Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 50
Ólán mitt er það, að ég hef alltaf ver- ið fjarska feiminn og uppburðalaus. Það hefur verið mér fjötur um fót frá því er ég man fyrst eftir mér. Einkum og sér í lagi hefur þetta verið áberandi í umgengni við kveriþjóðina. Móðir mín segir, að ég hafi meira að segja roðnað í hvert skipti sem hún setti mig á brjóst. í barnaskóla mælti ég aldrei orð frá vörum án þess að á mig væri yrt. Ég skelfdist hljóm minnar eigin raddar. Þó vissi ég venjulega jafnvel öðrum, hvað fram fór, og svaraði oftast nær rétt því sem ég var spurður að, ef ég á annað borð gat stunið því upp fyrir feimni. Ég hafði ekki einu sinni uppburði í mér til að biðjast leyfis að fara fram, þegar mér varð mál. Heldur beið ég og gnúði saman lærum þar til kennslustundin var úti. í menntaskóla var ég ekki miklu skárri. Þar fékk ég orð fyrir kvenhatur, vegna verulegum óþægindum — fyrr en Sonja kom. Sonja var öðruvísi en hinar. Það var hvorki til í henni daður né ertni, en það stafaði frá henni ósegjanlegri hlýju; mér leið vel i návist hennar. Hún bauð mér góðan dag á morgnana og góða nótt á kvöldin, og lét sig engu varða þótt ég anzaði ekki; hún hélt uppteknum hætti fyrir því. Jafnvel þegar ég rýtti eins og svín í von þess að hún léti mig þá af- skiptalausan, brá hún ekki venju, heldur horfði á mig þessum stóru, djúpu, hlýju augum, sem virtust geta falið í sér all- an heiminn og slétt hvern agnúa á yfir- borði hans. Að lokum var það ég, sem gafst upp að rýta. Ég fór meira að segja að taka undir við hana og bjóða henni góða nótt — þegar ekki heyrðu aðrir til. Þá tók hún upp á því að færa mér kaffi án þess að ég bæði hana um. Mér þótti það slæmt hennar vegna, því að ekki gat þess að ég reyndi stundum að dylja feimnina með hryssingi og ókurteisi. Og þótt mér fyndist oft sem stúlkur litu til mín ekki óhýru auga, og ég sæi sjálfan mig stundum í dagdraumum í hlutverki kæruleysislegra kvennabósa, gerði ég mér mætavel ljóst að sú ímyndun var órafjarri öllum veruleika. Ég heyrði það einatt utan að mér að ég mundi aldrei kvænast, og það þurfti ekki mikinn sannf æringarkraft til að f ullvissa mig um að sú skoðun væri rétt. Þannig gekk þetta í f jörutíu ár. Skóla- bræður mínir allir voru auðvitað löngu orðnir lögfræðingar, prestar, læknar og þingmenn, prófessorar og verkfræðingar — að okrurum ógleymdum. Sjálfum hentaði mér ekki annað en einföld skrif- stofustörf, þótt ég væri engu verr gefinn en obbinn af hinum. En mér var illa við að láta á mér bera. Ég gat hvorki hugs- að mér að standa frammi fyrir fólki, né eiga önnur þau skipti við það, að ég þyrfti mikið á talfærunum að halda. Því sat ég löngum hljóður í mínu horni, tók við fyrirmælum og vann eftir þeim sam- vizkusamlega án þess að spyrja neinna spurninga, jafnvel þegar heimska þeirra gekk yfir mig, eða óráðvendni þeirra hneykslaði mig. Stúlkur á skrifstofunni reyndu flest- ar að gefa mér undir fótinn eða stríða mér, að minnsta kosti fyrst eftir að þær hófu vinnu. Venjulega byrjuðu þær á þvi fyrra, en reyndu svo hið síðara. Ég lét sem ég hvorki heyrði þær né sæi, og það gafst mér vel. Innan skamms hættu þær allar að skipta sér nokkuð af mér. Þetta olli mér ekki heldur neinum hjá því farið að hitt fólkið á skrifstof- unni færi að pískra um það og stinga saman nefjum. En hún lét ekkert slíkt á sig fá, og pískrið hjaðnaði brátt niður. Smám saman varð mér ljóst, að ég var orðinn ástfanginn í fyrsta skipti á fjörutíu ára ævi minni. Ég þóttist að vísu skilja, að þetta væri ekki annað en enn eitt form