Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 32
sér að ræða saman fullum rómi á lestrarsalnum. Sú venja komst ennfremur á, að gestir, sem komu til að nota gögn safnsins, afgreiddu sig að mestu eða öllu leyti sjálfir, enda höfðu skjalaverðir löng- um lítinn tíma til að sinna þeim vegna afgreiðslu skírn- arvottorða. En mönnum er að sjálfsögðu misjafnlega sýnt um að umgangast skjöl og bækur, enda bera ófá gögn safnsins þess glögg merki, að ekki hafi ævinlega verið farið um þau mjúkum höndum meðan nær allir gátu gengið í þau eftirlitslaust. Hefir það kostað nokkurt átak að kveða þessa o. fl. ósiði niður, því að ekki er trútt um að ýmsum gestum þætti nokkuð á rétt sinn gengið, er þeir fengu ekki lengur að ganga sjálfala um safnið eða ræðast við fullum rómi í lestrarsal. Röðun og skrásetning skjala langt á eftir tímanum. Stofnun, sem bæði er van- búin að starfsliði og húsakosti en samt íþyngt með kvöðum, sem eiga þar ekki heima, hlýt- ur að vanrækja fjölmargar skyldur sínar. Þjóðskjalasafn- ið hefir, eins og fyrr segir, ekki haft árum saman það frum- kvæði að innheimtan skjala, sem það ætti að hafa. Öll skrá- setning er ennfremur svo langt á eftir tímanum, að heilar deildir eru mikið til eða alveg óskráðar, og um aðrar eru að- eins til ófullkomnar skrár og úreltar með þeim undantekn- ingum, sem getið verður hér á eftir. Það dugar enganveginn til, þótt skjalaverðir hafi getað sinnt skrásetningarstörfum ólíkt meira síðan skírnarvott- orðaplágunni var létt af þeim. Þess ber líka að minnast, sem fyrr var drepið á, að um sama leyti var sjálfsafgreiðsla gesta algerlega afnumin, svo að einn skjalavörður verður nú stöðugt að vera bundinn við afgreiðsl- una og annar að geta komið honum til aðstoðar þegar mest- ar annir eru á lestrarsalnum. En auk þess að afgreiða skjöl, sem gestir óska eftir, þarf safnið sífellt að láta borgurun- um í té alls konar upplýsingar. Vonlaust er því, að skrásetn- ingin komist í sómasamlegt horf án sérstaks átaks, sem þyrfti bæði að vera fólgið í því að fjölga nokkuð föstu starfsliði og ráða aðstoðarfólk til bráðabirgða til þessa verk- efnis. Til þess svo að gera alla skrásetningu auðveldari í framtíðinni, þarf að vinda bráðan bug að því að koma heildarskipulagi á röðun skjala hjá opinberum stofnunum. Stæði það í rauninni Þjóð- skjalasafninu næst að hafa forystu um þetta og eftirlit með framkvæmdum þess. Skilmerkilegar skrár ómissandi Skilmerkilegar skrár eru undirstaða þess að starfsmenn- irnir geti haft næga yfirsýn yfir það, sem safnið hefir að geyma, og gestir þess fengið hugmynd um þær heimildir, er þeir þurfa að nota. Nauðsyn- legt er og, að menn úti um land og erlendis geti fengið shkar upplýsingar á handhæg- an hátt, enda er þegar til þess ætlazt í fyrstu reglugerð safns- ins (2. gr.) að skrár yfir það verði prentaðar. Auðséð er, að Jóni Þorkels- syni hefir verið fyllilega Ijóst hvílíkt nauðsynjamál þessi skrásetning var, slíka alúð sem hann lagði við hana. Fyrsti hluti skrár um skjalasafn hirð- stjóra, stiftamtmanna (amt- manna) og landshöfðingja kom út þegar árið 1903, en henni varð því miður aldrei fram haldið, m. a. sökum þess hve erfiðlega gekk að ná inn skjölum sumra þessara em- bætta. Þá kom út skrá um skjöl klerkastéttarinnar árið 1905 og allmikil viðbót við hana 1917, sem nefndist „Skýrsla frá Þj óðskj aiasafninu í Reykj a- vík.“ Loks er svo að nefna skrá um skjöl alþingis hins forna, landsyfirréttar, sýslna, hreppa, sáttanefnda og umboða (kon- ungsjarða o. þ. h.), sem út kom árið 1910. Eftir 1917 lá öll frekari út- gáfa á skrám yfir Þjóðskjala- safnið niðri hátt á fjórða ára- tug eða þar til á árunum 1952 —56, er þrjár skrár voru gefnar út, nefnilega um skjalasafn landiæknis, um prestþjónustu- bækur og sóknarmannatöl og um biskupsskjalasafn. Er þá öll útgáfustarfsemi Þjóðskjala- safnsins upp talin. En í raun- inni þyrfti safnið ekki aðeins að gefa út skrár eftir þörfum heldur og árbók um starfsem- ina. Æskilegt væri einnig að safnið gæti átt frumkvæði að útgáfu ýmissa merkra heim- ilda, og þess er raunar brýn þörf þegar um er að ræða gögn, sem eru svo illa farin, að þegar er orðið of seint að mynda þau, svo að alger eyði- legging vofir yfir þeim. Margt skjala og bóka illa á sig komið. Ástand skjala þeirra sem berast safninu, er, svo sem vænta má, ákaflega misjafnt. Ekki