Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 65

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 65
Bóndi með skolhœrða dóttur sína. tæpa klukkustund ókum við í gegnum fyrsta kúrdíska þorp- ið. Eftir þetta fóru kapparnir að hægja höstuga ferðina, og mér var það merki þess að allar arabískar herstöðvar og hermenn væru að baki okkar. Það var og vel, því að skömmu síðar bilaði annað bifhjólið. Hristingurinn um veglaust landið hafði orðið því um megn. Héldum við tveir áfram unz við komum um hádegisbil að þorpinu Hadjili, sem ég þekkti frá fyrri ferð minni. Fjalllendið var rétt fyrir norð- an okkur. Við Hadjili biðu okkar nokkr- ir „pesh merga“ og fögnuðu okkur vel. Þeir höfðu ekið á móti okkur í nýlegum, ljósblá- um og skínandi Ohevrolet- fólksbíl. Undraðist ég að sjá farartækið og var þá sagt, að gripurinn tilheyrði foringja þeim, Feizal Talabani, sem nú réði yfir þessu landsvæði. Tím- arnir höfðu um sumt breytzt til batnaðar; bíllinn var eitt þeirra mörgu tækja, sem Kúrdar höfðu komizt yfir hjá íraksher. Þegar Feizal Talabani þeysti í bíl sínum um rudda vegi um- dæmisins, sat einn liðsmanna hans með rifilinn í kjöltunni á bakgrind bílsins. Þótti mér þetta broslegt og undraðist hvort setan væri ekki hörð. Sannfærðist ég þá enn einu sinni um það hvílíkir hörku- menn Kúrdar eru. Fyrir tveimur árum var þorp þetta heilt. Nú voru flest hús- anna skemmd eftir loftárásir, og hús landeigandans stór- vaxna og ræðna, sem við Hilmi Sherif þáðum te hjá nóttina forðum, var rústir einar. Alla leiðina norður til Ranja, þang- að sem ferð minni var heitið, blasti við sama sjón, brennd þorp, meira og minna yfirgef- in. Sviðnir og oft niðurbrotnir veggirnir stóðu þaklausir uppi. íbúarnir höfðust enn margir við á víðavangi, þar sem ein- hver skógur var, hellar, gljúf- ur eða klettaskorur. Síðar sama dag náðum við til gils þess við rætur Kuh- Bamu-fjallsins, þar sem Hilmi hafði haft aðalstöðvar sínar. Þar gladdi það mig að sjá að nýju gamalkunn andlit, Hass- an Mohammed, Ismaíl Makk- mut, og þó ekki sízt vin minn glaða og óþreytandi, Abdul Karim, sem kom mér nú sem fyrrum til hjálpar með ensku- kunnáttu sinni. Bjartara var yfir mönnum en fyrir tveimur árum. Arabar höfðu beðið um vopnahlé í annað sinn. „Verði okkur ekki veitt heimastjórn, berjumst við aftur“. Þegar við höfðum þegið nokkra hressingu í skugga tjalds, sem stóð fyrir breiðu gilsmynninu, var ferðinni haldið áfram, í þetta sinn í Landrover-jeppa, gömlum ír- önskum hergrip. Jeppar voru nú til reiðu hvenær sem vegir voru fyrir hendi. Hermennirn- ir voru einnig fleiri og betur skipulagðir, og útbúnaðurinn, þótt einfaldur væri (aðeins léttavopn), var meiri og betri en áður. Allur var hann tek- inn herskildi frá fraksher. Á hverju þýðingarmiklu skarði og við hver stærri vegamót stóðu kúrdískir verðir. Byggt hafði verið upp þéttriðið net, sem tengt var saman með mörg- um radíósendistöðvum. Á öllu var að sjá, að hér voru ekki lengur leikmenn að verki. Skömmu eftir að stríðið hófst, tóku Kúrdar í íraksher í vax- andi mæli að ganga í lið þeirra, sem veittu Aröbum viðnám. Nú voru 70% hermannanna og 90% liðsforingjanna Kúrdar úr her íraks eða lögreglu. Yf- irráðasvæði þeirra náði lengra til suðurs en áður eða nálega alveg suður að Khanekin og alls yfir tvo þriðju þess svæð- is, sem Kúrdar í írak byggja. Þar bjó um ein milljón manna, en álíka fjöldi bjó á svæði því, sem var á valdi stjórnarhers- ins, m. a. i bæjunum Kirkuk, Erbil, Sulaímaní o. fl. Annað- hvort gátu Kúrdar ekki lagt þá undir sig eða kærðu sig ekki um það, þar sem borgirnar yrðu þá lagðar í rúst, því að þung vopn áttu þeir ekki til að geta varið þær gegn loft- árásum og skriðdrekum. Þetta var fyrsta sumarið án stríðs síðan 1961. Hvarvetna var unnið þrotlaust að því að byggja upp brotin hús og brennd. Bændur gátu gengið óhultir út á akrana að degi til. Unnið var kappsamlega að uppskerunni og hún strax send til bæjanna og seld. Eng- inn vissi hve lengi friður myndi haldast. Skömmu fyrir sólarlag yfir- gáfum við jeppann í Hóren, brenndu og yfirgefnu þorpi við jaðar Kuh-Bamu-fjallsins, og gengum drjúgan spöl inn eft- ir mjóu djúpu gljúfri, unz við komum í myrkri til Surtuk, þröngs skógivaxins dalverpis með há fjöll á alla vegu. Þarna var dvalarstaður nokkurra tylfta hermanna og sendistöð. Enskukunnátta þessara félaga minna var mjög takmörkuð og viðræður heldur erfiðar. Því betra tóm gafst til að virða þá fyrir sér, finna andvarann frá sálum þeirra, ef svo mætti að orði komast, greina fas þeirra og þjóðareðli, finna þjóðarand- ann, sem var sterkur, tær og vökull — og laus við margt það, sem einkenndi nágranna- þjóðirnar og mér þótti hvim- leitt. Hver alfræðiorðabókin virð- ist éta það upp eftir annarri að Kúrdar séu herskáir menn. Mér fannst hins vegar alla tíð þeir vera sérlega stilltir menn og agaðir og bera mikla virð- ingu fyrir helgi einstaklings- ins, meiri en venja er í þessu horni heims. Háreysti, æsinga- fullt tal og ýkjur eru þeim fjarri skapi, og nágranna sinn umgangast þeir af eðlislægri kurteisi og virðingu, en þó ævinlega sem jafningja, hvort sem hár eða lágur á í hlut. Hver er nefndur með skírn- arnafni og engir titlar notað- ir nema þá „kak“, eldri bróð- ir, ef mikið liggur við. Lýðræð- ið í hernum gekk það langt, að væri meirihluti hermannanna ekki sannfærður um nytsemi einhverrar árásar, þá var hætt við hana. Samt var aginn inn- an hersins mjög til fyrirmynd- ar, þannig að William Carter, sem heimsótti Kúrdistan fyrir 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.