sjálfselsku, eins og flestar mannanna gerðir og kenndir: mér þótti vænt um hana af þvi að hún var mér góð án þess að vera ágeng um of. Samt sem áður fann ég, að tilfinningar mín- ar gagnvart henni gerðust dýpri og margslungnari með hverjum degi sem leið. í fyrstu var ég sannfærður um að þessi órói liði frá innan skamms. Ég vissi sem var, að ég mundi aldrei hafa upp- burði í mér til að yrða á hana að fyrra bragði, hvað þá meira. Bónorð var þús- undir ljósára fjarri; ég var ekki einu sinni viss um að þau tíðkuðust lengur. Og þegar ég hugsaði um allt það fliss og flimt, allar þær augnagotur og ræsk- ingar, kjaftæði og kerlingasögur, að ógleymdum öllum þeim hæðnis- og jafn- vel vorkunnarbrosum, sem slíku mundi óhjákvæmilega fylgja, þá varð mér und- ir eins ljóst, að ekki var um annað að gera en bíða þessa innri ókyrrð af mér. Ég var allur af þolinmæði ger, og Sonja mundi vafalítið finna sér annað andlag fyrir umhyggju sína þegar tímar liðu. Kannski gæti hún orðið sér úti um kött. En annaðhvort var, að hún var af sama efni og ég, eða hún var í meira lagi þrálynd, því að ekki bar á öðru en hún reyndist trú venju sinni. Það liðu vikur og mánuðir, og hún hélt áfram að bjóða mér góðan dag og góða nótt og færa mér kaffi hvenær sem tækifæri bauðst. Þess á milli horfði hún á mig þessum stóru, hlýju hundsaugum, sem ég elsk- aði. Og ef einhver annar naut ástúðar hennar, þá var það utan skrifstofunn- ar og ekki á mínu vitorði. Sjálfum tókst mér ekki heldur að deyða þær tilfinningar, sem hún hafði vakið í brjósti mínu — eða hvar sem það nú annars er, sem slíkar kenndir verða til. Þvert á móti gerðist ástand mitt æ alvarlegra. Ég hugsaði vart um annað en Sonju. Ég drakk hana með kaffinu, sem hún færði mér; ég át hana í alla mata; ég andaði henni að mér í svefni og vöku. Og þessir djúpu sálarspeglar, sem grópaðir voru í andlitið á henni, stóðu mér fyrir sjónum hvert sem ég ráfaði, eins og Glámsaugun Gretti. Það virtist svo sem mitt einasta læknisráð, Hallbeig Hallinuiidsson „ÉG ER FARINN AD HUGSA" þolinmæðin, ætlaði ekki að vinna bug á þeirri heiftugu veiru, sem setzt hafði að í mér, einhvers staðar innanskinns. Ég elskaði þennan andskotans kven- mann, og ást mín yrði mér kvöl að eilífu. — Amen, sagði ég þá við sjálfan mig, og ég hét mér því að finna einhverja leið út úr þessum ógöngum, jafnvel þótt ég yrði hleginn í hel fyrir bragðið. í hjarta mínu vissi ég, að það var ekki nema um eitt að gera: ég hefði helzt viljað kvænast Sonju á stundinni, ef ég hefði getað komið því í kring án þess að opna munninn. Þá minntist ég þess, að nokkrir hinna gömlu skólabræðra minna höfðu á sín- um tíma verið orðlagðir kvennabósar, og sögðu reyndar skæðar tungur að þeir væru það enn, sumir hverjir. Auðvitað mundu þeir hlæja að mér, ef ég kæmi allt í einu til þeirra að leita ráða um kvennamál. Kannski mundu þeir einnig vera þess ófúsir að opinbera mér þær aðferðir að fífla konur, sem haldbeztar höfðu reynzt þeim og ef til vill komu þeim enn að fullum notum. Þó sæju þeir kannski aumur á gömlum skólafélaga, ef ég segði þeim að ég væri farinn að hugsa um að kvænast. Þeir mundu líka hafa skemmtan af þessu, og vera mætti að það yrði þyngra á metunum, þegar öllu yrði á botninn hvolft. Þannig hugsaði ég málið fram og aft- ur dögum saman, og því lengur sem ég velti þessu fyrir mér, því fýsilegra þótti mér að hætta á það. Úr hópi gamalla kvennagulla ákvað ég að leita fyrst til Finnboga prófessors. Hann haf ði verið allnáinn kunningi minn 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.