Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 48
ELLEFU SPURNINGAR TIL MENNTAMÁLARÁÐHERRA OG SVÖR HANS Spurning: Stundum heyrist þeirri skoð- un hreyft, að bókasöfn gjaldi þess, að þau eru hljóðlátar stofnanir, og aðhlynning að þeim þyki því ekki nægilega vænleg til öflunar fylgis meðal kjósenda. Hvert er álit yðar á þessu? Svar: Sem betur fer er því ekki svo farið, að það ráði alltaf úrslitum á Alþingi, hvað vænlegt er til öflunar fylgis meðal kjós- enda. Þótt bókasöfn séu sannarlega hljóð- látar stofnanir — og eigi að vera það — er ekki heldur þar með sagt, að aðhlynn- ing að þeim sé ekki vænleg til öflunar fylgis meðal kjósenda. Ég held þvert á móti, að kjósendur almennt kunni vel að meta það, að vel sé gert við bókasöfn. Áhugi íslenzks almennings á hvers kyns fræðum og þá sérstaklega íslenzkum fræð- um er mjög mikill. Ég hef t. d. orðið þess var, að bygging Árnagarðs nýtur mikillar hylli almennings. Ríkið stendur straum af byggingarkostnaði þess hluta hússins, sem ætlaður er Handritastofnuninni. Hann er áætlaður að munu kosta 15 milljónir króna. Engar deilur urðu um fjárveitingu til þessara framkvæmda, og þær hafa verið veittar viðstöðulaust eftir því sem þörf hefur verið á, og mun þetta stórhýsi rísa af grunni á óvenju skömmum tíma. Spurning: Árið 1957 var gerð þingsálykt- un um að sameina stóru söfnin, Lands- bókasafn og Háskólabókasafn. Hafa komið fram rök gegn þeirri lausn eða má líta svo á, að með fjárveitingu til bókhlöðubygg- ingar nú hafi verið tekin bindandi ákvörð- un um sameiningu? Svar: Alþingi hefur markað þá stefnu, að sameina skuli bókasöfnin, og álít ég þá stefnu vera rétta. í Háskólanum sjálfum tel ég aðeins eiga að vera handbókasafn til afnota fyrir kennara og stúdenta. Hins- vegar er augljóst, að ekki er unnt að framkvæma sameininguna fyrr en reist hefur verið hús, er rúmað geti bæði söfnin. Það er ekki fyrr en á þessu þingi, að sam- staða hefur náðst um fjárveitingu til þess að byggja bókasafnshús. í fjárlögum fyrir yfirstandandi ár voru veittar 1,5 milljónir króna í byggingarsjóð bókasafnshúss, en vegna sparnaðar í ríkisútgjöldum var framlagið til byggingarsjóðs lækkað í 0.5 milljónir. Hins vegar hefur sú hugmynd komið fram, að tilhlýðilegt væri að minn- ast 1100 ára afmælis íslandsbyggðar með því að reisa veglega bókhlöðu yfir bæði söfnin. Álít ég það vera langbeztu hug- myndina, sem komið hefur fram í sam- bandi við 1100 ára afmælið. Á næstunni mun á það reyna, hversu mikið fylgi hún á. Ég vona, að hún muni reynast eiga mikið fylgi og verði sigursæl. Spurning: Hvenær má búast við, að haf- inn verði undirbúningur að byggingu bókasafnshúss, og í hverju mun hann vera fólginn fyrst í stað? Svar: Ef hugmyndin um byggingu þjóð- arbókhlöðu í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar yrði sigursæl, mundi vænt- anlega mjög fljótlega verða hafizt handa um undirbúning byggingarinnar. Ef svo yrði ekki, mundi það eflaust dragast nokk- uð á langinn, meðan væri verið að safna fé í byggingarsjóðinn. En