Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 49
NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR: Á svart lauf skrifaði myrkrið eina sögu lét svo laufið vera hjá mér eina stund. Og við sátum undir trénu tvær systur skuggar greinanna léku í kríng. Og við þrýstum okkur fast að hvor annarri því skyndilega flaug vængur dáins fugls yfir höfðum okkar. Og við þrýstum okkur fast að hvor annarri. Og þú hvíslaðir grátandi veist þú hvað það er og ég hvíslaði grátandi nei og þú hvíslaðir grátandi Ástin það er ástin. D Ef til vill ef þú hlustar vel heyrirðu um hvað ég er að hugsa einhver hurðarhúnn sem hönd mín greip um oft var það. Hvernig þvotturinn hékk á snúrunum. Líka þegar lömbin fæddust. Og næturnar þú í myrkrinu brimið svæfði okkur bæði. Óttinn var ekki tíður gestur. Við sváfum stundum langt inní snjónum með lófana fast saman. Og hafið fjaran. Eitt get ég sagt þér Hvernig á að lifa Aðeins í draumum sínum Aðeins í draumum sínum jafnvel þó sólin elti mann allan daginn. JÓHANNES STRAUMLAND: LEIÐRÉTTING Ég spurði þann, sem að staðaldri horfist í augu við dauðann: hvað sérðu félagi? Og hann svaraði: ekkert. Samt veit ég að skopskyn hins mikla Ijáberanda virðist hafið yfir gagnrýni, óviðjafnanlegt túlkun hans ýmist fíngerð eða ruddaleg verður ei hamin í orðum. Sakir heimsku vorrar skiljum vér ekki hina afdráttarlausu fyndni hans, en skynjum hana svo sem ritað er í skuggsjá og óljósri mynd. Þetta er víst: hin fullkomna fyndni er hin fullkomna fjarstæða. Og sá er heldur áfram að horfa án undanbragða mætir að lokum spyrjandi augum bamsins. Og sá er snýr sér undan svo sem mörgum verður mætir einnig að lokum spyrjandi augum barnsins. Og þér mun skiljast án efa merking fágætra orða er sigurinn vex eins og hvítt blóm úr riffilhlaupum. KRISTINN REYR: FRAMÚR Hraðinn stefnir á hljóðmúrinn, eltir hann uppi og ætlar sér gegnum. Hraðar en hljóðið er reyndar hlægileg lágspenna, vilji eg komast til vegs í velferðarríki, ætli mér upp, áfram, — framúr í flogum, framúr í æsilegum eltingaleik við hæla minnar háttvirtu persónu, sem hefur tærnar. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.