Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 17
foringjar sátu á dauflegum samninga- fundum í ágúst 1939, komu Stalín og Hitler gervöllum heimi á óvart með því að birta griðasáttmála Sovétríkjanna og Þýzkalands. Nú var trygging Frakka og Breta á landamærum Póllands lítils virði, ef til styrjaldar drægi. Einræðisherrarnir tveir höfðu orðið ásáttir um að ná mark- miðum sínum á kostnað Póllands. Styrj- öld var óumflýjanleg — nema Bretar og Prakkar fengjust til að undirrita ann- an Miinchenar-sáttmála, einsog Hitler og Mussolini vonuðu fastlega. Hvað sem því leið, var Pólland dauða- dæmt. „Eyðing Póllands er fyrsta mál á dagskrá," sagði Hitler við herforingja sína þessa viku. „Ég skal bera fram góða áróðursátyllu til að hefja stríðið, hvort sem hún verður sennileg eða ekki. Sig- urvegarinn verður ekki að því spurður eftirá, hvort hann hafi sagt satt eða ósatt." Samkvæmt þessu voru nokkrir dæmdir glæpamenn skotnir og færðir í pólska einkennisbúninga; síðan var lík- unum dreift innan þýzku landamæranna í námunda við útvarpsstöð og blaða- mönnum boðið að koma og Ijósmynda þessa „sönnun um árás Pólverja". í kjöl- far lyganna komu svo skriðdrekar og sprengjuflugvélar 1. september 1939. Skeiði hinna blóðlausu sigra var lokið og upp runnið skeið hinna auðunnu hernaðarsigra. Bretar og Frakkar fóru í stríðið, en að þrem vikum liffnum var Vestur-Pólland á valdi Þjóðverja og Austur-Pólland herfang Stalíns. Eftir að „friðartilboðum" Þjóðverja hafði verið hafnað af Vesturveldunum, skelltu naz- istar skuldinni á þau fyrir framhald stríðsins. Vetnrinn eftir var Hitler sýnt „bana- tilræði", sviðsett af Gestapo, begar tíma- sDrencia var látin snringa á fundi naz- ista í bjórkiallara nokkrum, os drarj hún rokkra viðstadda, en Hitler hafði með undursamlegum hætti fundið á sér að hann ætti að fara heim snemma. Trú- giarnir Þjóðver.iar, sem verið höfðu óró- legir begar stríðið skall á, létu sefast af árangri leifturstríðsins i Póllandi. ítrekuðum friðartilboðum Hitlers og nú síðast af „heillastjörnu" foringians. Sú stiarna átti enn eftir að skína hon- um í tvö ár. f árslok 1939 réðust Rússar á Finnland, og sáu bá bæði Bretar og Þjóðveriar hina miklu hernaðarþýðingu Skandínavíu, einkum norsku strandar- innar með f.iörðum sínum og höfnum. Hitler treysti enn heillastjörnunni og hunzaði hollráð gætinna ráðgjafa sem réðu honum frá að leggja útí innrás í Noreg meðan Bretar væru allsráðandi á Norðursjónum. í maí 1940 urðu svo hin miklu umskipti á vesturvígstöðvun- um besrar mótstaða Hollands, Belgíu og Frakklands var brotin á bak aftur á nokkrum vikum. Þar vantaði ekkert á f ullan og endanlegan sigur nema eyðingu brezku og frönsku herjanna við Dun- kirk, og sökuðu býzkir hershöfðingiar síðar Hitler um að hafa gert eitt af sín- um mörgu herfræðilegu glappaskotum þar. En Þjóðverjar voru samt ánægðir með frammistöðu þessa leikmanns í æðsta herstjóraembætti landsins: í júní 1940 gerðist það sem fáir Þjóðverjar höfðu þorað að vona: í rjóðrinu í Com- piégne-skógi, þar sem Foch hershöfð- ingi hafði formlega tekið við uppgjöf þýzka hersins 1918, gáfust Frakkar nú upp fyrir Hitler, og það í sama járn- brautarvagni og 1918. Enn komu friðartilboð frá Þjóðverjum. Stríðið væri hvorteðer unnið, aðstaða Breta vonlaus, og jafnvel „stríðsæsinga- maðurinn Churchill" mundi ekki fara að neyða Þjóðverja til að gereyða Bretland með loftárásum og innrás. Þó Þjóðverj- ar höguðu áróðri sínum þannig, vissu þeir betur. Raeder flotaforingi var mót- fallinn innrás í Bretland, því hún yrði jafnvel enn áhættusamari en innrásin í Noreg. Hann vildi svelta Breta inni með hjálp flughers og kafbátaflota. Gör- ing reyndist hinsvegar erfitt að ná yfir- hendinni í lofthernaði