Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 16
Hitler útskýrir þýzka list fyrir ítalska efna- hagsmálaráðherranum, Lantini. myndin um möndulinn Berlín—Róm, sem hnötturinn ætti að snúast um. Mussolini var öðruhverju tekinn með í áróðurs-sirkus nazista og skákaði bæði Göring og Hitler í hermannlegum kveðj- um, skrautlegum klæðaburði og leikara- skap. Árið 1937 var hervæðing Þýzkalands (sem læknað hafði atvinnuleysið í land- inu) komin á það stig, að Hitler gat tek- ið stærri áhættu. Endanlegt markmið hans var þýzkt heimsveldi austurábóg- inn, þar sem nóg yrði olnbogarúm eða Lebensraum, og ætlaði hann að koma því á stofn á árunum 1943—45, þegar vopnavald Þýzkalands yrði í hámarki. En á árunum 1938—39 hafði hann ann- að markmið, sem hann ætlaði að ná með góðu eða illu, semsé grundvöllun Stór- Þýzkalands sem hefði innan sinna vé- banda Þýzkaland, Austurríki og þýzku- mælandi svæði Tékkóslóvakíu og Eystra- saltslandanna. Þýzku hershöfðingjarnir, sem höfðu komið honum til valda, voru nú farnir að fá alvarlega bakþanka — en þeir sjálfstæðustu meðal þeirra voru settir af, og í þeirra stað komu ýmist nazistar einsog Göring (sem var að slig- ast undan orðufarganinu) eða jámenn einsog Keitel og Brauchitsch sem kunnu að meta hátterni foringjans. Þegar von Fritsch hershöfðingi, yfirmaður herráðs- ins, var hafður fyrir rangri sök og sett- ur af snemma árs 1938, reyndu nokkrir hugaðir herforingjar undir forustu Becks hershöfðingja að fá hann til að stjórna samsæri gegn Hitler, en með neitun hans fölnuðu vonirnar um að losna við hann, unz sprengjutilræði Becks og félaga hans fór útum þúfur í júlí 1944. Hitler jós fyr- irlitningu sinni yfir alla „fína herra" og þá sérstaklega hershöfðingja, útnefndi sjálfan sig yfirmann herráðsins, skipaði Göring æðsta forstjóra efnahagsmála og setti von Ribbentrop í embætti utanrík- isráðherra, þennan fyrrverandi kampa- vínssölumann og sendiherra í Bretlandi, sem hafði áunnið sér óvild allra stétta og flokka þar í landi. Þannig voru síð- ustu hömlurnar horfnar og Þýzkaland með Evrópu í eftirdragi á leið útí ófær- una. Hitler kvaddi austurríska kanslarann, Schuschnigg, á sinn fund í Berchtes- gaden, skammaði hann, svívirti og ógnaði honum þartil hann lét undan. Jafnframt skipaði hann herforingjum sínum að láta sem þeir hefðu byrjað hernaðaraðgerðir, en Göring sat við símann og hrópaði skipanir til nazistaforingjans í Vín á klukkutímafresti. Þegar kanslarinn kom aftur heim til Austurríkis og hugðist efna til þjóðaratkvæðis, urðu ógnanirnar ódul- búnar: innrás yrði gerð ef ekki væri gengið að skilmálum nazista. Viðnám var ekki veitt; þeir sem heppnir voru í hópi gyðinga og and-nazista komust úr landi, en 76.000 voru handteknir. Hitler kom aftur heim til föðurlands síns og tár- felldi af stolti og gleði. Meirihluti Aust- urríkismanna (þó ekki 99,75% einsog látið var uppi) fagnaði þessum málalok- um í fyrstunni. Nú voru Tékbar svo að segja umkringd- ir af herveldi Þjóðverja, og Hitler sneri sér að þeim. Þeir höfðu fengið sjálfstæði með Versala-sáttmálanum, en í Tékkó- slóvakíu bjuggu 4.250.000 Þjóðverjar, sem Goebbels notaði nú í lygaáróðri sínum. Hann lýsti grimmd Tékka við þýzkar mæður og ungbörn, sagði frá þýzkum flóttamönnum á vegunum og brenndum þorpum. Brátt var Hitler farinn að æpa á fjöldafundum og í útvarpi um grimmd- aræði Tékka. Þjóðverjum svall reiðin í brjósti, en Evrópa hlustaði dolfallin á þessar ægilegu fréttir. Aldrei fyrr hafði Hitler verið svo sannfærandi og náð þvílíku ógnarvaldi yfir áheyrendum sín- um. Það var einsog milli hans og múgs- ins lægju ósýnilegir þræðir, þannig að hvor magnaði hinn: múgurinn trylltist og Hitler óx ásmegin. Hann hrópaði út- yfir mannfjöldann „Sieg Heil!" og múg- urinn æpti í samradda kór „Sieg Heil! Sieg Heil! Sieg Heil!" En jafnvel þegar svona stóð á, sagði Hitler aldrei meira en hann hafði ætlað sér. Hitler spilaði spilum sínum gætilega í viðureigninni við Tékka. Hann fylgd- ist ánægður með því hvernig stjórnir Bretlands og Prakklands reyndu að telja Tékka á að vera „sanngjamir". Hann var sannfærður um að hvorki Bretar né Frakkar mundu berjast. Hann vissi að Pólverjar mundu ekki leyfa rússneskum her að fara yfir land sitt til aðstoðar Tékkum. Hann vissi að bæði Pólverjar og Ungverjar höfðu landakröfur á hend- ur Tékkum sem hann gæti fært sér í nyt. Tími stríðsins var runninn upp, og hann gaf skipun um að allt yrði til reiðu 30. september. Framkoma hans öll var merkilega lík hegðun Friðriks mikla þeg- ar hann undirbjó svipaða árás á Sílesíu 200 árum fyrr — „Þið verðið að finna átyllurnar; skipanirnar til hersins hafa verið gefnar." Tvisvar flaug Chamberlain til Hitlers til að reyna að koma fyrir hann vitinu, en hann var háll einsog áll og hækkaði verðið frá fyrra fundinum til þess seinna. Loks tókst Mussolini það sem Bretum og Frökkum hafði misheppnazt: hann fékk Hitler til að fallast á þriðja fund í Miinchen í lok september, og þar safnaði Hitler ávöxtum unninnar styrj- aldar ánþess að leggja útí hana. Friði var „bjargað"; Tékkar voru ofurseldir af vinum sínum, allar hinar öflugu víg- girðingar þeirra seldar í hendur Þjóð- verjum og náttúrlegum landamærum eytt. 3.250.000 glaðir Þjóðverjar „sneru heim til Ríkisins". Chamberlain spáði friði, og Hitler sagði við hershöfðingja sína: „Óvinir okkar eru smáormar; ég sá þá í Munchen." Hálfu ári síðar endurtók hann við forseta Tékkóslóvakíu (eftirmann Benes- ar) nauðungartilboðið sem hann hafði gert Schuschnigg kanslara: afhendið okkur landið eða það verður eytt með sprengjum og skothríð. Nazistar fóru inní Prag 15. marz 1939. Hitler réð sér ekki fyrir gleði: hann hljóp inní her- bergið þar sem ritarar hans voru að störfum og hrópaði: „Krakkar, kyssið mig, þetta er mesti dagur ævi minnar. í sögunni verð ég talinn mesti Þjóðverji sem uppi hefur verið." Hann hafði unnið stóra sigra, en keypt þá dýru verði. Aldrei framar gæti hann gert sér vonir um að vinna traust nokk- urs manns. Aldrei framar gæti hann haldið því fram að fyrir honum vekti það eitt að sameina alla Þjóðverja. Aldrei framar mundi neinn Breti leggja eyrun við óskum Þjóðverja um endurheimt ný- lendnanna. Eftir 15. marz var valda- græðgi hans lýðum ljós og það varð til að sameina alla flokka í Bretlandi um að leggja útí styrjöld fremur en taka annarri auðmýkingu. Herskylda var lög- leidd um sumarið, Chamberlain bauð brezka tryggingu gegn væntanlegum ár- ásum Þjóðverja og hóf jafnvel hemað- arviðræður við Rússa. í Bandaríkjunum snerist almenningsálitið einnig mjög gegn Hitler, einkanlega eftir ógeðslega aðför að gyðingum í árslok 1938, skipu- lagða af ríkinu. Hitler hélt uppteknum hætti, ölvaður af sigrum sínum. Næst kom röðin að Póllandi. Pólskur „gangur" (sem lá að hafnarborginni Vistula) hafði skilið Þýzkaland frá Austur-Prússlandi á strönd Eystrasalts síðan 1919, og á þessari strönd lágu einnig þýzku borgirnar Danzig og Memel, sem nú tilheyrðu Póllandi og Litháen. En gömlu brögðin voru orðin áhrifalaus. Eftir því sem eitraður áróð- urinn gegn Póllandi magnaðist sumarið 1939 og hinn voldugi þýzki her beið reiðu- búinn til árásar, gerðu menn sér æ ljós- ara að tími væri kominn til að spyrna við fæti. Hefði lánazt að koma á bandalagi milli Rússa og Vesturveldanna, kynni allt að hafa farið vel. En Hitler átti eft- ir að sýna snjallasta töfrabragð sitt. Með- an brezkir, franskir og rússneskir her- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.