Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 55
John Cage er eitt þeirra tónskálda, sem mörgum finnst hafi gengið einna lengst í að gefa fortíðinni langt nef, og þá auð- vitað ekki síður nútíðinni og framtíðinni, og þykir afleit kurteisi. Þessi „galni" ameríkani var á sínum tíma, árin 1930— 1940, í hópi Henry Cowells í San Francisco, en þeir félagar frömdu alls- konar „tilraunaglæpi" á tónlistinni, og voru fyrst og fremst aðhlátursefni fólks sem fæst við að telja skrítna fugla. Tón- listarfræðingar töldu, og telja raunar margir enn, að hann væri fyrst og fremst niðurrifsmaður sem ekkert væri heilagt í kúabúi vestrænna tónlistar- hefða, varla þó umtalsverður nema þá í hálfkæringi. Áhugi fyrir Cage hefur þó farið allmjög vaxandi á seinni árum, og áhrifa kenn- inga hans og uppátækja hefur gætt í Evrópu í æ ríkara mæli síðasta áratug- inn. Á íslandi hefur hann jafnvel eign- ast lærisveina, sem fara að visu sínar eigin leiðir og eru undir margskonar áhrifum öðrum, en hafa samið verk sem greinilega eiga rætur að rekja til hug- mynda og vinnubragða Cage. Þar má telja fremstan í flokki Atla Heimi Sveins- son, sem um árabil hefur verið óþreyt- andi að boða nýjungar, þó sjaldan hafi hann fengið annað en lítilsháttar skömm í hattinn fyrir ómakið. Það er ekki að efa, að fyrir tilstilli þessara „lærisveina" og að örlitlu leyti útvarpsins, hafa þó- nokkuð margir tónlistarunnendur hér heyrt Cage getið. Á opinberum hljómleik- um hefur þó mér vitanlega aldrei heyrst verk eftir hann, jafnvel ekki hjá Musica Nova, sem er þó eini aðilinn sem telur sig hafa sérstakar skyldur við nýstárlega tónlist. Að vísu hafa ekki heldur enn verið flutt verk eftir Boulez, Stockhausen eða Varese, og jafnvel Schönberg er nokkurnveginn óþekkt stærð á íslandi, svo það er kannski út í hött að predika sérstaklega nauðsyn á að flytja Cage. Þeir eru allir svo sérstæðir og þýðingar- miklir hluthafar í tónlist nútímans, að eigi hér að þróast tónlistarlíf sem mark sé á takandi, er kynning á verkum þeirra brýn nauðsyn. En einhverstaðar verður að byrja. Allt frá San Francisco-árunum og fram á þennan dag hafa hljóð fremur en tón- ar verið meginundirstaða tónlistar John Cage. Tónar eru hljóð, myndi margur segja, en það sem ég á við með að Cage fáist við hljóð fremur en tóna, er að hann notar þau ekki í venjulegu samhengi laglínu, tóntegunda, raðtækni o. s. frv., heldur stillir þeim saman í sínum frum- formum, þau standa ein hvert fyrir sig, án tillits til annarra. í mörgum verkum notar hann engin venjuleg hljóðfæri, heldur kannski hluti sem í daglegu lífi tengjast öllu fremur en tónlist: blikk- dósir, borð og bekki, aurbretti bifreiða, strokleður á pappír, rennandi vatn o. s. frv. o. s. frv. En þögnin er þó líklega þýðingarmest í hans löngu hljóðasyrpu. Árið 1952 sendi hann frá sér verk, sem hann kallaði 4'33" (fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur). Það er í þrem þáttum, en i engum þeirra er leikinn einn einasti tónn, semsé þögul tónlist, og sé hún t. d. flutt af píanóleikara, gerir sá ekki annað en að læsa hljóðfærinu í upphafi hvers þáttar og opna í þáttar- lok. Við getum kallað þetta skipulagða eða komponeraða þögn, sem áheyrendur geta notið að vild, orðið reiðir eða ánægð- ir, hver eftir sínu skaplyndi, yfir þeim hljóðum sem til falla innan eða utan samkomunnar. Ef stór hópur manna keppist við að þegja í sameiningu, er sannarlega af nógum skrítnum hljóðum að taka og andardráttur og hjartsláttur sjálfs þín getur orðið að ærandi hávaða, ef þú hefur ekki annað á að hlusta. En menn eru auðvitað mjög á báðum áttum hvort 4'33" eigi að kallast tónverk. Þá sem sögulegan áhuga hafa má hinsvegar hugga með, að hjá búddistum hefur svona „tónlist" tíðkast í hundruð ára. Kazantzakis segir frá líkum „konsert" í ferðaminningum frá Kína, þar sem saman voru komnir margir hljóðfæra- leikarar og stór hópur áheyrenda. En úr hljóðfærunum kom aldrei einn ein- asti tónn, áheyrendur hlustuðu af at- hygli með lokuð augu, og í lok númersins „klöppuðu" þeir án þess að láta hendurnar snerta hvor aðra. Svona tónlist finnst mér tilvalin til útvarps- flutnings. Er þetta uppátæki Cage samt nokkuð annað en brella til að vekja á sér athygli, eða í hæstalagi slæmur brandari sem í besta falli er hægt að brosa að og gleyma síðan í skyndi? Þó tónlistargildi þess, í það minnsta á vestræna vísu, sé nokk- urnveginn 0,0 