Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 52
upphæða. — En leyfðu mér samt að bjóða þig velkominn. Stamandi stundi ég því upp, að ég væri kominn að leita ráða. — Auðvitað, sagði prestur. — Það er ekki nema guðvelkomið. Til þess er ég nú hér að gefa leiðsögn eftir getu. Eig- um við ekki að tylla okkur inn í skrúð- húsið? hætti hann við og fitlaði andartak við buxnaklaufina. Við gengum inn í lítið, snoturt her- bergi, búið legubekk, stólum og borði. Speglar huldu einn vegg þess frá gólfi til lofts. — Það sýnist ofurlítið stærra þannig, sagði klerkur eins og í afsökunarskyni, er ég virti fyrir mér þessa óvenjulegu innréttingu. Hann benti mér að setjast og tyllti sér sjálfur á stól gegnt mér. — Jæja, góði vinur, hvað er það sem þér b'ggur á hjarta? spurði hann svo. Ég sá sjálfan mig í speglinum, þar sem ég sat og handlék hattinn minn. Hafi ég verið í jafnvægi fyrr, var það rokið út í veður og vind. Blóðið var farið að streyma mér til höfuðs, og ég fann hvernig hjartað hamaðist í brjóst- inu á mér. — Ja-a-a, sagði ég og dró seiminn lengi, því að ég hélt kannski að ég gæti fundið einhver góð inngangsorð að því sem ég vildi sagt hafa, meðan ég héldi áfram að teygja úr ja-inu. En það var hörmulegur misreikningur. Hausinn á mér var eins og galtómur skyrsár, og ég heyrði ekki betur en það byldi í honum þegar ég barði hnúum á annað gagn- augað í örvæntingarfullri tilraun til að koma einhverri hugsun af stað. Á með- an tevgðist sífellt úr ja-inu. — Já? heyrði ég klerk segja and- spænis mér, og ég sá ekki betur en gam- anbros færðist yfir andlitið á honum. Það var eins og hann væri að segia við s.iálfan sig: „Já, blessaður karlinn, ekki hefur honum farið mikið fram síðan í skóla." Þett.a fékk svo á mig að það lokaðist allt í einu fyrir loftstrauminn gegnum barkann á mér, og ja-ið varð bráð- kvatt eft.ir langa ævi og stríða. Séra Skafti átti nú bágt með að stilla í sér hláturinn. — Ja-a, byrjaði ég á ný, og var nú farið að síga í mig, svo við sjálfan mig sem við guðsmanninn. — Ja, bað er sko þannig . . . (þetta var ekki sem verst byrjun. fannst mér) . . . að ég er farinn að hugsa . . . , gusaðist svo fram úr mér áður en ég fengi við nokkuð ráðið. Jafnskjótt og ég heyrði sjálfan mig mæla þessi orð. var mér ljóst að kirkju- för mín var til einskis orðin. Það var sjálfgert að hætta við framhaldið. Samt gat ég ekki. að því gert, þótt vellíðan m:n gæti varla minni verið, að ég naut bess með snert af illkvittni að siá hvern- ig séra Skafta varð við. Brosið þurrk- aðist út í einu vetfangi. Hann vék aug- lit? sínu undan, og ég sá ekki betur en hann bandaði ósjálfrátt frá sér með hendinni, eins og hann vildi segja: „Vík frá mér, Satan.“ En að svo stöddu sagði hann ekkert. Þess í stað sneri hann sér að spegilveggn- na um, kraup, og benti mér að gera slíkt hið sama. Og sem hann húkti þarna lútandi höfði fyrir framan spegilmynd sjálfs sín, hóf hann upp rödd sína titr- andi. — Látum oss biðja. Almáttugi faðir, þú sem ert á himnum, lít þú í náð til barns þíns, sem hingað hefur komið til að biðjast fyrirgefningar þinnar á mik- illi synd. Tak þennan villuráfandi sauð á jötu þína óendanlega, þótt hann hafi hugsað að fyrrabragði og þannig fjand- skapazt við þig og ríki þitt, ó, drottinn. Líkna þú honum í elsku þinni, því að hann hefur þegar séð villu síns vegar og snúið hjarta sínu til iðrunar. Styð hann því á hinum þrönga vegi viðreisn- ar sinnar, sem hann vill eftirleiðis þræða hugsunarlaust svo sem börnum þínum sæmir, drottinn guð minn, því að þitt er ríkis valdið og dýrðin . . . hm, ég meina ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Síðan signdi klerkur sig, hagræddi buxnaklaufinni ofurlítið og þrýsti hönd mína innilega að skilnaði. Þegar ég loks staulaðist út í hávaða umferðarinnar úr staðnaðri kyrrð guðshússins, gengu nokkrir hálfstálpaðir strákar hjá. Þeir litu upp um veggi musterisins og einum þeirra varð að orði: — Miki’ djöfull er kirkjan orðin skell- ótt, maður! Þann tíma sem það tók mig að ná mér eftir þennan síðari ósigur gaf ég mér varla tíma til að hugsa um Sonju. Ég sat á skrifstofunni og gerði mest að