðingu á samsvarandi skylduálagi á Háskólabóka- safnið, skal að því keppt, að samlögð ríkisframlög til öflun- ar á vísindaritum nái sem hagfelldastri nýtingu og sem minnst af þrítökum og tvítök- um verði keypt til landsins. Það er eins með lögfesting þessara skyldna og lögfesting þess, að ákveðin önnur störf, t. d. skráning og bckaskipti við erlendar stofnanir, skuli unnin í Hbs., að vanefndir á lögum, hartnær lögbrot, verða daglegt brauð, unz mjög er fjölgað starfsliðinu. Hitt væri þó enn verra að stinga strútshöfði í sand og reyna ekki til að mæta kröfum nútíðar. Hvar á Hbs. heima og útibú þess? Heimsókn í Háskólabókasafn gæti verið fróðleg. Úr anddyri háskóla er gengið beint inn og farið gegnum gamla lestrarsal- inn og úr honum lengra, inn til útlánaborðs. Þar fer einnig fram mikið af vinnu starfs- liðsins til aukningar og skipu- lagningar safninu. Enn innar á aðalhæð er sérdeild sú, sem gefin var af Benedikt S. Þór- arinssyni kaupmanni, eitt hið vandaðasta safn íslenzkra bóka og blaða fram til 1940, og er það ekki til útlána. Af að- alhæð er gengið í bókageymsl- ur, sem eru bæði yfir henni og undir, og er safngestum heimilt að leita sér þar bóka eftir vild. En einnig geta þeir leitað sér bóka eftir spjald- skrá, sem ekki kostar mikla fyrirhöfn að læra á, eða þeir spyria starfsliðið. Umsetning útlána, að dálitl- um hluta lánsframlenginga meðtöldum, nam aðeins 6 þús. bindum 1907, en eðlilegur fjöldi væri 10—20 þús. bindi á ári; stúdentar háskólans eru orðn- ir 1350, kennarar nálægt 10. hluta þeirrar tölu; nokkur hundruð annarra mennta- manna þurfa öðru hverju á bókum úr Háskólabókasafni að halda, Stærð Hbs. er nú með útibúum svipuð Landsbóka- safns á stríðsárunum. Útlána- talan mun næstu ár hækka í svipuðu hlutfalli og starfsliði verður fjölgað. Orsakasam- band er þar á milli, en flók- in undirbúningsvinna í mörg ár er oft undanfari betri safns- nýtingar. Göngum því næst á miðhæð háskólahússins. Þar eru kennslustofur mest. Tvær þeirra eru að miklu leyti ies- stofur nú, önnur fyrir lækna- nema á fyrsta hluta, hitt er stofa guðfræðideildar. Hátíða- salur er í bakálmu hússins á þeirri hæð og er notaður fyrir lestrarsal með um 60 sæti (gætu orðið 70—80), en alloft tekinn þó til annarra nauð- synja. Þar fara t. d. fram doktorsvarnir og þar eru hin skriflegu próf í lok hvers há- skólamissiris. Alls má ætla að 140 eða níundi hver stúdent geti náð lestrarsæti í þessum stöðum aðalhússins. Af öðrum lesstofum, sem teljast útibú frá Hbs., skal helzt nefna sal einn í Kaun- vísindastofnun sunnan við Háskólabíó, (aðeins fyrir sér- fræðinga), lesstofur á Ara- götu 9 (viðskipta- og laga- stúdentar), Tjarnargötu 26 („Enskustofnunin") og Tjarn- argötu 44 (læknanemar). Ekki er dreifing þessi heppileg fyrir safnrekstur, en verður svo að vera. Aðalhús háskólans hefur lengi ofsmátt verið. Dreifingin eykur vinnueril, spillir nýtingu á starfsliði, fjölgar á þann hátt hinum vanræktu verkefnum. Einnig nýtist aðalspjaldskrá safns mjög fáum sökum hennar. Gamli Hbs.-lestrarsalurinn á aðalhæð, 32 sæti auk sérlestr- arstofu, er svo fullsetinn þeim tveim stúdentategundum, sem einna minnst þurfa á bóka- stofni safngeymslnanna að halda: læknanemum og þeim öðrum. sem burfa að nota hlé- in milli kennslustunda í húsinu t.il lexíulestrar. Af þvi leiðir, að hnkalán fram í þann lestrar- sal eru stórum minni, síðan hann offylltist, heldur en þau voru um og eftir miðju þess- arar aldar. Hver rannsóknarstofa þarf skáp með fullnægjandi hand- bókasafni, ekki mjög stækk- andi skáp, en öra endurnýjun. Þe?ar þær rannsóknarstofur eru margar í hóp með ein- hveria samstjórn fyrir þá ..section" eða stofnun, ber að koma upp stærra handbóka- safni, en ekki sístækkandii, bær njóti þess þá sameigin- lega, enda teljist það útibú frá miðsafni í háskólanum og leggi það útibúinu til ný tírna- rit, eftir því sem við á. í Hbs. er þetta mál einkum tengt tveim nýjum húsum: Raunvís- indastofnun og Árnagarði. Þar verður ekki að ræða um eitt safn sérstakrar háskóladeildar né sérstýrt fyrirtæki að neinu leyti. Yfirumsjón er háskóla- ráðsins. í slíku útibúi ættu að nást eftir þörfum þeir kostir sérhæfðra safna, sem ég vík að bráðum, en þó er hægt að umflýja dýrleik og suma aðra ókosti deildarsafna. Starfslið í deildarsöfnum samlögðum hlyti innan skamms tíma að fara nokkuð fram úr tölu þess liðs, sem nægja mun fyrir eitt miðsafn, þ. e. Hbs., og útibú þess. Þau verða ódýr- ari og smærri en deildarsöfnin mundu hafa orðið. Líkt þessu er tímaritahaldi og bókakaup- um farið, því talsverðir pen- ingar færu umfram nauðsyn í bað að kaupa sömu eða svip- uð rit almenns fræðiefnis í hvert deildarsafn, en smærri útibú geta þar verið mun nægjusamari. Hætt er við, að deildarsöfnum fylgdi margur annar aukinn kostnaður, elt- ingaleikur að finna rit, og i heild yrði þetta tap. f auðugri löndum eru bess víða dæmi, að deildarsöfn hafi efni á ýmsu, sem miðsafn í sama háskóla hefði ekki efni á. A. m. k. einhver af deildarsöfn- nnum hafa þá fjáruppsprettu, sem aldrei gæti orðið miðsafns- ins. Hér yrði þetta í smærri stíl en erlendis og sialdnast í hágu beillar háskóladeildar, heldur einhvers geira úr starfsemi hennar. Almennt má segja hitt. að á íslandi verði bað svo, að summa oDÍnberra framlaga t.il deildarhókasafna. sem við p-ætnm hugsað okkur 6, jafn- mörg deildum i H.f., geti ekki orðið neitt hærri en framlög munu verða til óskipts mið- safns, sem reki síðan einhver útihú eftir hörf hvers tíma og i hágu deilda eða deildamarta (..sectiona"). Fyrir þá sök var Háskólabókasafn myndað 1940. og fvrir bá sök er háskólaráð hví engan veginn meðmælt að skipta bví í frumparta sína að nýiu. -Síðan 1940 mun Portúgal uera eina Evrópulandið, sem kemur sér ekki (nema í Coim- hra) upd neinum miðsöfnum við háskóla sína, en lætur sam- kvæmt hagspeki Salazars deildarsöfn þeirra nægja. Kostir og áhættur þröngt sérhæfðra bókasafna Orð mín í þessum þætti greinar miða við erlend fyrir- 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.