Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 34
stóra lóð, og aðalatriðið er að húsakynnin séu haganleg og smekkleg en laus við allt tild- ur. Það væri t. d. ástæðulaust að verja neinum stórupphæð- um í að skreyta þær, eins og virðist vera ætlunin um Árna- garð. Bent hefir verið á það hér að framan, hversu mjög van- búið Þjóðskjalasafnið er að gegna þeim hlutverkum, sem því ter og sjálfsagt þykir í sönnum menningarlöndum að hliðstæð söfn hafi með hönd- um. Þar er og litið svo á, að skjalasöfn eigi ekki aðeins að vera geymslustaðir, heldur jafnframt vísindastofnanir. Væri það vissulega mikilvægt, að starfsmenn Þjóðskjalasafns- ins hefðu betri aðstöðu en raun er á, til að fylgjast með því, sem bezt gerist í þessum efn- um í ýmsurn nágrannalöndum. Auðvitað þarf bæði tíma, fjármuni og verulegt átak á ýmsum sviðum til að koma Þjóðskjalasafninu í það horf, sem er því og þjóðinni sam- boðið. En að þessu þarf að stefna markvisst, og í raun- inni þolir það enga bið að haf- izt verði handa, því að sá að- búnaður, sem Þjóðskjalasafnið hefir orðið að sæta um langt árabil, er ekkert minna en þjóðarskömm. Sigfús Ilaukur Andrésson EIMAR SIGURÐSSON: HUGLEIÐING UM SKIPULAGSMÁL RANNSÚKNARBÓKASAFNA Mjög er þakkarvert, að Sam- vinnan skuli efna til greina- flokks um íslenzk bókasöfn, svo miklu sem málefni þeirra skipta fyrir menningu okkar og framfarir. En efnið er víð- tækt, nái það til bókasafna í heild, hvers kyns sem eru, og er því nauðsynlegt, að lesend- um sé í meginatriðum ljós skipting þeirra eftir tegund- um. Eru þá annars vegar al- menningsbókasöfn, þ. e. bæj- ar- og héraðsbókasöfn, skóia- bókasöfn, sjúklingabókasöfn sjúkrahúsa o. f 1., — hins veg- ar svo kölluð rannsóknarbóka- söfn, hér Eandsbókasafn (Lbs), Háskólabókasafn (Hbs.) og bókasöfn ýmissa rannsóknar- og félagsmálastofnana, svo sem Iðnaðarmálastofnunar, Orkustofnunar, Hafrannsókna- stofnunar, heilbrigðisstofnana ýmissa, Alþingis, Hæstaréttar, Seðlabanka o. s. frv. í þessari grein verður fjallað um rann- sóknarbókasöfn eingöngu, en með sérstakri hliðsjón af mál- efnum Hbs., sem mér eru kunnust. I. Bókakostur safnanna. Lbs. telst stofnað fyrir rétt- um 150 árum. Það var lengi vel eina bókasafnið hér á landi, sem einhverri teljandi stærð náði, og enn er það stærsta bókasafn landsins, nær 270 þús. bindi, auk handrita. Næst því að stærð gengur Hbs., en það var formlega stofnað árið 1940, er lagður var saman í eitt bú bókakostur nokkurra háskóladeilda og ráðinn fast- ur bókavörður. Hefur það frá stofnun sinni vaxið úr 30 þús. bindum í 140 þús., eða um 110 þús. bindi. Á sama tima hef- ur safnauki Lbs. numið um 120 þús. bindum. Önnur rann- sóknarbókasöfn eru margfalt minni að magni til, þótt þau séu mörg hin mikilvægustu. Stofnanir ýmsar hafa komið þeim upp eftir efnum og ástæð- um, og við fáein þeirra eru starfandi sérstakir bókaverðir. Ég nefni ekki tölur um stærð þessara safna, enda liggja þær ekki fyrir nema í sumum til- vikum, og auk þess skyldi var- ast að leggja öf mikið upp úr tölum um bindafjölda safna. Þær veita mjög takmarkaða vitneskju um gildi þeirra og þjónustugetu. Meira varðar, hvernig bókakosturinn er val- inn og hvaða skilyrði safn hef- ur til að halda honum fram til notkunar. Skynsamleg verka- skipti um bókakaup eru einn- ig sjálfsögð, að svo miklu leyti sem við verður komið. En ekki verður sagt, að tekizt hafi höndulega um mörkun stefnu í þeim efnum hér. Skal nú vikið lítillega að því. Á lögum um Lbs. frá 1949 er gerð grein fyrir hlutverki þess um bókaöflun. Þar segir, að það skuli í fyrsta lagi „annast söfnun og varðveizlu íslenzkra rita og rita, er varða fsland eða íslenzk efni, fornra og nýrra, prentaðra og óprentaðra", og er þetta sjálfsagðasti þáttur í starfi hvers þjóðbókasafns. f öðru lagi skal Lbs. „halda uppi safni erlendra bókmennta í öllum greinum vísinda, lista, tækni og samtíðarmálefna.