Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 63
á þremur árum. Borið var við, að tryggja þyrfti landamærin og koma í veg fyrir meintan stuðning sýrlenzkra Kúrda við bræður þeirra í írak, sem átt hafa í uppreisn gegn íraks- stjórn síðan 1961, þegar Kúrd- um þótti gerræði Araba ganga fram úr öllu þolanlegu hófi. Byrjað var á nauðungarflutn- ingunum í Sýrlandi rétt áður en sexdagastríðið við ísrael hófst. Kom til mótspyrnu af hendi bænda og allmargir menn særðust. Var herlið sent á vettvang, en þá brauzt stríð- ið út við ísrael og herinn fékk annan starfa en að berja á kúrdísku bændafólki. í Damaskus ríkir herfor- ingjastjórn Baþistaflokksins svonefnda, sem nefnir sig sósíalískan, en einkennist fyrst og fremst af ofstækisfullri Vinur minn og túlkur, Abdul Karim. arabískri þjóðernisstefnu. Það sem Frakkar byggðu upp af menningarlegu frelsi og þing- ræði, meðan stóð á umboðs- stjórn þeirra í nafni Þjóða- bandalagsins milli heimsstyrj- aldanna, hafa arabískir stjórn- málamenn — nú allir herfor- ingjar — verið að rífa niður undanfarin ár og áratugi. Á dögum Frakka kom út slangur af ritum og blöðum á kúrdísku. Nú hefur ekki sézt prentað mál á þeirri tungu á annan áratug. í þessum sveitahéruðum er lífsviðhorf almennings, sem tíðast er ólæs og óskrifandi, annað og þolinmóðara en við eigum að venjast. Lífið líður á aldagamlan hátt við kvik- fjárrækt og akuryrkju, og kynni af hinum nýja heimi og nýja tíma hafa enn ekki haldið innreið sína nema í mynd einstakra útvarpstækja og barnaskóla, þar sem bezt læt- ur. En einmitt hér er það sem átökin hefjast. Framandi skatt- heimtumaður er í Vestur-Asíu gömul plága, sem umborin hefur verið með þolinmæði allt frá fyrstu dögum Biblíunn- ar. En að verða þvingaður til að læra framandi tungu og fá ekki að nota sína eigin, það fyllir jafnvel friðsælasta bændafólk andúð. Framandi kenningar úr vestri og austri, og jafnvel frá herraþjóðinni sjálfri, um réttlæti og frelsi einstaklinga og þjóða vekja eðlilegar kröfur til einföldustu mannréttinda. Eftir því sem menntun eykst og þróttur þjóðarstofnsins er meiri harðn- ar mótspyrnan. Gerræðisfull- ir herforingjar, sem öll völd hafa í hendi sér og tíðast eru útblásnir af óræktuðum þjóð- ernismetnaði, koma síðan harmleik af stað, sem telst inn- anríkismál og engin alþjóða- samtök fást til að skipta sér af. Lengi áttu Armeníumenn og Gyðingar erfitt uppdráttar í þessum hluta heims og voru grimmilega ofsóttir. Gyðingar hafa nú komið á fót eigin ríki og Armeníumenn mynda eitt af lýðveldum Ráðstjórnarríkj- anna, þar sem þeir búa við heimastjórn. Kúrdar, sem eru a. m. k. álíka fjölmennir og Svíar, njóta hins vegar hvergi minnsta vottar af sjálfstjórn innan þeirra fjögurra ríkja, sem þeir lifa nær eingöngu í. Undantekning er, að þeir fái að gefa út blöð og bækur á eigin máli, og ekkert kúrdískt barn fær að nota mál sitt í skóla, þótt það hafi reyndar tíðkazt sums staðar í írak og Sýrlandi meðan margnefndir „heimsvaldasinnar og nýlendu- kúgarar“ máttu þar einhverju ráða. Kosningar hafa ekki farið fram í Sýrlandi í háa herrans tíð. Stjórnarskipti verða aðeins með byltingum innan hersins eða fyrir tilstilli hans. Sama þróun hefur orðið í Sýrlandi og írak, og í báðum löndunum lendir hún harðast á þjóðern- isminnihlutum. Skuldbinding- ar við Þjóðabandalagið gamla um sérstöðu Kúrda innan þess- ara rikja og réttindi til notk- unar eigin tungu í skólum og til embættisverka, sem og hátíðlegar undirritanir alþjóða- samninga í seinni tíð um al- menn mannréttindi bæði ein- staklinga og þjóðarbrota, hafa engu fengið breytt. * * * Ég kom rykugur og þreytt- ur að morgni dags til Bagdað, en dreif mig samt strax eftir hressandi og þarft bað út í bæ að hitta starfsmann í danska sendiráðinu, sem ég þekkti. Daninn var á hraðri ferð og heldur önuglyndur. Kvaðst vera á leið til opinberrar mót- töku úti á flugvelli. Forseti íraks, Abdul Salem Aref, væri væntanlegur frá Kaíró eftir rétt eina samningana um sam- einingu íraks og