Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 24
ir, hvað því hefur sézt yfir og hvað það hefur misskilið eða alls ekki skilið. Og svo leið- beinir kennarinn og skírskot- ar til þ'ess, sem í námsbókun- um stendur um svipað eða sama efni. Þá eru börnin látin lesa smásögur og sögukafla, sem eru góðar og gildar bók- menntir, og einnig ljóð, en þess gætt, að lesefnið sé ekki svo þungt, að það fari fyrir ofan garð og neðan. Úr plötusafni skólabókasafnsins fá börnin að heyra plötur, sem góðkunnir leikarar eða jafnvel höfundar lesefnisins hafa lesið inn á sögur eða ljóð, og þá er eink- um valið það sama og börnin hafa sjálf lesið, ef þess er kost- ur. Þannig er þeim gefin hug- mynd um, hve efnið verður stórum lífrænna, ef lesandinn lifir sig inn í það og les það í samræmi við skilning sinn á því og þær tilfinningar, sem það vekur, og svo eru þá börn- in látin freista þess að lesa ekki einungis sómasamlega eft- ir greinarmerkjum, heldur í nokkru samræmi við kjarna hins lesna. Eins er það, að söngkennari barnanna lætur þau heyra af plötum sönglög í túlkun góðra söngvara og sömuleiðis tónverk, sem snjall- ir tónlistarmenn leika, og hann segir þeim sitthvað um höfunda hins sungna og leikna og reynir að miðla af skilningi sínum á flutningi þess og inni- haldi. Þegar börnin hafa verið nokkur ár í skólanum, eru þeim fengin í hendur verkefni, sem þau eiga að vinna að í bókasafni skólans. Þessi verk- efni eru tengd hinum ýmsu námsgreinum, og við leitina að upplýsingum njóta börnin hjálpar og leiðsagnar bóka- varðar, sem bendir þeim á heimildir og kynnir þeim í að- aldráttum flokkun og röðun bókanna í safninu. Þegar börn- in hafa fengið nokkra leikni í að rata á heimildarrit, eru þau látin vinna sjálfstætt að söfn- un upplýsinga, en eiga þess þó auðvitað kost að leita leiðbein- inga, þegar þess gerist þörf. Þá er þau hafa leyst úr því, sem fyrir þau hefur verið lagt, leggja þau árangurinn fyrir kennara sinn, sem leggur síð- an dóm á starf þeirra. Stund- um eru og börnin látin gera grein fyrir úrlausnum sínum í áheyrn bekkjarins, og svo er spurt og spjallað, eins og til- efni gefst tll. í fyrstu eru verkefnin valin þannig, að þau krefjist litillar vinnu, ef rétt er að farið, en smátt og smátt verða þau um- fangsmeiri, og þar kemur í lok barnaskólanámsins og síðan í framhaldsskóla, að börnin geta ekki fundið viðhlítandi heim- ildir i bókasafni skólans, og svo leggja þau þá leið sína í safn þorpsins eða bæjarins. Þar fá þau leiðbeiningar og kynn- ast safninu og bókakosti þess, og sú verður raunin, að þeim verður það næstum að kalla eðlislæg nauðsyn — sem full- tíða mönnum, er hafa lokið öllu skólanámi, hvort sem það verður lengra eða skemmra — að nota sér bókasafn, leita sér þar fróðleiks um það, er við kemur lífsstarfi þeirra, hvert sem það er, og um sín ýmsu hugðarefni, auk þess sem þar er að finna ánægjuauka. Börn- in komast sem sé að raun um, fyrst við notkun skólabóka- safnsins og síðan þess, sem við tók, að þeir mörgu og mis- litu bókakilir, sem í fyrstu voru þeim dauðir og framand- legir, lykja um fjársjóði marg- hliða þekkingar, þroskandi rit- listar, töfrandi