Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 51
á skóladögunum og var orðlagður fyrir ómótstæðileik sinn, svo í réttarsölum sem í einrúmi. Ég tók saman dálítinn ræðustúf, sem og svör við ýmsum spurn- ingum sem ég ímyndaði mér að hann mundi spyrja, og eftir margra daga þrotlausar æfingar, bæði upphátt og í hljóði — og stundum fyrir framan spegil — gekk ég á fund hans. Prófessorinn sat í kompu sinni í Há- skólanum á bak við þykkan stafla af stjórnartíðindum og lagaskræðum. Þeg- ar hann sá hver gestur hans var, reis hann úr sæti og kom á móti mér með útrétta höndina. — Ja, það eru sjaldséðir hvítir hrafn- ar, sagði hann hressilega, og komdu blessaður. Það er sannarlega langt síð- an maður hefur séð þig — eða heyrt. Það lá við sjálft að þessi síðasta at- hugasemd gerði mig klumsa. Auðheyrt var að Pinnbogi var að skopast að veik- leika mínum. En ég hristi jafnskjótt úr mér þykkjuna, tók í hönd honum og ræskti mig vel áður en ég stundi upp kveðju. Þó hljómaði röddin eins og ég væri enn í mútum, fertugur maðurinn. — Jæja, sagði Finnbogi, þegar við höfð- um báðir setzt. Hverju á ég þennan sjaldsýnda heiður að þakka að sjá þig hér allt í einu? Þú ætlar víst ekki að fara að stúdera lög á gamals aldri? — Ég kom til að leita ráða, helltist út úr mér svo brátt að ég hrökk í kút. Röddin var líkust urgi í ryðguðu járni. Ég fann hvernig blóðið spratt fram í kinnar mér, og ég varð allt í einu rakur af svita. Ég var hræddastur um að ég mundi þá og þegar væta buxurnar líka. — Já? sagði Finnbogi, og ég sá andlit hans breytast á svipstundu. Þar sem áður hafði verið kumpánlegt bros — svipur gamals kunningja við endurfundi — var nú skyndilega kominn lagaþyrrkingur prófessorsins, staðnaðir varkárnisdrætt- ir manns í opinberu embætti. — Ja, ef ég get gefið þér einhver ráð, þá er það auðvitað ekki nema sjálfsagt. Hvaða vandi er þér á höndum? Ég ræskti mig enn á ný. Það sem ég hafði æft af svo miklu kappi frammi fyrir sneglinum heima, var nú allt rokið út í veður og vind, rétt eins og kosninga- loforð eftir atkvæðatalningu. Ég vissi á augabragði að ég mundi aldrei til fulln- ustu geta skýrt erindi mitt frammi fyrir þessu Embætti, sem sat þarna bak við skrifborðið og virti mig fyrir sér köld- um siónum gegnum kolsvartar umgjarð- ir gleraugnanna. — Ja . . . stamaði ég. — Ja, sko ... — Ég er . . . hm. . . . farinn að hugsa . . . Lengra komst ég ekki. Þegar ég nefndi síðasta orðið, sá ég ekki betur en alvöru- brungnar embættisfellingar á andliti prófessorsins dýpkuðu til muna. Það var bví líkast sem Embættið bólgnaði út fyr- ir augum mér, yrði sífellt stærra og meira hrollvekjandi í dulúðugri alvöru sinni, unz ég sá að hornspangagleraugun, sem samtímis höfðu mjakazt niður á við, sátu nú á nefbroddi sjálfs Ríkisvaldsins. — Jahá, sagði báknið á bak við skrif- borðið. — Það er slæmt... það er nokkuð alvarlegt. Ég vissi ekki að þessi skollans faraldur væri orðinn svona útbreiddur. Hann stóð upp frá skrifborðinu og tók að skrefa um gólfið. — Ég hef auðvitað haft nokkra stúd- enta, sem líka hafa tekið upp á þessum skratta — ekki marga, nota bene, en samt . . . Þeir eru fullir af þvergirðingi og uppreisnaranda — halda að þeir séu þess umkomnir að hugsa sjálfir, þessir hvolpar. Sem betur fer höfum við hing- að til getað.kæft allar svokallaðar hugs- anir í f æðingunni hér í háskólanum, áð- ur en þær hafa smitað út frá sér. Það er segin saga, að það er ruslaralýður, sem þetta reynir — öþjóðlegir allir sam- an og gætu orðið hættulegir . . . hm . . . umhverfi sínu, ef ekki væri tekið í taum- ana. Mér þykir leitt að heyra, gamli vin- ur, að þú skulir vera orðinn svona líka. Það hlýtur að vera alvarlegt fyrst þú hefur orð á því. Við þessi síðustu orð vottaði fyrir brosi á andliti Ríkisvaldsins, en það var mest- megnis hryggðarbros og hæðni þess máttlaus. Og þar með lét báknið fallast niður í stólinn og fitlaði við reglustik- una. — Já, ég veit varla hvað segja skal, gamli vinur, hélt það áfram. — Þú varst aldrei neinum til vandræða. En það er bót í máli, að þú gerir þér sjálfur grein fyrir því, hver hætta er á ferðum, ann- ars hefðirðu varla komið til min að leita ráða. — Þú ert kannski ekki eins hætt stadd- ur og þú heldur, sagði Ríkisvaldið enn, heldur hressari. Ég býst við þú lesir