“ Minna má nú gagn gera. Hef- ur mörgum orðið þessi laga- grein undrunarefni. Háskóla- ráð fékk lagafrumvarpið til umsagnar og benti á, að Hbs. hefði þá þegar miklu full- komnari bókakost en Lbs. í sum'-m kennslugreinum Há- skólans, svo sem guðfræði, læknisfræði og lögfræði, og væri því fullkominn óþarfi, að Lbs. kæmi sér upp bóka- stofni í þessum greinum. Engu fékkst þó um þokað í frum- varpinu, og nefndin, er það samdi, svaraði því til, „að Landsbókasafnið eigi að vera þjóðbókasaín og sé því ekki viðeigandi að setja því nein- ar takmarkanir með lögum."1) Þessu get ég ekki verið sam- mála, enda telja jafnvel stærstu þjóðbókasöfn veraldar sér ofviða að safna bókum „í öllum greinum vísinda“. Reynd- in hefur líka orðið sú, að bóka- kaup í allmörgum vísindagrein- um hafa nær alveg færzt yfir á Hbs. og söfn ýmissa stofn- ana. Þetta er þróun, sem orð- ið hefur smám saman og án þess, að mótuð hafi verið nein heildarstefna í þessum efnum II. Ríkisbókavörður. Segja má, að rannsóknar- bókasöfn hafi vaxið hér eins og kyrkingslegur villigróður, og er bagalegt, að hér skuli eng- inn aðili vera, sem fylgist með uppkomu og þróun bókasafna í eigu ríkisins og heldur skýrslu um þau. Okkur vantar ríkis- bókavörff, er gegni þessu hlut- verki, og er eðlilegt, að það embætti sé í höndum yfirbóka- varðar þjóðbókasafns. Slík til- högun er í Danmörku og víðar. Árið 1956, hinn 6. júlí, var sett „reglugerð um skráningar- miðstöð fyrir sérfræðibóka- söfn,“2) og verður síðar vikið nánar að henni. í þessari reglu- gerð kemur m. a. fram, að mönnum hefur þá þegar verið ljós þörfin á sumum þeim þátt- um, sem nú er talað um, að rík- isbókavörður annist. En þar segir í 8. grein: „Háskólabóka- safn og önnur sérfræðibóka- söfn skulu senda landsbóka- verði árlega skýrslu um starf- semi sína og bókaöflun. Varð- veitir Landsbókasafn skýrsl- urnar og vinnur úr þeim með þeim hætti, að hægt sé að veita menntamálaráðuneytinu sem fyllsta vitneskju um safna- þróunina á hverjum tíma.“ Úr þessu hefur því miður ekkert orðið. 1) Sjá Alþingistíðindi 1948, A, bls. 16 —21. 2) Stjórnartíðindi 1956, B-deild, bls. 205—06. Með ríkisbókaverði væri kom- inn aðili, sem hefði forystu um viðræður bókavarða (og for- stöðumanna) hinna ýmsu stofnana, en til þess að bóka- söfnin dragist ekki aftur úr í örri þróun vísinda og rann- sókna nú á dögum, eru stöð- ugar athuganir nauðsynlegar, svo að tryggð verði bærileg þjónusta safnanna, samvinna þeirra og skynsamleg ráðstöf- un bókakaupafjár. Erlendis, þar sem bókaverðir eru fjöl- menn stétt, hafa þeir tíð tæki- færi til að bera saman ráð sín — með nefndastörfum, fundahöldum í ýmsurn mynd- um, þingum, ráðstefnum, blaðaútgáfu o. s. frv. Að þessu leyti er aðstöðumunur okkar hér á landi mikill. Fjölda bókavarða við rannsóknar- bókasöfn hefur verið haldið meira niðri en nokkur skyn- semi er í, og þeir fáu, sem eru, hafa að mínu áliti verið of af- skiptalausir um skipulagsmál og aðbúnað safnanna, svo mjög sem þau mál snerta þó starf þeirra hvers og eins. Bóka- verðir mega ekki halda, að góð lausn á vandamálum rann- sóknarbókasafna komi „ofan frá“, frá mönnum, sem aldrei hafa við safnstörf fengizt og hafa þess vegna slæm skil- yrði til að leggja á ráðin um jafnsérfræðilegt viðfangsefni og bókasafnsrekstur er orðinn nú á dögum. Það er umfram allt bókavarðanna sjálfra að inna af hendi frumkönnun á skipulagsmálum safnanna og gera tillögur um rekstur þeirra, en vera síðan stjórnsýslumönn- um til ráðuneytis um hversu framkvæmt skuli og í hvaða röð verkefni leyst, eftir þvi sem fé fæst til hverju sinni. For- usta um slíka starfsemi þarf að vera í höndum tiltekins að- ila, ríkisbókavarðar. Meðan upplýsingar um ásigkomulag og þjónustugetu rannsóknar- bókasafna eru eins óljósar og nú er, er ekki á góðu von um framfarir, og er að svo stöddu erfitt að fjalla um málefni þeirra, svo að verulegt gagn sé að, og gera tillögur um úr- bætur og framtíðarþróun. Rækileg staðreyndakönnun og upplýsingasöfnun er því brýn- asta verkefni rannsóknarbóka- varða um þessar mundir. III. Háskólabókasafn. Það er víðast hvar viður- kennd staðreynd, að bókasafn sé grundvallarstofnun í starf- semi háskóla, og ætti það að vera öllum auðskilið, því að prentmál er langmikilvægasti miðill þekkingar, ástundun sér- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.