Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 10
Landsbókasafn Islands á 150 ára afmæli á þessu ári og jafnframt eru liðin 60 ár síðan lokið var byggingu hins tilkomumikla Safnahúss við Hverfisgötu. Má því segja að tvöfalt tilefni sé til að taka nú til rækilegrar umræðu íslenzk bókasöfn, hlutverk þeirra og brýn vandamál. Einsog lesendur sjá, greinist efnið í tvo meginþætti: annarsvegar almenningsbókasöfn, þarmeð talin skóla- og sjúkrahúsabókasöfn, og fjalla fjórar fyrstu grein- arnar um þann þátt, enda er hann undirstaða allrar vísindastarfsemi og fræðiiðkana í landinu. Það er til vitnis um stórhug og framsýni aldamótakynslóðarinnar, að eitt hennar fyrsta verk að fenginni innlendri stiórn var að reisa sameigin- legum bókakosti landsmanna veglega stórbyggingu, og ber hún enn af flestum öðrum húsum Islendinga að stílfegurð og glæsileik. í þeirri framkvæmd birtist raunhæft mat á gildi bóklegra fræða fyrir unga og framsækna þjóð, enda má seqia að tilvera íslenzku þjóðarinnar hafi í ríkara mæli en flestra þióða annarra verið bundin bókum. Hitt virðist mörgum yfirsjást, að framtíð bióðarinnar veltur ekki síður á bókarmennt, því hún verður í æ stærri stíl grundvöllur að skilyrði mennta, menningar og góðra lífskjara á öld hraðfleygra vísinda- og tækniframfara. Hafi það verið réttmæli fyrr á tíð að „blindur er bóklaus maður", þá á það enn frekar við nú á tímum. Af þessum sökum meðal annars hlýtur það að vera hugsandi íslend- ingum vaxandi áhyggiuefni hvernig nú er búið að íslenzkum bókasöfn- um. Eftir rúmlega aldarfjórðungs efnahagslega uppgangstíma hefur þjóðin búið þannig að helztu bókasöfnum sínum að jafna má við með- ferð hreppsómaga og niðursetninga á liðnum öldum. Eftir stofnun Há- skólabókasafns 1940 veitti Alþingi því ekki grænan eyri til bókakaupa f rúma tvo áratugi framtil 1961, og mun engin hliðstæða slíkrar ráða- breytni vera finnanleg. Landsbókasafn hefur einnig búið við ákaflega þröngan kost, og jaðrar bókaval þess I ýmsum veigamiklum greinum við þjóðarhneyksli, en þar kemur vísast einnig til algert handahóf þeirra sem bókakaupum réðu. Menntamálaráðherra upplýsir hér á eftir að opin- berar stofnanir verji samanlagt til bókakaupa 8 milljónum króna, sem er álitleg fjárhæð, en af þessu fé koma einungis 2 milliónir í hlut tveggja helztu bókasafna landsins, Landsbókasafns og Háskólabóka- safns. Er ekki eitthvað bogið við þetta hlutfall? Nú er það mála sannast og kemur væntanlega betur á daginn þegar þessi mál verða könnuð til einhverrar hlítar, að við erum í rauninni að kasta krónunni og spara eyrinn með því að búa svo að bókasöfnunum sem raun ber vitni. Óhagkvæm aðstaða til að nýta þann bókakost, sem þó er fyrir hendi, leiðir af sér geipilega tímasóun sem kostar þióðina offjár. Sú lömun og þær tafir á námi og rannsóknum sem af þessu ástandi leiðir eru bein fjársóun. Kaup á mörgum eintökum dýrra vís- indarita og ritsafna, vegna skorts á samræmdum aðgerðum, felur í sér óþörf fjárútlát. Kostnaður við tvö sjálfstæð söfn, sem ættu að vera á einum stað og lúta einni stiórn, er umfram skynsamlega nauðsyn. Og þannig mætti lengi telia. Meðfylgiandi greinar ættu að leiða í Ijós, svo ekki verði um deilt, að þörfin á myndarlegri þjóðarbókhlöðu er brýn, og við megum ekki sætta okkur við neitt minna en að hún verði risin af grunni á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar. Annað