góna út í loftið. Hreimsæt röddin, sem bauð mér góðan dag á morgnana, fór að mestu inn um annað eyrað og út um hitt. Ég leit ekki einu sinni upp, þegar eigandi hennar gekk hjá. Kaffið kóln- aði á borðinu hjá mér, og þegar ég loks bragðaði á því moðvolgu, rann mér hálf- partinn í skap við Sonju. Allt var þetta í rauninni af hennar völdum. Ég hafði tvisvar orðið mér til háðungar hennar vegna og næði mér kannski aldrei eftir þá þungbæru reynslu. Einungis ef svo bar undir að ég liti upp og sæi hundslega tryggðina í augum hennar, fyrirvarð ég mig fyrir slíkar hugsanir. Þá hjaðnaði reiðin eins og kvoða, og ég varð aftur altekinn hinni sömu orðvana ást. Smám saman komst ég aftur til sjálfs mín, og allt virtist vera eins og það átti að sér. Ekki var ég fyrr orðinn samur maður aftur en ég ákvað að leita til Jónatans læknis. Hann hafði að vísu aldrei verið beinlínis afreksmaður á kvennafarssvið- inu, en hafði unnið það upp með iðni sem á skorti meðfædda hæfileika. Auk þess vissi ég að hann var maður óhæð- inn. Sumir sögðu að hann hefði enga kímnigáfu. Ef rétt var, þá var það mér í hag. Fátt er eins ömurlegt og að sjá spéið í svip þess, sem maður er að út- hella hjarta sínu fyrir. Ég gerði mér Ijóst að ég varð að haga orðum mínum öðruvísi en i hin tvö skiptin. Umfram allt mátti ég ekki nefna sögnina „að hugsa.“ Sú starfsemi, sem í því orði fólst, var augsýnilega álitin meðal meiriháttar meina þjóðfélagsins, stórhættulegt lögum og reglu, og beinn fjandskapur við kirkju og kristni. Beztu leiðina til að ná tali af Jónat- an áleit ég vera að finna hann á lækn- ingastofunni. Hann hafði stóran hóp sjúklinga og var maður sem lítinn tíma hafði aflögu frá vinnu sinni. Þær stund- ir sem ég beið þess að röðin kæmi að mér, notaði ég til að setja sjálfum mér lífsreglurnar. Aftur og aftur hamraði ég á því sama með sjálfum mér, stagl- aði eins og í gáfnatregan krakka. — Ekki að segja: „Ég er farinn að hugsa . . byrja öðruvísi; ekki „Ég er farinn að hugsa . . .“: „Ég er farinn að hugsa . . .“ er bannsetning; byrja öðruvísi. En það vafðist fyrir mér hvernig „öðru- vísi“ væri. Loks var komið að mér, og Jónatan læknir stóð í dyrum stofunnar. — Næsti, sagði hann, og ég spratt á fætur og gekk inn. — Komdu sæll, sagði hann, tók í hönd mér og benti mér að setjast. — Hvað amar að þér? Ég varð því feginn að hann hafði sýnilega ekki tíma til að masa við gaml- an kunningja og halda því fram að hon- um þætti vænt um að sjá mig. Kurteis- legur viðskiptatónn féll mér vel. — Ég þarf á ráðum að halda, svaraði ég. Með sjálfum mér var ég hreykinn af því, hve vel mér gekk að koma þessum orðum út úr mér. Nú var bara að láta ekki hina bannhelgu setningu sleppa út milli tannanna. Ég beit á jaxlinn til að herða mig í þeim ásetningi. — Ekki að segja . . . f næstu andrá hljómuðu orðin hátt og skýrt í lækningastofunni: — Ég er far- inn að hugsa . . . Ég hafði hugsað þau upphátt. Við þessa óvenjulegu sjúkdómslýsingu hrökk Jónatan læknir í kút, en ekki stökk honum bros. Þvert á móti horfði hann á mig íhyglum, alvarlegum augum, þar til hann sagði: — Farðu úr sokkunum! Þrátt fyrir ástand mitt fannst mér ein- hvern veginn sem þetta væri harla ein- kennileg skipun eins og á stóð, og neðri kjálkinn á mér fór ósjálfrátt að síga. Það fór ekki fram hjá doktor Jónatan. — Já, þú veizt auðvitað, að ég er ekki geðlæknir. Hins vegar getur ólag á geðs- munum auðveldlega stafað af skekkju á stóru tánum, og þær eru mín sérgrein. f þeim töluðum orðum greip sérfræð- ingurinn um stóru tærnar á mér, hvora á eftir annarri, fetti þær og þuklaði og sneri upp á þær; lamdi loks á þær með hamri. — Allt í lagi hér, sagði hann svo. — Mig grunaði það reyndar, en ég vildi vera viss í minni sök. — Ég fæ svona tilfelli öðru hverju, hélt hann áfram. — Ekki oft, sem betur fer; betta eru oftast nær erfiðir sjúklingar. Ég hef alltaf vísað þeim beint til doktor Torfa á . . . hm. . . . inni við sund. Hef- urðu fundið til þess arna lengi? Ég var algerlega klumsa. Hvernig í dauðanum átti ég að komast út úr þess- ari háðungarstöðu, sem ég hafði nú álp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.