er t. d. óalgengt að fjöl- mörg hinna eldri skjala sýslu- manna og presta séu meira og minna fúin, svo ekki sé talað um hreppaskjöl, enda hafa flest þessi skjöl verið geymd í of rökum og að ýmsu öðru leyti vondum húsakynnum. Þá hef- ir verið og er enn almennur misbrestur á því að opinber- ir aðilar noti eins góðan papp- ír og vera bæri. Hefir hér orð- ið áberandi breyting til hins verra eftir að kom nokkuð fram á 19. öld. G-eymsluskil- yrðin í Safnahúsinu þyrftu líka að vera betri að sumu leyti, eins og áður er að vikið. Sú hætta vofir annars yfir sumum gögnum safnsins að þau verði beinlínis eyðilögð af ofnotkun. Þannig er einkum og sér í lagi ástatt um kirkju- bækur og manntöl, sem alls konar ættfræðigrúskarar fara um höndum daglega og það allt annað en mjúkum hönd- um sumir hverjir. Fer þvi ískyggilega mikill hluti af störfum handritaviðgerðar- stofunnar í að gera við þessi gögn, svo að fjölmargt annað verður að sitja á hakanum. Þá mun og tiltölulega mjög mikið af bókbandskostnaði safnsins fara í að endurbinda kirkju- bækur og manntöl. Fjölmargar prestþjónustu- bækur og húsvitjunarbækur eru nú svo illa farnar, að taka þyrfti þær alveg úr umferð, þar eð skriftin á þeim er á góðri leið að mást út, svo að engri viðgerð verður við komið. Það virðist einkum hafa tafið þessa framkvæmd, að horft hefir ver- ið í tilkostnaðinn við að gera af þeim liandhæg ljósrit. En þess er bara að gæta, að kostn- aðurinn við að bjarga þessum merku heimildum verður þeim mun meiri sem það dregst lengur, og að lokum verður það auðvitað ekki hægt. Það mun raunar þegar vera orðið of seint að mynda ýmsar þessar bækur sjálfar, en hægt er að gera Ijósrit í heppilegri stærð eftir mikrófilmum, sem af þeim voru teknar árið 1952— 53 að frumkvæði mormóna í Utah. Annað úrræði, en dýrara, væri að taka afrit af þessum bókum, eins og gert hefir verið til björgunar mörgum aðal- manntölum, en það hefir ver- ið aðalstarf ritara safnsins síðan sú staða var stofnuð ár- ið 1958. Loks væri athugandi að gefa t. d. elztu kirkjubæk- urnar út á prenti. Ættfræðiplágan. Hverjum augum, sem menn annars líta ættfræðina, verður því ekki neitað, að hún hefir reynzt Þjóðskjalasafninu feikna dýr. Það eru í rauninni engar ýkjur að segja, að hún hafi löngum sett svo mjög svip sinn á rekstur safnsins, að flest annað hafi fallið í skugg- ann fyrir henni. Hún hefir þess vegna orðið því verulega til trafala, að safnið sinnti, eins og því bar, öðrum og merkari þáttum íslenzkra fræða, enda ekki laust við, að ýmsum hafi á stundum þótt ættfræðigrúsk nægir verðleikar til að öðlast stöðu við safnið. Æviskrárritun. Staða æviskrárritara, sem stofnuð var við Þjóðskjala- safnið með lögum 24. marz 1956, er gott dæmi um það, hvílíkan sess margir áhrifa- menn hafa álitið, að ættfræð- inni bæri að skipa þar. í þess- um lögum gætir jafnframt slíks óraunsæis að furðu gegn- ir, en 1. grein hljóðar svo: „Gera skal spjaldskrá yfir alla íslendinga, er vitað er um frá landnámstíð og ekki hafa ver- ið færðir á spjaldskrá Hagstofu fslands, er hefst 16. okt. 1952. Sama gildir um fólk af íslenzk- um eða útlendum uppruna, ef það hefur öðlazt íslenzkan rík- isborgararétt á þessu tímabili. Spjaldskrá þessi skal vera í tvíriti og varðveitt á Þjóð- skjalasafninu . . .“ Þá segir svo í 2. grein: „Hvern mann, karl og konu, 15 ára og eldri, skal skrá á sérstakt spjald með fullu nafni og föðurnafni. Á spjald hvers einstaklings skal enn fremur færa, ef unnt er, og eftir því sem heimildir segja til um, fæðingardag hans og ár, sömuleiðis dánardag hans og dánarár, nöfn foreldra hans og upplýsingar um þá, svo að ekki verði um villzt, hverjir þeir voru. Þá skal skrá nafn og föð- urnafn maka og giftingardag ásamt hliðstæðum upplýsing- um um hann og áður eru taldar. Sama gildir um barns- móður eða barnsföður, ef um ógiftar persónur er að ræða. Á spjaldið skal enn fremur færa börn hlutaðeigandi spjaldhafa ásamt fæðingar- degi þeirra og ári og nafni barnsmóður eða barnsföður, ef um konu er að ræða. Gera skal í örfáum orðum grein fyr- ir hverju barni, ef unnt er, hvað um það verður, til að- greiningar og auðkennis frá öðrum samnefndum. Við ævi- lok skal færa á spjald hvers einstaklings helztu æviatriði hans og vitna til heimilda, eft- ir því sem við verður komið.“ 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.