Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 41
í þeim efnum. Mjög hefði því verið eðlilegt, að jafnframt baráttunni fyrir endurheimt Árnasafns hefðu vísindabóka- söfn verið styrkt, til þess að heimkoma Árnasafns yrði okk- ur til meiri sóma. II Húsnæðisvandræði Lands- bókasafns og Háskólabóka- safns eru nú þegar slík, að jafn- vel þótt hafizt verði handa um byggingu þjóðbókasafns á næstu árum, verður að leysa húsnæðisvandamál þeirra með geymsluhúsnæði í bili fyrir lítt notaðar bækur. í því efni hafa þegar verið gerðar ráðstafan- ir. í Alþýðublaðinu 7. des. 1967 er eftirfarandi haft eftir menntamálaráðherra: „Ráð- herrann kvað ýmsar leiðir hafa verið athugaðar til að bæta úr húsnæðisnauð safnanna. Landsbókasafnið fengi rýmkað húsnæði á næsta ári, er hand- ritastofnunin flytti í eigið hús- næði. Þá hefði einnig verið at- hugað með að leigja bóka- geymslu fyrir söfnin og skipu- leggja flutningakerfi frá geymslunum til safnanna. Slíkt hefði verið gert víða er- lendis, án þess að koma nið- ur á starfsemi safnanna. Kvað hann ónotað húsnæði vera fyr- ir hendi í kjallara Norræna hússins, en landsbókavörður teldi ekki hentugt að nota, há- skólabókavörður teldi það hins vegar athugandi. Enn fremur mætti innrétta kjallara Há- skólabíós fyrir bókageymslur og teldu bókaverðirnir báðir það húsnæði hagkvæmt." Um þetta má ýmislegt segja: Mér hefur skilizt, að sá bóka- kostur, sem flyzt úr húsi Lands- bókasafns, er Handritastofn- unin flytur, séu tvær bækur og eitthvað lítils háttar af film- um. Leiguhúsnæði og flutninga- kerfi hlýtur að verða dýrt og óþægilegt. Þótt slíkt hafi ver- ið gert víða erlendis með góð- um árangri, er athugandi, að þar eru bókasöfn margfalt stærri. Það sem kann að henta vel þar, getur verið óheppilegt hér á landi vegna smæðar stofnana. Annars hefur mér alltaf fundizt þetta sífellda tal um, að þetta og hitt verði að vera svo og svo, eins og hjá öðrum þjóðum, beri vott um mikla minnimáttarkennd. ís- lendingum er nú hollt að minnast þess, að við erum helzt metnir fyrir gerðir okk- ar, er við höguðum okkur ekki eins og aðrar þjóðir. Það má heita viðburður, að talað sé um, að miða eigi eitthvað við íslenzkar aðstæður, en ekki að fara að dæmi annarra þjóða. ih Háskólinn hefur tafið fyrir sameiningu safnanna og þar með aukið á erfiðleika Há- skólabókasafns með þátttöku sinni í byggingu Árnagarðs. Nú getur Háskólinn varla farið að auka þessa sundrungu meir með því að láta byggja sérstakt háskólabókasafn gegn stefnu ríkisvaldsins. Blöð allra stjórnmálaflokka og blöð „gulu pressunnar" að auki hafa lýst sig fylgjandi hugmyndinni um þjóðbóka- safn. Því er ekki hægt að tala um, að þetta sé sérstakt áhugamál „sérvitringa eða menningarvita“, heldur er hér á ferðinni brýnt nauðsynjamál, sem þjóðarsómi bókaþjóðar- innar krefst, að leyst verði af myndarskap. Heitið bókaþjóð má ekki vísa til þess eingöngu, að hér er gefið út töluvert magn af bókarusli og ýmsir einstaklingar safna bókum, sem enginn veit svo, hvað á að gera við eftir þeirra dag. Seinasta stórátak bókaþjóðar- innar var að loka bókasafn inni í turni Skálholtsdóm- kirkju, en geyma lyklana í Reykjavík. Síðastliðið vor sendu Félag íslenzkra fræða og síðan Bandalag háskólamanna frá sér ályktanir um bókasafns- mál. Báðar leggja áherzlu á sameiningu safnanna og telja heppilegt og vel við eigandi, að 1100 ára afmælis íslands- byggðar verði minnzt með byggingu þjóðbókasafns. Áður var vitnað í ummæli ráða- manna og dagblaða. Á síðast- liðnu ári urðu því meiri um- ræður um bókasöfn en oft áður. Meira að segja var far- ið að minnast á Þjóðskjalasafn, sem lítið hefur verið til um- ræðu lengi, en það rúmar að- eins hluta þess, sem því ber að varðveita, og margt glatað. Á þessu ári, 1968, á Lands- Háskólabókasafnið í Björgvin, tekið í notkun árið 1961. Meginhluti byggingarinnar er þrjár hœðir, 1500 ferm. hver, en auk þess er sex hœða stöpull fyrir bókageymslur, 240 ferm. að flatarmáli. Grunnflötur alls er um 6 þús. ferm. Byggingin rúmar um hálfa milljón binda og sœti fyrir nokkuð á fjórða hundrað lesendur. bókasafn 150 ára afmæli, og verða á þeim tímamótum trú- lega gerðar einhverjar áætlan- ir um framtíð þess. Eins og til- fært var hér að framan, telur háskólarektor, að ákvörðun verði að taka um málefni Há- skólabókasafns á þessu há- skólaári. í ár verða e. t. v. þau ráð ráðin, sem ráða úr- slitum um gang þessara mála á næstu áratugum. Ríður þá á miklu, að heppileg leið verði farin, en lausnin einkennist ekki af hálfkáki og skammsýni. Tillögur um að minnast 1100 ára afmælis íslandsbyggðar með byggingu þjóðbókasafns eru fyllstu athygli verðar. Byggingar í þágu alþjóðar hafa oft áður verið reistar í sliku til- efni, t. d. má nefna: Safnahús- ið og Þj óðminj asafnið. íslend- ingar geta haldið upp á afmæli 1100 ára byggðar í landi sínu sem sjálfstæð þjóð, af því að þeir rituðu eitt sinn frægar bækur, sem hæst hafa hróður þeirra borið. Einar G. Pétursson. DR. BJÖRN SIGFÚSSON: HÁSKÖLABÖKASAFN ER MIÐSAFN 0G ÞARF STARFSLIÐ í árdaga var mannkynið ein þjóð og ekkert henni yfirsterk- ara. Hún tók því að gera skýjakljúf í Babel. Úr þeim vígturni mátti gera áhlaup á himnaríki og hernema það, og gerðist þetta fyrr en undir- staða Skólavörðu í Reykjavík lyftist úr skriðjökli og sæ. Drottinn allsherjar uggði að sér. Hann sundraði á næstu nótt máli manna í þjóðtung- urnar. En jafnskjótt og þjóðir gátu ekki talazt við, óx sund- urþykkið, vanþekkingin og annað það, sem í svipinn heit- ir vandamál þróunarlandanna. — Vandamál íslendinga falla aðeins sum undir það sær- andi hugtak, en flest þeirra eru þó skyld því efni. Eitt auðkennið er spennan, sem ríkir, góðu heilli, milli ástríð- unnar að verða sem sérstæðust þjóð andlega og hins að vera hlutgengir öld eftir öld í sókn eftir þekkingu og lífsgæðum fremstu menningarþjóða. Væri ísland ríkt og sjálfu sér nóg, yrði minni spenna milli svo ólíkra óska. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.