Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 62

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 62
Meö Kúrdum á nýjan leik ERLENDUR HARALDSSON ÞaS var í september 1964, að ég hélt öðru sinni til Kúrd- istans. Fyrri ferð mín þangað hafði staðið stutt yfir, var ekki annað en spotti á lengri leið, viðkoma sem átti þó ekki eftir að líða mér úr minni. Að kynnast Kúrdum virtist sama og verða vinur þeirra. Eitthvað í fari þessarar þjóðar heillaði mig falslaust. Ég var þar sem heima hjá mér á fyrsta degi. Saga þjóðarinnar og örlög urðu mér því forvitni- legri og nákomnari sem ég kynntist þeim betur. Reyndar fannst mér, að sérhverjum hlyti að renna til rifja sú saga, sem kynntist henni, ekki sízt íslendingi, er hefði í huga eig- in sögu síðustu hundrað ára. Aðstæður þeirra og okkar voru frábrugðnar en þó um margt líkar. Báðar þjóðir voru nær óþekktar á alþjóðavettvangi, báðar höfðu verið einangraðar og taldar einskis megnandi. Sá er aðeins munurinn, að við höfum sigrað í baráttu okkar, en Kúrdar standa enn í hörð- ustu hríðinni og á örlagarík- um tímamótum. Það, sem ég undraðist mest, var þjóðareðlið, þjóðarandinn. Þegar ég kom til Kúrdistans hið fyrra sinn, hafði ég verið á ferð meðal Araba í tvo mánuði og fannst samstundis mér til léttis ég vera kominn í hóp landa minna eða a. m. k. ein- hverrar náskyldrar Evrópu- þjóðar. Slíka tilfinningu hef ég hvergi haft í Austurlöndum nema þarna og ef til vill hjá Afgönum, sem eru náskyldir Kúrdum, indógermanskir eins og þeir og stjórna ríki sínu bezt og af mestu jafnrétti allra þjóða Vestur-Asíu. Haustið 1964 héldu mér eng- in bönd lengur. Þótt pyngjan væri með léttasta móti og að- eins nokkurra vikna leyfi frá skóla til umráða, keypti ég mér lestarmiða frá Múnchen í Þýzkalandi með „Orient Ex- press“. Ferðinni var heitið til Bagdað, vikuferð með aðeins einni næturhvíld í rúmi á hóteli í Istanbúl, þar sem skipt er um lest við Bosporussund. Uppselt var í svefnvögnunum. Kalda stríðið hafði ekki þiðnað meira en svo, að enn var fjöldi svefnvagna gegnum Austur- Evrópu það takmarkaður, að um þetta leyti árs var hver kimi frátekinn með nokkurra vikna fyrirvara. Ekki var þá ástæða til að harma það hlut- skipti, jafnvel þótt bekkirnir hörðnuðu því meir sem lengra leið á ferðina og yrðu sunnar- lega á Tyrklandi að berum, hörðum trébekkjum. Með því að ferðast í setuvögnunum ein- um varð ferðin verulega ódýr- ari og kynni manns af al~ menningi þeirra sex landa, sem leiðin lá um, mun nánari og fróðlegri en ella hefði orðið. Svo var að mínu viti ekki óhollt að stugga frá vestrænum þæg- indum í nokkra daga, og alla- vega var það góður undirbún- ingur undir hina eiginlegu ferð til Kúrdistans, sem hefj- ast skyldi í Bagdað, borg „Þús- und og einnar nætur“. Þegar komið var austur fyr- ir Ankara í Tyrklandi, voru nær allir langferðafarþegar horfnir úr lestinni og hún nær eingöngu notuð af almenningi til ferða milli héraða. Flugsam- göngur hafa rænt þessa sögu- frægu lest, sem um hafa verið skrifaðar margar skáldsögur, öllum ljóma sínum. Sólbrenndar og eyðilegar sléttur Anatólíu hurfu í sand- ryksslóðann, sem lestin þyrl- aði upp, og leiðin lá niður und- ir Alexandrettu-flóann fyrir botni Miðjarðarhafs. Sá flói var lengi bitbein Tyrkja og sýrlenzkra Araba. Þá var hald- ið til austurs með landamær- um þessara landa og lengst- um Tyrklandsmegin. Við tóku berir ásar og lág, ávöl fjöll á jöðrum fjalllendis og sléttu. Tært loft og heiðríkur himinn birtu sjónum manns meiri víð- áttur en molla og mistur gróð- ursælli strandhéraða. Við tóku strj álbyggð sveitahéruð, sem minntu á þær uppsveitir á ís- landi, þar sem berir melar setja svip sinn á landslagið. Einstakir sveitabæir sáust ekki, aðeins þorp, sem reist voru úr ljósbrúnum sólbrenndum leir. Engir ferðamenn sáust lengur, enda komið inn á svæði, sem aðeins varð ferðazt um með þessari lest og lá fjarri leiðum venjulegra ferðamanna. Hin vestrænu jakkaföt hurfu fyrir heimagerðum klæðnaði, ein- földum jakka og skálmaþröng- um buxum, sem urðu því víðari sem ofar gengu á legginn og haldið var að mitti með marg- földum, mislitum linda. Bænda- fólkið, sólbrunnið og með björt augu, sem fyllti að mestu lest- ina, brosti undrandi og við- mótsþýtt við „rús bass“, „góð- an dag“ á kúrdísku. Við vor- um komnir inn í hinn sýr- lenzka hluta Kúrdistans. Sýrlenzkir Kúrdar (200—400 þús.) byggja þessi landamæra- héruð Tyrklands og Sýrlands sem og mestan hluta þeirra landamærahéraða Sýrlands og íraks, sem í byggð eru. Önnur héruð byggja þeir ekki í Sýr- landi utan einn borgarhluta í höfuðborginni, Damaskus. Var sá alla tíð nefndur „kúrdíska hverfið“, þar til róttæk arabísk yfirvöld létu fyrir örfáum ár- um breyta nafninu í „innflytj- endahverfi“ og gáfu öllum göt- um, sem áður báru kúrdísk nöfn, arabísk. Öll kúrdísk sam- tök hafa verið bönnuð um langt árabil, og nú hefur stefna hinna arabísku þjóð- ernissinna gengið enn lengra. Bannað er að eiga kúrdískar bækur. Hafa ýmsir lent í fangelsi fyrir þær sakir, jafn- vel fyrir eintak af Biblíunni. Þar sem barnaskólar eru verð- ur kennsla að fara fram á arabísku, og það er regla að senda aldrei kúrdíska kennara til kúrdísku svæðanna. Þó þótti Kúrdum, sem eru stilltir menn að eðlisfari, taka út yfir allan þjófabálk, þegar ákveðið var á þessu vori að rýma tíu kílómetra belti með öllum landamærum Sýrlands við Tyrkland og írak, þar sem Kúrdar búa. Kúrdar, sem þarna hafa búið frá alda öðli, skyldu fluttir til suðurhluta Sýrlands, en Arabar fluttir inn í staðinn. Áætlað var að ljúka þessum nauðungarflutningum 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.