hugmyndaflugs og fjölbreyttrar og eftirminni- legrar dægrastyttingar. IV Þó að þessi greinargerð mín sé slitrótt og næsta ófullkom- in, vona ég að hún geti gefið lesendunum nokkra hugmynd um, að hverju er stefnt með notkun skjólabókasafna sem hjálpargagna við hið fyrirskip- aða nám og með tilliti til fram- tíðar nemendanna. Eitt hið mest umrædda vandamál skólanna hefur um skeið ver- ið og er raunar enn hinn ill- ræmdi námsleiði. Hans gætir jafnt hjá gáfuðum börnum og þeim, sem lítt eru gefin. Hjá sumum veldur hann sljóleika og sinnuleysi, hjá öðrum aga- leysi og uppreisnartilhneig- ingu, sem oft mun hafa aJlvar- legar afleiðingar á hátterni nemandans utan skólatímans. Við þessum vanda hefur líf- ræn og skipulagsbundin notk- un skólabókasafna þótt reyn- ast hagnýtara ráð en nokkuð annað. Börnin fá snemma óljósan skilning á tilgangi skólanámsins, og þessi skilning- ur verður meðvitaður, þegar á líður skólatímann. Tunga þjóð- arinnar, bókmenntir hennar og saga, tónlist og leiklist, landið, hafið og himinninn og önnur lönd og þjóðir — það af þessu, sem börnin hafa áður kunnað nokkur skil á — breytir um svip, verður nærstæðara og líf- rænna, hitt verður nemendun- um raunar fjarlægur en samt forvitnilegur og þeim viðkom- andi veruleiki. Þeir fá og lif- andi hugmyndir um gildi og undur tækni, talna og fram- taks, og upp fyrir þeim renn- ur þar með nauðsyn félags- legs samstarfs og náinnar þekkingar og mats á þjóðfé- lagsháttum og mikilvægi þeirra. Það sem gerist og hef- ur ærið gildi fyrir hið fyrir- skipaða og nauðsynlega nám er þetta: Hinar oftast nötur- legu beinagrindur námsbók- anna holdfyllast smátt og smátt í lífrænu starfi nem- andans undir leiðsögn kenn- ara, gæðast lífi, verða svo að segja talandi og hafa sitt að segja, sem máli varðar. Eins og gefur að skilja verða þessi áhrif síðan virk, þegar kemur til langskólanáms eða einhvers sérnáms. Og því má ekki gleyma, að við úrvinnslu verkefna í bókasafni skólans, sveitarinnar, héraðsins - eða bæjarins og allnáin kynni af bókakosti þeirra, verður nem- andanum oft og tíðum Ijóst, að hverju áhugi hans og hæfi- leikar beinast öðru fremur, og svo verður þá gjarnan þessi uppgötvun ráðandi, þegar hann velur sér framhaldsnám og þar með lífsstarf. Hitt — sem áður hefur verið að vikið — hefur og ærið gildi, en þar á ég við þá staðreynd, að hin- ir ungu menn, konur sem karl- ar, hafa fengið þá óyggjandi reynslu, þegar lífsstarf er tek- ið við af skólanámi, að þeir þurfi alla ævi mjög að iðka bóklestur, auka með því ekki aðeins þekkingu sína á því, er varðar störf þeirra, heldur og á mörgu gömlu og nýju, sem eykur þeim þroska og lífs- fyllingu. Bókasafn þeirra sjálfra dugir skammt, en þeir vita, að síferska lind alls þessa er að finna í hinum opinberu bókasöfnum, sem þeir eiga að frjálsan aðgang og þeir hafa lært að nota, og þeir þekkja, að skorti þá einhverja leiðsögn, þá er hún ljúflega veitt. Höfum við svo efni á því, fs- lendingar, menningarþjóðin sem hið einhæfa, þjóðlega sjálfsnám, oftast af skrifuð- Barnadeild. almenningsbókasafns í Gautaborg. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.