Egyptalands. Við brottför Arefs hafði aðeins hársbreidd munað, að þeir er- lendu sendimenn, er viðstadd- ir voru brottför hans, yrðu drepnir. Á síðustu andrá hafði verið flett ofan af stjórnar- byltingartilraun og komið í veg fyrir að orrustuflugvélar tækju sig á loft á nálægum flugvelli, sem áttu að skjóta forsetann, þar sem hann stóð í hópi sendiherranna á Bagdað- flugvelli. Forseti íraks lætur aldrei sjá sig opinberlega, og konungshöllin fyrrverandi, þar sem hann býr, er rammlega varin herliði, skriðdrekum og loftvarnabyssum. Tækifæri til stjórnarbyltinga eru því sjald- an betri en við móttökur af þessu tagi, þótt forsetinn reyni að bægja þeirri hættu frá með því að halda sér sem fastast í hópi sendiherranna. Allt þetta sagði Daninn mér í stuttu máli og bætti við að skilnaði, „ef allt gengur vel, sjáumst við eftir hádegi.“ Enga hrifningu var að sjá, er Aref hélt innreið sína í borgina. Vopnaðir hermenn stóðu með örfárra faðma milli- bili við götur þær er bílalest forsetans ók um. Auk fjölda hermanna á bifhjólum óku á undan og eftir bílalestinni her- vagnar með brugðnum vél- byssum. Og vafalaust til þess að vera alveg viss um að kom- ast á leiðarenda, var vikið af fyrirfram ákveðinni leið og tekinn krókur yfir aðra brú en þá, sem venjulega er notuð yfir til konungshallarinnar, er ligg- ur á vestri bakka Tígris. Það virtist því allt vera við hið sama í Bagdað og árið 1962. Þá hafði Abdul Karim Kassem verið forseti landsins, en hann steypti konungi íraks af stóli árið 1958 og var í upp- hafi stjórnartíðar sinnar mjög fagnað af almenningi og ekki sízt Kúrdum, sem hann gaf strax rausnarleg loforð um fullt jafnrétti á við Araba, leyfði útgáfu óritskoðaðra blaða og bóka og veitti stjórn- málaflokki þeirra „Partí demó- kratí Kúrdistan" sem og flokk- um Araba sjálfra leyfi til að starfa opinberlega, hvað ekki hafði fengizt fyrr. Þetta tiltölulega frjálsa tímabil stóð stutt; hinir ýmsu flokkar og blöð þeirra voru smám saman bönnuð, jafnt arabísk sem kúrdísk. Loforð, sem Kassem hafði gefið Kúrd- um um aukin menningarleg og pólitísk réttindi, voru ekki efnd. Þegar Kúrdar minntust á það í ræðu eða riti, voru leið- togar þeirra fangelsaðir, eftir því sem til þeirra náðist. Þegar efnt var til mótmælaverkfalls í Sulaímaní, svaraði Kassem 10. sept. 1961 með loftárásum á kúrdísk þorp og bæi, og stríð hófst. Nú, haustið 1964, stóð yfir vopnahlé, sem var annað vopnahlé frá upphafi stríðsins. Hið fyrra höfðu Baþistar gert er þeir drápu Kassem og tóku völdin í sínar hendur. Höfðu þeir áður staðið í leynilegum samningum við Kúrda um að ljúka stríðinu og lofað þeim heimastjórn og afnámi alls misréttis. Voru þeir samningar aldrei efndir, stríðið hafið á nýjan leik eftir tveggja mán- aða vopnahlé og samninga- nefnd Kúrda í Bagdað hand- tekin og meðlimir hennar pynd- aðir af hinum nýju leiðtogum persónulega. Hitti ég uppi í Kúrdistan á ferð minni einn þessara manna, Sali Jussefi, sem var varaformaður nefnd- arinnar. Bar hann enn nokk- ur ör eftir brunasár, sem hann fékk á þennan hátt, var skadd- aður á axlarliðum og hafði hvergi nærri náð sér eftir með- ferðina, þótt þá væri ár liðið síðan þetta gerðist. Nú var Baþistaflokkurinn horfinn frá völdum og nýir herrar teknir við. Þær vonir, sem frj álslynd öfl í landinu höfðu gert sér við þessar tvær st j órnarbyltingar um aukið lýðræði, voru að engu orðnar. Herinn hafði einn öll völd í hendi sinni, og að egypzkri fyr- irmynd var aðeins einn flokk- ur leyfður, hinn svonefndi „Arab-Sósíalist“-flokkur, en jafnvel hann var lítið meira en nafnið eitt. Borgaraflokk- arnir höfðu verið upprættir og félögum þeirra hafði ekki tek- izt að endurskipuleggja lið sitt, jafnvel ekki leynilega. Borgarastéttin í írak, sem á mörgum hæfum og menntuð- um mönnum á að skipa, var algerlega valdalaus. Aðeins eitt afl í landinu var nægi- lega styrkt til að bjóða herfor- ingjunum byrgin, og það voru Kúrdar. Það er því ekki alls 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.