er ekki sæmandi þjóð sem þakkar tilverurétt sinn bókmenntum og bókhneigð. Lesendur Samvinnunnar hafa ekki allir verið ánægðir með þær breyt- ingar sem urðu á efni og útliti ritsins í fyrra, og hafa ýmsar kvartanir komið fram í lesendabréfum. Eitt slíkt bréf birtist í þessu hefti, og annað ennþá róttækara frá Katli Indriðasyni á Fjalli í síðasta hefti. Vil ég nú gera tilraun til að svara þessum bréfum stuttlega. Það er í fyrsta lagi rangt, að Samvinnan sé ekki lengur málgagn samvinnumanna eða sé hætt að fjalla um samvinnumál, einsog báðir bréfritarar halda fram. Má í því sambandi benda á grein eftir Erlend Einarsson i síðasta hefti og aðra eftir Guðjón B. Ólafsson framkvæmda- stjóra skrifstofu Sambandsins í Lundúnum, grein eftir Guðmund Sveins- son í bessu hefti og tvær greinar um sjávarútveg í síðasta hefti liðins árs eftir starfsmenn Sambandsins. Enn má bæta því við, að meginefni næsta heftis verður helgað íslenzkum samvinnumálum. Það er líka mis- skilningur, að Samvinnan sé ,,eina íslenzka fræðsluritið um samvinnu- mál", einsog segir í bréfinu hér að framan. Ég ber einnig ábyrgð á sér- stöku mánaðarriti, Hlyni, þar sem nær eingöngu er fjallað um sam- vinnumál, bæði innlend og erlend, fluttar fréttir og birtar greinar um nýjungar sem efst eru á baugi og vandamál sem steðja að heima og erlendis. Þegar Samvinnunni var breytt, var jafnframt gerð veruleg breyting á Hlyni, þannig að því fer fiarri að dregið hafi úr fræðslu- og upplýsingastarfsemi um samvinnumál. Þeir sem halda slíku fram gera sig bera að furðulegri fáfræði. Á hitt er svo einnig að líta, að tímarit sem einungis er lesið af sannfærðum samvinnumönnum verður harla léttvægt vopn í baráttunni við andstæð öfl, einfaldlega vegna þess að það nær ekki til þeirra, og þá sannfærðu þarf væntanlega ekki að sannfæra. Efni Samvinnunnar var meðal annars aukið og rýmkað til að afla fleiri og margbreytilegri lesenda, og hefur sú viðleitni borið góðan árangur, en það var ekki síður gert í þeirri trú að samvinnuhuqsjónin væri ekki einungis bundin þröngum viðskiptahagsmunum, heldur fælist hún í alhliða mótun þjóð- félagsins, þareð „óvinurinn" væri ekki tiltekinn hópur keppinauta á viðskiptasviðinu, heldur allt sem væri spillt og óheilbrigt í þjóðlífi og þjóðfélagi. Samvinnustefnan hlýtur eðli sínu samkvæmt að eiga gróður- vænlegastan jarðveg í sem heilbrigðustu og réttlátustu þjóðfélagi, og að slíku þjóðfélagi verður bezt stuðlað með opinskáum og friálshuga um- ræðum um sem flesta þætti þess. Þetta hygg ég hafi vakað fyrir þeim brautryðjendum samvinnuhugsjónarinnar í lok síðustu aldar sem m. a. beittu sér fyrir alhliða fræðslu- og menningarviðleitni f landinu. Ketill Indriðason kvartar undan bví að Samvinnan sé ekki lengur skrifuð fyrir bændur og sveitafólk. Ég hef iafnan litið svo á, að sveita- fólk væri einn traustasti þáttur þeirrar menningar sem í þessu landi hefur þróazt, og mér hafði satt að segja aldrei komið til hugar, að bændur væru sérstakur þjóðflokkur, aðgreindur frá öðrum tslendingum, sem ekki hefði áhuga á almennum þióðþrifum og menningarmálum. Ég neita að trúa því, fyrr en Ketill færir fyrir því óvggiandi rök, að íslenzkt sveitafólk standi á öðru menningarstigi en fslendingar yfirleitt og sé ekki viðræðuhæft um landsins gagn og nauðsynjar, bæði andlegar og efnalegar. s-a-m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.