Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 31
vorrar séu lítið eða ekkert kannaðir. Afhendingu skjala til Þjóð- skjalasafnsins ábótavant. Nú hefir verið drepið á helztu þætti þeirrar heimilda- söfnunar, sem eðlilegt má telj- ast, að Þjóðskjalasafnið hafi með höndum. Öll gögn bera það með sér, að fyrsti forstöðu- maður safnsins, Jón Þorkels- son, hefir gengið mjög ötul- lega fram í því að innheimta opinber skjöl hvaðanæva af landinu og auk þess áskotnazt margt einkaskjala. Mun öllum vera ljóst hve mikilvægt þetta frumkvæði var meðan safnið var á bernskuskeiði. Hins veg- ar virðast ýmsir hafa álitið, að þetta yrði að mestu óþarft, er fram liðu stundir, þar eð em- bættismenn tækju fljótlega að líta á afhendingarskylduna sem sjálfsagðan hlut, auk þess sem skortur á geymslurými væri þeim hvatning til að rækja hana. Reynsla und- anfarandi áratuga sýnir þó greinilega að svo er ekki, því að eftir að hætt var að ganga rikt eftir af hálfu safnsins, hefir orðið mikill misbrestur á því, að ýmis embætti skiluðu reglulega þeim hluta skjala sinna, sem þeim ber skylda til. Þannig liggur enn fjöldi mik- ilvægra gagna allt frá því um og fyrir aldamót hjá ýmsum sýslumannsembættum úti um land, þótt öðru hafi þau raun- ar skilað og sum þeirra all- miklu frá fyrstu þrem til fjór- um tugum þessarar aldar. Um opinberar stofnanir, sem að- setur hafa í Reykjavík, er það meðal annars að segja, að yngstu skjöl, sem alþingi hef- ir skilað, ná fram um 1910, og ýmsum gögnum heldur það enn, sem eru frá því fyrir aldamót. Stjórnarráðið hefir hins vegar verið miklu ríflegra í afhendingum sínum, en sá er þó gallinn á, að það heldur t. d. enn dagbókum sínum allt frá upphafi heimastjórnar. Ekki þarf að fjölyrða um það, hvílíkur dragbítur það er á öllum frumrannsóknum á síðaritimasögu okkar, að menn, sem vilja stunda þær, verða að t. d. vera á sífelldum þönum milli stjórnarráðsins, alþingis og þjóðskjalasafnsins eftir þeim upplýsingum, sem þá vanhagar um. Gamanið gránar þó enn meira, ef menn þurfa að nota heimildir, sem liggja hjá ýmsum embættum úti um land. Sumar opinberar stofnanir virðast löngum hafa haft til- hneigingu til að nota Þjóð- skjalasafnið sem eins konar ruslakistu, þ. e. afhenda þang- að fyrst og fremst þau skjöl, sem voru viðameiri að magni en heimildagildi, en halda sem lengst í hin merkari. Dæmi eru og um það, að einstöku opinberar stofnanir í Reykja- vík afhendi þangað unnvörp- um alls konar skjöl, sem eru aðeins fárra ára gömul, enda hægt um vik fyrir starfsmenn þeirra að nota þau eftir sem áður vegna nábýlisins við safn- ið. Við þetta verður það enn meiri erfiðleikum bundið fyrir safnið að taka við þeim skjöl- um annarra opinberra aðila, sem eldri eru og ættu þvi að ganga fyrir. Er þetta raunar að nokkru leyti afleiðing þess, að sá háttur hefir ekki stöðugt verið á hafður að innheimta skjöl jafnóðum og skipulega frá hinum ýmsu stofnunum. Þetta á sér þó veigamiklar or- sakir, sem nú skal nokkuð vik- ið að. Húsnæði safnsins er allt of lítið í lok formála síns að skrá nr. III um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu, sem út kom árið 1910, segir Jón Þor- kelsson: „Skjalasafnið er nú komið í nýtt og gott húsnæði, þar sem það má eiga leingi vist um ókomna tíð . . . og get- ur geymzt þar á þann hátt, sem bezt má verða, svo að öllu, sem þangað kemst, á að vera vel borgið úr þessu í framtíð- inni.“ Þegar þetta var skrifað, hafði safnið nýlega fengið til afnota um 1/3 hluta hins ný- byggða Safnahúss. Var því eðli- legt, að Jón teldi húsnæðis- málum þess borgið um langa framtíð. Hann gat vart held- ur órað fyrir þeirri feiknalegu aukningu, sem síðan hefir orð- ið í embættakerfi landsins og öllu skrifstofuhaldi hins opin- bera, en af þessu hefir leitt margföldun þess skjalamagns, sem safninu ber skylda til að taka við. Húsnæði Þjóðskjalasafnsins er semsé fyrir löngu orðið allt of htið til þess að það geti gegnt brýnustu skyldum sínum, hvað þá ef það ætti einnig að vinna markvisst að því að bjarga skjölum einkaaðila frá glötun, svo eðlilegt og sjálf- sagt sem það þó væri. Árið 1954 var meira að segja gripið til þess óyndisúrræðis að flytja burt mikið magn verzlunar- bóka o. fl. gagna, sem safninu hafði áskotnazt og koma því fyrir á lofti Bessastaðakirkju. Þar hafa þessi skjöl legið síð- an, og þarf