Blað- ið enn? Jahá, og samt getur svona far- ið . . . Prófessorinn var órólegur. Hann stóð upp enn á ný. — Jæja, láttu mig samt athuga málið í nokkra daga. Ég hef ýmis sambönd, bæði í stjómarráðinu og annars staðar. Heyrðu annars, þú vinnur á bæjarskrif- stofunni; heldurðu að það séu fleiri þar, sem farnir eru að hugsa? Nei, hvernig ættir þú að vita það? Nú, en . . . sem sagt . . . láttu mig athuga málið. Þú getur verið viss um að þessi faraldur verður stöðvaður. Ef allt annað bregzt, mun ég nota embættisáhrif mín til þess að lög verði sett gegn þessum fjanda. Það var gott að þú skyldir koma til mín með þetta. Ég ætla að biðja þig að nefna þetta ekki við nokkurn annan mann; það er ekki vert að vekja óþarfa ótta. Og meðan þú heyrir ekki frekar frá mér, þá haltu áfram að lesa Blaðið. Lestu framhaldssöguna. Lestu leiðarana. Lestu þá aftur og aftur. Það er kannski það bezta. Það var gaman að sjá þig aftur, gamli vinur, og þakka þér kærlega fyrir komuna. Áður en dyrnar lokuðust á hæla mér heyrði ég að símtólið á borði Finnboga prófessors var tekið upp og númer valið. Ég stóð utan dyra, örvita af angist og vesaldómi. Þetta hafði farið laglega eða hitt þó heldur. Þarna hafði ég leitað á náðir gamals skólafélaga út af kven- manni, og fyrir sakir aumingjaskapar míns hafði úr því orðið eitt allsherjar þjóðfélagsmein. Eins og sakir stóðu hafði ég ekkert upp á þjóðfélagið að klaga. Ég var bara ásfcfanginn f jörutíu ára ung- lingur. Æ, Sonja, Sonja, kveinaði ég innra með mér um leið og ég stökk í hendingskasti niður í karlasalernið í kjallaranum. Og sem ég stóð þar og létti á mér, daðraði ég við þá hugsun að farga mér — binda enda á betta allt saman. Ég gæti til dæm- is stungið hausnum ofan í salernisskálina og hleypt niður. Það væri ekki nema verðugur endir á þessari sneypuför. En jafnvel áður en ég hafði hugsað hugs- unina til enda, stóðu mér fyrir hugskots- sjónum tryggðarleg augu Sonju, flóandi af tárum. Og bví lengur sem ég sá hana bannie fyrir mér, bví straumþyngra varð táraflóðið, unz ímyndun og veruleiki blönduðust saman í hryglukenndri, sog- andi hringiðu fyrir framan mig. Án bess að vita af hafði ég skolað nið- ur í skálinni. Sé beinagrind skangerðar minnar þol- inmæði, er ekki vafi á að sinarnar eru af þr.iózku gerðar. Ég er fjandanum þrárri. Því var það, að þegar ég hafði jafnað misr nokkurn veginn eftir fundinn með Finnboga prófessor, var ég jafn- ákveðinn og fyrr að reyna til hlítar. Þegar öllu var á botninn hvolft, var Finn- bogi ekki alfa og ómega allrar vizku í kvennamálnm. Ég ákvað að leita næst til séra Skafta. Á skólaárnm okkar hafði Skafti verið einhver skæðasti kvennamaður, sem sög- ur fóru af. og voru fáar bær kvenDersón- ur. er staðizt erátu töfra hans. Þar lagð- ist allt á e'tt. útlit hans. fiör oe fvndni oe stúdeniW framkoma. sem honum tnkst að erera eðlHesra með fráhærum leik- jioofilpikum. Stúlkurnar söeðu að hann liti út eins og suðrænn hálfguð, og ein- hveriir öfundsamir kerminautar höfðu orð á bví síðar. begar Skafti hafði inn- ritazt í giiðfrppðideildina, öllum á óvart, að hann hefði látið stiórnast af Narsiss- iissrkomnlex. En Skafti gerðist flintt ötuli oe allra kennimanna vinsælastur, bótt ekki hlióðnaði að heldur bað orð. sem af honum fór í viðskintum bans við hið fagra kyn. Enda hafði bað verið haft eftir honum góðglöðum. að hann hefði með guðs hiáln komizt yfir eigi svo fáar af safnaðarkonum sínum. f hetta sinn lét ég allar æfinear lönd oe leið. Ée álvkt.aði sem svo. að í sam- 'skintnm við klerkinn væri eins emtt að trevsta á guð og lukkuna. Kærnlevsið gerði mér nokkru rórra, en bó var hað ekki án hiartsláttar. að ég sat um séra Skafta í kirkiunni einn dag, begar hann stiórnaði bar generalprufu á fermineu með börnum sem hann átti að staðfesta í trúnni sunnudaginn næstan á eftir. — ... agaleea sexí. hevrði ég hnáturn- ar DÍskra á milli sín begar bær geneu út úr kirkiunni að æfingu lokinni. Strák- arnir klæmdust. Ég gekk inn í guðshúsið og fann séra Skafta eitthvað að paufast fyrir altar- inu. Jafnskiótt og hann sá mig lyfti hann ásjónu sinni og lét hana lýsa yfir mig. — Ég veit raunar ekki hvort það er ég eða húsbóndinn hér, sem þú vildir finna, sagði hann í gamantón og leit til 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.