fyrsta sporið er að tryggja væntanlegu bókasafnshúsi lóð í höfuðstaðnum. Menntamálaráðuneytið hefur haft samband við borgaryfirvöld um það mál og hefur hugmyndin verið sú, að byggingunni verði ætluð lóð á svæðinu sunnan íþróttavallarins í Reykjavík við Melaveg, næst vestan við Háskólahverfið. Borgaryfirvöld hafa ekki enn tekið endan- lega ákvörðun, en ég vona fastlega, að það verði gert alveg á næstunni. Síðan þarf að framkvæma vandlegar fræðilegar athuganir varðandi gerð bókasafnshúss- ins. Bygging bókasafna lýtur allt öðrum lögmálum en allar aðrar byggingar, og hafa orðið miklar framfarir á síðari árum í gerð og skipulagi slíkra húsa. Allt slíkt þyrftu aðilar að kynna sér vandlega áður en hafizt væri handa um teikningar. Spurning: Vitað er, að í Landsbókasafni er mikið handritasafn, en hins vegar er nú ætlunin að handrit úr Árnasafni verði nú flutt í Árnagarð. Hefði ekki verið skynsam- legt að ætla báðum þessum söfnum einn samastað? Svar: Landsbókasafn leggur mikla áherzlu á að halda sínu handritasafni, þótt íslenzku handritin í Árnasafni verði flutt í vörzlu Handritastofnunar fslands. Rannsóknaraðstaða á Landsbókasafni er nú mjög góð. Af þeim ástæðum er ekki þörf á að flytja þau í nýtt húsnæði. Á sínum tíma er rétt að athuga, hvaða skipu- lag gerir vísindamönnum hægast að vinna að rannsóknum allra handritanna. Spurning: Þér sögðuð í fyrirspurnar- tíma á Alþingi, að í báðum hlutum Árna- garðs, þeim sem Handritastofnunin fær til umráða, og þeim sem Háskólinn reisir, yrðu mjög vönduð bókasöfn. Hvaða söfn verða flutt þangað, eða á a‘5 koma þar upp nýjum söfnum? Svar: Sá hluti Árnagarðs, sem ekki verður notaður í þágu Handritastofnunar- innar, verður helgaður kennslu og rann- sóknum i islenzkum fræðum. Ég geri ráð fyrir, að þar verði komið fyrir þeim hluta Háskólabókasafns, sem kennarar og stúd- entar í íslenzkum fræðum helzt þyrftu að nota í byggingunni. Handritastofnunin mun og að sjálfsögðu koma sér upp sér- bókasafni í þágu þeirra fræða, sem þar verða stunduð. Spurning: Á undanförnum árum hefur verið lagt mikið fé í að koma upp bóka- söfnum á Bessastöðum, í Skálholti, við Kennaraskólann, Seðlabankann og víðar. Teljið þér verjandi að kosta þetta af opin- beru fé, meðan veigamestu bókasöfn þjóð- arinnar búa við jafn kröpp kjör og raun ber vitnl? Svar: Engu bókasafni hefur verið kom- ið upp á Bessastöðum fyrir opinbert fé. Þar er einkasafn forseta íslands. Hinsveg- ar hefur ríkið byggt þar bókhlöðu. Bóka- safnið í Skálholti var keypt fyrir sam- skotafé, og bókasafn Kennaraskólans er gjöf Þorsteins M. Jónssonar bóksala, sem ríkið hefur samið um að taka við gegn greiðslu helmings matsverðs. Bókasafn Seðlabankans er mjög merkilegt sérsafn, sem Seðlabankinn og Landsbankinn hafa komið á fót og kostað algjörlega. Spurning: Er vitað, hversu miklu fé op- inberar stofnanir verja samanlagt til bókakaupa? Svar: 8 milljónum króna, og geri ég ráð fyrir, að það sé hærri upphæð en margir hafa búizt við. Spurning: í grein hér í Samvinnunni er vakin sú