yfir Bretlandi, einsog hann hafði lofað. Ein töfin rak aðra, og Churchill hélt áfram að ögra Þjóðverjum og bjóða þeim byrgin. Eftir því sem lengra leið varð Hitler æ stað- fastari í þeirri ákvörðun, sem hann hafði fyrst tekið í ágúst 1940, að skilja við- Breta hjálparvana á eylandi sínu og snúa vopnum í austurátt til að koma Rússum á kné. Göring og Raeder flotaforingi reyndu að telja Hitler á að losna við Breta a. m. k. úr Miðjarðarhafi og Mið-Austur- löndum, áður en lagt yrði til atlögu við Rússa, en hann skellti skollaeyrunum við slíku tali. Eftir fall Frakklands hafði ýmislegt farið öðruvisi en ætlað var bæði í vestri og þó einkum suðri: Spánverjar neituðu að ráðast á Gíbraltar, Mussolini fór hrakfarir í Norður-Afríku og Grikk- landi, og brezki flotinn var allsráðandi á Miðjarðarhafi. En tækist mesta áhættu- fyrirtæki, sem Hitler hafði lagt útí, árás- in á Rússa, gæti hann hlegið að slíkum smámunum. Nazistar lögðu ekki útí gerzka ævin- týrið óundirbúnir. Auk hinnar tröllauknu hernaðarvélar, sem tók fram öllu er áð- ur hafði þekkzt, var hver flokksdeild og stjórnardeild sálfræðilega og stjórnun- arlega búin undir hina nýju landvinn- inga. Nauðsynlegt væri að þurrka út stóra hluta óvinaherjanna, en reka þá ekki á flótta, sagði Hitler. Tugum millj- óna manna á iðnaðarsvæðunum yrði of- aukið, sagði Göring, og mundu þeir ann- aðhvort flýja til Síberíu eða deyja drottni sínum. Hungursneyð væri óumflýjanleg, en ráðstafanir til að draga úr henni mættu ekki tefja uppbyggingu hins nazíska kerfis; Rússland væri nauðsyn- legt að mergsjúga til að fæða önnur lönd nazista í Evrópu. Himmler og S.S.-sveit- ir hans fengju frjálsar hendur, tilkynnti Hitler herforingjum sínum, til að þurrka út síðustu leifar sovétkerfisins. Komm- únistaforingjar skyldu drepnir. Tækni- deild Himmlers var að kanna ýmsar að- ferðir til skjótra múgmorða á þeim sem voru af „óhreinum kynþáttum". Farand- vagnar og gasklefar voru reyndir. Enn- fremur var könnuð þörfin á þrælum í landbúnaði og verksmiðjum. Hér var gengið til verks af vísindalegri ná- kvæmni. Hitler kunngerir þýska ríkisþinginu að morgni 1. september 1939, aS stríðið sé hafið. Á miðju sumri hófst hin mikla árás, og fyrsta mánuðinn þeystust þýzku herirn- ir áfram hátt í 200 kílómetra á viku. Jafnvel þegar í odda skarst milli Hitlers og herforingjanna, héldu sigurvinning- arnir áfram. Hershöfðingjarnir vildu ein- beita sókninni að Moskvu, en Hitler vildi þríarma sókn til Leníngrad, Moskvu og Stalíngrad — þeirra þriggja borga sem í hans augum voru tákn hins bolsévíska valds. Svo fór að stærsti sigurinn vannst í Úkraínu, þar sem 600.000 Rússar voru handteknir nálægt Kíev í september. En til að umkringja þá hafði reynzt nauð- synlegt að kveðja á vettvang liðsafla frá Moskvu-vígstöðvunum; komið var framí október þegar skriðdrekar nazista náðu til Mozhaísk, um 130 kílómetra frá Moskvu. Aðrir 600.000 Rússar voru hand- teknir í slóð þeirra, og blaðafulltrúi Hitlers tilkynnti að stríðinu í austri væri í rauninni lokið — en hvorki Moskva né Leníngrad féllu, og varalið Rússa virtist vera óþrjótandi. Þegar hundrað nýjar rússneskar herdeildir hófu gagnsókn 6. desember, hlýtur skuggi Napóleons að hafa grúft yfir bækistöðvum Hitlers. Illa búnar og illa haldnar hersveitir Þjóð- verja börðust hraustlega einsog vænta mátti og lögðu ekki á flótta, en eftir þetta hallaði á ógæfuhliðina. Hitler hafði reynzt vera klaufi, áróður hans orðið hlægilegur og áhættuspil hans misheppn- azt, og voru mistök hans enn frekar stað- fest með hinum sögulegu atburðum í Pearl Harbour. Hann lagði útí styrjöld við Bandaríkin einsog ekkert væri sjálf- sagðara. Endaþótt Þjóðverjar héldu 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.