ekki að fjölyrða um, hve óhagkvæmt það er frá fræðilegu sjónarmiði, svo ekki sé talað um geymsluskilyrðin. Nýting geymslurýmisins í Þjóðskjalasafninu hefir að vísu verið bætt verulega siðustu ár- in, þar eð stálskápum hefir verið komið fyrir í kjallara og á fyrstu hæð í stað hinna gömlu hillna. En þótt sú fram- kvæmd sé vissulega góðra gjalda verð, hrekkur hún ær- ið skammt til lausnar á þeim gífurlegu húsnæðisvandræðum, sem sainið á í rauninni við að stríða og kæmu óþyrmilega í ijós, ef opinberir aðilar tækju sig allt í einu til og skiluðu öllu því, sem þeim ber að láta af hendi. Húsakynnunum áfátt I ýmsu öðru. Húsakynni skjalasafna verða ekki einungis að vera nægilega rúmgóð til að geta hýst það, sem til er ætlazt. Þau verða líka að vera svo vel úr garði gerð, að skjöl varðveitist þar sem bezt, og vera að öðru leyti að’hæfð þeirri starfsemi, er leysa á af hendi í skjalasafni. Það er skjótt frá að segja, að þessum undirstöðuatriðum er afar ábótavant í Safnahúsinu. Skjalageymslurnar eru t. d. að jafnaði of þurrar og heitar, svo að bréfum og bókum hætt- ir til að ofþorna þar og skorpna. Reyndar mun útbún- aður til að viðhalda réttu raka- stigi ekki kosta mjög mikið fé. Á hinn bóginn er erfitt að koma honum við svo að fullu gagni sé, þar eð stór hluti skjalageymslanna er ekki ein- angraður frá lestrarsalnum. Af sömu ástæðum verður að hafa jafnmikinn hita í geymsl- unum og á salnum, svo óheppi- legt sem það þó er. Herbergjaskipun á annarri hæð, þar sem eru lestrarsalur og vinnustofur skjalavarða, er í rauninni öfug við það, sem vera ætti. Af því leiðir, að all- ir flutningar milli hæða á því, sem safnið þarf að taka við eða senda frá sér, verða að fara gegnum lestrarsalinn. Þaðan er og inngangur í vinnustofur skjalavarða, þannig að salur- inn er, ef svo má segja, í al- faraleið jafnt starfsliði sem gesta, og er óhaganlegra fyrir- komulag vart hugsanlegt. Hefði öll starfsemi safnsins óhkt betra svigrúm, ef lestrarsalur væri þar, sem nú eru vinnu- stofur skjalavarða og æviskrár- ritara, og innri hluti núver- andi salar hins vegar útbúinn sem vinnustofur en fremri hlut- inn t. d. notaður sem skjala- geymsla. Annars er einnig þessi hluti húsnæðisins allt of lítill, hvernig svo sem það væri hagnýtt, ekki sízt ef mið- að er við þann fjölda starfs- liðs, sem sjálfsagt þykir alls staðar, að stofnanir af þessu tagi hafi í þjónustu sinni. Starfslið safnsins of fátt og störf þess vanmetin. í upphafi var safninu aðeins ætlaður einn starfsmaður en loks var ráðinn þangað að- stoðarmaður árið 1912. Við það sat svo, allt til ársloka 1937, en síðan hefir starfsliði safns- ins verið fjölgað nokkuð, svo að auk þjóðskjalavarðar eru þar nú fjórir skjalaverðir og einn ritari. Loks er svo að geta handritaviðgerðastofunn- ar, sem tók til starfa 1965, en þar vinna nú tvær sérmennt- aðar konur að viðgerðum fyr- ir Þjóðskjalasafn og Lands- bckasafn. Auk þess sem starfslið Þjóð- skjalasafnsins hefir jafnan ver- ið allt of fátt, er það staðreynd, að störf þess og raunar einnig annarra safnvarða hafa löng- um verið mjög vanmetin. Eitt dæmið um það er, að laun safnvarða hafa yfirleitt verið miðuð við starfshópa, sem þeir eiga enga samleið með, nefni- lega kennara. Væri þó eðli- legra að miða laun háskóla- menntaðra safnvarða við kjör sérfræðinga á rannsóknarstof- um. Þar af leiðir auðvitað, að nota á sérþekkingu þessara manna betur en viðgengizt hefir, en láta aðstoðarfólk vinna að afgreiðslu, vélritun og öðru slíku, sem ekki þarf háskólamenntun til. Slík verka- skipting þykir sjálfsögð á rann- sóknarstofum og er það auð- vitað lí'ka á söfnum, enda er og sá háttur hafður á erlend- is. Skírnarvottorðin stóðu eðli- legri starfsemi safnsins fyrir þrifum. Til viðbótar allt of fámennu starfsliði og ónógum húsakosti, var Þjóðskjalasafninu íþyngt með útgáfu skírnarvottorða áratugum saman eða til árs- loka 1962, er þjóðskrá Hagstof- unnar tók þetta að sér. Kom þessi kvöð mjög illa niður á allri eðlilegri starfsemi safns- ins, því að bæði fór mikið af tíma skjalavarðanna í þessi afgreiðslustörf og þetta olli þeim gestum safnsins, sem fengust við einhverjar teljandi rannsóknir, sífelldu ónæði. Þar við bættist, að þeir gestir, sem áttu ekki önnur erindi en stytta sér stundir, höfðu tamið 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.