hugmynd að fela Landsbóka- verði hluverk Ríkisbókavarðar, er hefði umsjón allra sérfræðibókasafna sem kost- uð eru af ríkisfé, líkt og vera mun í Dan- mörku og víðar. Hvað viljið þér segja um þá hugmynd? Svar: Þegar Landsbókasafn og Háskóla- bókasafn hafa verið sameinuð, verður þar saman kominn meginhlutinn af sérfræði- bókasöfnum íslendinga. Samt eru veiga- mikil sérsöfn í eigu einstakra stofnana, og er það rétt, að þar þarf betra samræmi í kaupum og notkunarmöguleikum en nú á sér stað. Væntanleg skráningarmiðstöð mundi leysa nokkurn hluta vandans, en skipulagningarmálin í þessu sambandi þurfa nánari athugunar við. Spurning: Háskólarektor gat þess í há- skólaspjalli í útvarpinu í vetur, að við brezka háskóla væri áskilið, að þeir gætu lagt til lestrarrými fyrir þriðjung stúdenta, en af þjóðfélagsástæðum væri hérlendis þó enn brýnni þörf fyrir þetta. Nú eru stúdentar við Háskóla íslands um 1330 að sögn rektors, og þyrfti eftir því 450 sæti í stað þeirra 150, sem hann taldi nú vera. Hvernig verður bætt úr þessu? Svar: í fyrsta lagi er það ekki rétt, að tala nemandi stúdenta við Háskóla íslands sé 1330. Þetta er tala skráðra stúdenta. Ég veit ekki með vissu, hver er tala raunveru- lega nemandi stúdenta. Á því verður gerð könnun innan tíðar, Ég efast um, að hún sé meira en 2/3 hlutar þessarar tölu. Ef allt er talið, munu stúdentar eiga Völ á um 200 sætum til lestrar. Er þá ekki mjög fjarri því, að þvi marki sé náð, sem talið er æskilegt við brezka háskóla, og er það þó talið markmið þar í landi, sem ekki hefur tekizt að ná. Spurning: Þér töluðuð um það á Alþingi í vetur, að í ráði væri að útvega Háskóla- safni og Landsbókasafni geymsluhúsnæði utan safnanna. Er hugsanlegt, að þannig fengist aukið lestrarsals- og þjónusturými í söfnunum? Svar: Nú í dag tel ég það brýnasta verk- efnið i íslenzkum bókasafnsmálum, að út- vegað sé geymsluhúsnæði fyrir þær bækur, sem nú fylla dýrmætt rúm í söfnunum, en eru mjög sjaldan hreyfðar. Er verið að at- huga skilyrði til útvegunar slíks geymslu- rýmis. Þegar það fæst, mundi að sjálf- sögðu rýmkast tilsvarandi í núverandi bókasafnshúsnæði og starfsaðstaða bóka- varða og bókasafnsgesta batna að sama skapi. Spurning: Það kom fram hjá yður í þingræðu haustið 1965, að fyrirhuguð væri skráningarmiðstöð sérfræðibókasafna, og þér lýstuð þeirri skoðun, að æskilegt væri, að jafnframt væri komið á fót upplýsinga- miðlun, þar sem kostur væri á fljótvirkri ljósritun. Hvað hefur gerzt síðan í því máli? Svar: Menntamálaráðuneytið hefur rætt við forstöðumenn þeirra rikisstofnana, sem hafa sérfræðisöfn, um stofnun slíkrar skráningarmiðstöðvar. Enn hefur hins- vegar ekki fengizt fjárveiting í þessu skyni, og hefur því ekki verið hægt að hefjast handa. Ráðuneytið hefur mikinn áhuga á þessu máli og mun halda því vakandi. Mjög fljótlega eftir að fjárveiting fæst mundi verða hægt að koma slíkri miðstöð á fót vegna þeirrar undirbúningsvinnu, sem þegar hefur verið innt af hendi. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.