þá finnst mér felast í því boðskapur sem hafi þónokkra þýðingu á öld hinna voðalegu glymskratta. Seinna, eða kringum 1960, sendi Cage frá sér annað „þagnarverk", en þar notar hann ótal hljóðnema til að vel.ia úr náttúrleg smáhlióð, sem allstaðar eru fyrir hendi, jafnvel í hinni dýpstu djúpra þagna. Hér er semsé „þögnin" mögnuð svo hún verður að heyranlegum hljóðum, og hvort sem hinum „vandlátu" tónlist- arunnendum líkar betur eða ver, koma uop á yfirborðið ótal skrítnir og fallegir hlutir. Er það ekki orðin vísindaleg stað- reynd, að fiskurinn hefur fögur hljóð? Hlióðfæra-tónlist John Cage er mjög fjölbreytt, og af ýmsu tagi. Eftir hann eru svosem til verk sem eru í fæstu óvenjuleg nema að vera vel og örugg- lega samin. Tildæmis má nefna kanóna, „keðjur" fyrir strokkvartett, sem hann hefur líklega samið begar hann var und- ir sem mestum áhrifum frá Schönberg, þáverandi kennara sínum (1939—41?) og margir telja standi jafnfætis því besta sem gert hefur verið í kontrapúnkti á bessari öld. En frægustu hljóðfæraverk hans eru eflaust þau sem samin eru fyrir „prepared piano", það er píanó sem í hefur verið breytt hljóðunum með bví að festa allskonar aðskotahluti milli strengj- anna, tréflísar, skrúfur og hvur veit hvað. Margur Chopinspilarinn hefur orðið fok- íllur útaf þessu uppátæki, og það með nokkrum rétti, því með þessu opnast möguleikar sem jafnerfitt er að ná yfir valdi og Hammerklaviersónötunni. Fyr- ir þá sem líta á píanóið, einsog önnur hljóðfæri, sem uppsprettu óendanlegra hljómbrigða en alls ekki mál sem hafi verið afgreitt í eitt skipti fyrir öll á ein- hverjum ákveðnum tíma, er þetta hins- vegar hreinasti englasöngur. „Sónötur og millispil" fyrir þetta fyrirbrigði, sem Cage samdi árin 1946—49, eru í öllu falli svo haglega gerð smátónverk, að þau ættu að vekja ánægju á hljómleikum með því besta sem samið hefur verið fyrir „venjulegt" píanó, áhrifin eru reyndar ekki ólík og þegar maður heyrir velleikinn Scarlatti. Cage er sífellt að reyna eitthvað nýtt. Það má segja að hann standi sífellt á landamærum tón- listar og annarra listgreina eða vísinda. Þegar hann flytur á hljómleikum „fyrir- lestur" eða safn „anekdóta" þá er ef- laust vafi á hvort kalla beri það tón- list eða bókmenntir, jafnvel þó flutnings- aðferðin sé háð vissum reglum um hljóð- fall, tónhæð og raddblæ. Eða þegar hann lætur dansara stjórna elektróniskum hljóðgjöfum með hreyfingum sínum, er þá ekki tónlistin afleiðing af dansinum, en ekki öfugt einsog við eigum helst að venjast? Cage teiknar nótur sínar þannig að lögmál myndlistar ráða öllu um hvern- ig táknin standa, hvort er þetta þá myndlist eða tónlist? Þess ber hinsvegar að gæta, að skilin milli hinna einstöku listgreina hafa ekki alltaf verið jafn- glögg og orðið hefur á seinni öldum. Músík hjá forngrikkjum var í senn talað mál, söngur, hljóðfærasláttur og dans. Og hvað er okkar venjulega aðferð við að skrá tónverk annað en grafik, þegar allt kemur til alls? Þegar Cage festir á blað hringi, punkta og strik, sem skila- boð til hljóðfæraleikara um ganginn í tónverki, þarf hann alls ekki að vera fjær því að koma tónhugsun sinni til skila en sá sem notar gömlu aðferðina. Hugsunin er önnur, og krefst þarafleið- andi nýrrar aðferðar, en hljóðfæraleikar- inn þarf að kunna skil á báðum. Það sem meginmáli skiptir í flestum tón- verkum, er hægt að sýna með línu- teikningu, og hvort afgangurinn er af- greiddur með strangt útfærðum melódí- um og hljómum, eða látinn ráðast af hugmyndaflugi og getu einstakra hljóð- færaleikara, virðist oft ekki skipta Cage neinu máli, eða jafnvel gera honum gæfumuninn. Menn geta síðan stimplað hann svindlara, geggjaðan, eða hvað sem hvur vill, en því verður hinsvegar ekki neitað, að aðferðir hans og hugmyndir hafa komið af stað mörgu því sem hæst ber nú í tónlist Evrópu. Meistaraverk nútímans, Gruppen fiir drei orchester og Zeitmasse eftir Stockhausen, hefðu varla orðið til ef Cage hefði ekki verið bi'iinn að sýsla við tilviljunina sem tónlistar- element, og enn síður hefði Stockhausen samið Mikrofónmúsík sína án fyrirmynd- ar í þagnartónlist Cage frá 1960. Þó á músík-happening-leikhúsið, sem er mik- il tíska í Evrópu þessa dagana, undir forustu Kagels frá Argentínu og ung- verjans Ligetis, honum mest að þakka eða kenna, en það er kapítuli fyrir sig og sinn tíma. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.