Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 35
hverrar háskólagreinar er að langmestu leyti komin undir notkun prentaðra gagna. Eitt mikilvægasta og oft örðugasta verkefnið við stofnun nýs há- skóla er því uppbygging not- hæfs bókasafns, og óráðlegt þykir víðast hvar að fara af stað með kennslu í nýrri há- skólagrein, nema áður hafi verið tryggður viðunandi bóka- kostur í greininni, — og ekki aðeins það, heldur skapaðir þeir möguleikar til þjónustu, sem tryggt geti fuil not af bókakostinum. Að því er okkur varðar, þá er staðreyndin sú, að bókasafn Háskóla íslands er ekki há- skólabókasafn, eftir þeim kröf- um, sem gerðar eru til slíkrar stofnunar erlendis. Þetta er staðreynd, sem ýmsum er ljós, sem betur fer, og alloft hefur verið minnt á. Það er líka margyfirlýst, að Hbs. er veik- asti hlekkurinn í allri starf- semi Háskólans. Heita má, að lýsing á neyð þess hafi verið árviss kafli í rektorsræðum á háskólahátíð mörg undanfarin ár. Svipað hefur verið haft uppi við önnur tækifæri, þegar málefni Háskólans hafa verið til umræðu. Minnist ég t. d. fundar, sem stúdentar geng- ust fyrir 9. nóv. 1965, þar sem fengnir voru til framsögu fjór- ir alþingismenn, einn frá hverjum flokki, með mennta- málaráðherra i broddi fylk- ingar. Kom á þeim fundi marg- sinnis fram, án þess að nokk- ur mælti mót, að eitt allra brýnasta verkefni Háskólans væri efling bókasafnsins. Og í vetur hefur verið samtalsþátt- ur við háskólakennara í út- varpi annan hvern sunnudag. Hið sama hefur verið uppi á teningnum þar: flestir hafa látið alvöruorð falla um ásig- komulag bókasafnsins. En árangur af öllum þessum kvörtunum hefur orðið rauna- lega lítill. Gildi þeirra er helzt fólgið í því, að þær lýsa góð- um vilja stjórnenda Háskól- ans og margra annarra, og er það vissulega mikilsvert. En þá þarf að skýra fyrir sér, hvers vegna árangur er svo lítill. Min skoðun er sú, að lýsingar á þrengingum safns- ins hafi verið of almennar. Rekstur bókasafns er, eins og áður segir, allflókið safnfræði- legt viðfangsefni, og ekki er á færi annarra en bókavarða og sérfróðra manna eða reyndra við bókasafnsstörf að leggja á ráðin um starfrækslu þeirra. En þá þurfa slíkir menn að vera til og hafa tíma til að sinna þessu mikilsverða og yf- irgripsmikla verkefni. Kemur þar að skoplegustu hliðinni á bókasafnsrekstri Háskólans, en eins og kunnugt er, hefur eini fastráðni starfsmaður safns- ins allt frá stofnun þess árið 1940 til vors 1964 verið háskóla- bókavörðurinn sjálfur. Síðan hafa bókaverðir verið tveir og að auki einn ritari nú síðasta árið. Þessi starfsmannafæð er sífellt undrunarefni þeim starfsbræðrum okkar erlend- is, sem til hennar spyrja, enda áreiðanlega einstæð í veröld- inni. Þetta fámenna lið er jafnan önnum kafið við dag- legan eril, þ. á m. sendiferð- ir fyrir safnið út um borg og bý, og gefst því lítill timi til hinna mikilsverðari safnfræði- legu verkefna. Þá hygg ég, að gengisleysi safnsins megi að nokkru leyti skýra með hliðsjón af því em- bættismannakerfi, sem stjórn- un og beiðnir safnsins eru háð- ar. Háskólabókavörður stjórnar daglegum rekstri safnsins, eins og sjálfsagt er. Til ráðagerða um hin stærri mál er svo bóka- safnsnefnd, skipuð einum prófessor úr hverri deild, og sitja bókaverðir fundi hennar sem ráðgefandi aðiljar. Ætti starf þessarar nefndar að geta verið hið gagnlegasta, en lengst af hefur hún látið næsta lítið að sér kveða. Þó hefur nú á allra seinustu árum verið viðleitni til að gera hana virk- ari, og er það vel. En bóka- safnsnefnd er þó aðeins ráð- gefandi aðili fyrir háskólaráð, sem einnig er skipað einum prófessor frá hverri deild, auk háskólarektors, sem er forseti ráðsins. Háskólaráð er, eins og kunnugt er, æðsti stjórnunar- aðili Háskólans, það tekur lokaákvarðanir um þau mál, sem það hefur vald til, en af- greiðir önnur til menntamála- ráðuneytis sem tillögur Háskól- ans, þ. á m. öll meiri háttar mál, sem Hbs. varða. Nú er það flest ár svo, að stjórnar- völd sjá sér ekki fært að sinna öllum beiðnum Háskólans, og eru þó þarfir hans vitaskuld miklu meiri en háskólaráð hef- ur talið þýða að bera fram sem kröfur ár hvert. Hlutverk þess hefur því orðið að velja úr þau mál, sem gera skuli kröfu um hverju sinni, rök- styðja þau og afgreiða. Þessi „valvinna" hefur orðið Hbs. óhagstæð. Ástæðan er að nokkru leyti sú, að háskóla- ráðsmenn bera af skiljanleg- um ástæðum fyrst og fremst hagsmuni sinnar háskóladeild- ar fyrir brjósti. Þeir eru gerðir út af deildunum til að koma fram ýmsum brýnum hags- munamálum þeirra, svo sem breytingu á námstilhögun, fjölgun kennara, bættum tækjakosti, auknu húsnæði o. s. frv. Hbs. er hins vegar grund- vallarstofnun, sem á að þjóna öllum deildum eftir beztu getu, en sú stofnun á engan full- trúa í háskólaráði til að rök- styðja og skýra mál, er það varðar. Og raunar varða flest- ar meiri háttar ákvarðanir bókasafnið meira og minna. Ætti aldrei að breyta námstil- högun, fjölga kennurum, taka upp kennslu í nýjum greinum og ráðast í byggingu kennslu- og rannsóknarstofnana nema jafnframt sé tekið tillit til, hvernig bókasafn stofnunar- innar sé við breytingunum búið, og því sé gert kleift að haga þjónustu sinni svo, að svari hinum breyttu aðstæð- um. Ég tel, að fyrir þessu væri betur séð, ef yfirbókavörður ætti rétt til setu í háskóla- ráði, enda tíðkast það víða við erlenda háskóla (þó í sumum tilvikum án atkvæðisréttar, að ég hygg). Vil ég þessu til árétt- ingar tilfæra í þýðingu stutta klausu úr nýrri og ýtarlegri álitsgerð brezkrar nefndar um háskólabókasöfn. Þar segir: Háskólabókasafnið i Reading, Englandi, byggt í byrfun þessa áratugs. Það rúmar um 500 þúsund bindi, og hefur sœti fyrir um 700 lesendur. Þegar safnið var opnaö, voru í háskólanum um 2000 stúdentar og binda- fjöldi safnsins rúml. 200 þúsund. Nú er fjöldi stúdenta kominn á fjórða þúsundið og bindafjöldi nálœgt 300 þúsundum. Sjálfbeini er að nœr öllum bókakosti safnsins. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.