Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.04.1968, Blaðsíða 36
„Háskólabókavörðurinn, eða staðgengill hans, ætti að sitja alla háskólafundi, þar sem til umræðu eru málefni eins og þróun nýrra kennslu- og rann- sóknarsviða, gerð rannsóknar- áætlana og tillögur um nýjar byggingar, sem varðað gætu stefnuna í safnmálum.“1) Skylt er að taka fram, að háskólaráð hefur oft sýnt við- leitni til að hlynna að Hbs., en mikið vantar á, að málatilbún- aður þess hafi verið á nægi- lega faglegum rökum reistur. Háskólinn verður að gera ræki- lega úttekt á bókasafnsmálum sínum, án þess að menn reyni að telja sér trú um, að áistand- ið sé betra en það er. Við því dugir ekki að kveinka sér. Á þessum vettvangi verður hins vegar ekki gerð nákvæm grein fyrir ásigkomulagi safnsins. Er hvort tveggja, að mikið rúm þyrfti til, og hitt, að slíkt efni á frekar að ganga embættis- leið en birtast í blaðagrein. IV. Starfslið. í þessari grein hefur áður verið vikið að starfsmanna- fæðinni í Hbs., þar sem nú starfa aðeins tveir bókaverðir, auk eins ritara. Nokkru betra er ástandið í Lbs. Þar eru nú 10 bókaverðir. Hins vegar er þar ekkert aðstoðarfólk, utan einn ritari, og er það vitaskuld fráleit tilhögun. Þessi háttur að ráða í söfnin svo til ein- göngu bókaverði, með svipuð laun og ábyrgð, en nálega eng- an ódýrari starfskraft þeim til aðstoðar, þekkist ekki í nein- um sambærilegum söfnum er- lendis, sem ég hef kynnzt eða haft spurnir af. Víðast hvar er aðstoðarfólk um eða yfir helmingur af samanlögðum starfsmannafjölda. Afleiðingin af þessu háttalagi hér er sú, að verulegur hluti af vinnu- tíma langskólamenntaðra bókavarða hefur farið í að inna af hendi störf, sem aðstoðar- fólk gæti leyst með jafngóð- um árangri eða betri. Slík verktilhögun er til þess fallin að draga úr bókavörðum dáð til að fást við verkefni, sem þeim hæfir, og getur þessi só- un á hinu dýrara vinnuafli naumast verið fjárveitinga- valdi ríkisins að skapi. Þarf að verða breyting á þessu hið bráðasta. Hefur Bókavarðafé- lag íslands nýlega sent frá sér ýtarlegar og rökstuddar til- lögur um ný launastig í rann- 1) University Grants Committee. Report of the Committee on Libraries. London 1967, bls. 146. sóknarbókasöfnum, bæði að því er tekur til bókavarða og aðstoðarfólks. Er ekki rúm til að rekja þær tillögur hér í einstökum atriðum, en félagið hefur farið fram á, að hin nýju starfsheiti fyrir bókasafnsfólk verði sett inn í launakerfi rík- isins við þá endurskoðun þess, sem fram fer á þessu ári. Munu bókaverðir í rannsóknarbóka- söfnum líta það alvarlegum augum, ef daufheyrzt verður við þessari sjálfsögðu kröfu um vinnuhagræðingu. V. Sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns. Eins og kunnugt er, var árið 1957 samþykkt þingsályktun- artillaga um að sameina Lbs. og Hbs. Þetta var vafalaust skynsamlega ráðið, og verður síðar vikið nánar að rökum til þess. Ætlunin er, að reist verði hús fyrir sameinað safn á lóð Háskólans. Af framkvæmdum í þá átt hefur þvi miður ekki orðið, en málinu hefur þó ávallt verið haldið vakandi, og á síðasta ári sameinaðist Bandalag háskólamanna um stuðning við málið. Hefur rétti- lega verið bent á, að þjóðin geti naumast minnzt 1100 ára afmælis síns betur en með því að reisa í tilefni þess hús yfir handrit sín, fræðibækur og vísindarit. Það hefur og orðið áhugamönnum um byggingu safnhúss ánægjuefni, að Al- þingi sýndi málinu þann áhuga á s.l. hausti að taka upp á f jár- lög í fyrsta sinn smáfjárveit- ingu til undirbúnings að bygg- ingu hússins. En þótt smátt sé af stað farið, verður að vona, að ekki sé um sýndaraðgerðir að ræða. En annað mál er það, að áætlunin um sameiningu safn- anna hefur alls ekki verið hugsuð til loka eða nægileg grein gerð fyrir henni. Sumir hafa hugsað sér algeran sam- runa stofnananna, hvað stjórn og skipulag snertir, aðrir laus- leg rekstrartengsl tveggja stofnana undir sama þaki, án verulegs samruna bókakosts- ins. Þessi óvissa er til þess fallin að valda tortryggni og misskilningi, einkum meðal þeirra, sem lítt eru kunnug- ir safnrekstri. Nánari út- færsla sameiningarhugmynd- arinnar er safnfræðilegt við- fangsefni fyrst og fremst, og verða bókaverðir isjálfir að annast það að mestum hluta, ef von á að vera um árangur, og er þetta mikil vinna. Kem- ur þar til rækileg könnun á bókakosti, ásigkomulagi, stöðu og hlutverki Lbs. og Hbs., svo og annarra rannsóknarbóka- safna, einnig framtíðarþörfum Háskólans á lestrarrými og bókasafnsþjónustu. Þá þarf að kanna og hafa hliðsjón af rekstri sambærilegra stofnana erlendis og vinna síðan úr þessum upplýsingum eftir föng- um með aðstoð handbóka um safnfræðileg efni. Aðstoð er- lendra stofnana er sjálfsagt að hagnýta eftir föngum, en bein þátttaka erlendra sér- fræðinga er þó naumast brýn, fyrr en nálgast lokastig könn- unarinnar. Það er t.rúa mín, að niðurstöður slíkrar rannsókn- ar mundu sannfæra flesta menn um, að eitt sæmilega búið miðsafn sé hagkvfemasta lausnin í okkar litla þjóðfélagi. Örðugt er vitanlega að svo lítt könnuðu máli sem nú er að gera sér glögga grein fyrir um- fangi og rekstrarfyrirkomulagi sameinaðs bökasafns, en með þeim fyrirvara, sem af eðli málsins leiðir, þykir mér þó rétt að reifa stuttlega hug- myndir mínar um slíka stofn- un, ef það mætti verða til þess að skýra málefni þetta að nokkru. VI. Samfærsla bókakostsins. Samfærslu bókakosts safn- anna mætti í meginatriðum haga á þessa leið: Bókum ís- landsdeildar (þ. e. íslenzkum bókum og bókum, sem varða ísland) sé haldið sér, líkt og nú er í Lbs. Sú deild verði lok- uð fyrir gestum, en bækur af- greiddar til notkunar á lestr- arsal. Erlendum bókakosti safnanna ætti að blanda nær algerlega saman, og skyldi sá hluti safnsins vera opinn kennurum og stúdentum Há- skólans, svo og öðrum gestum eftir nánari ákvörðun, og má sækja nægar fyrirmyndir í erlend söfn um þetta. Safn- gestirnir hafa þá leyfi til að ganga um bókageymslur þessa hluta safnsins, kynna sér bókakostinn eftir eigin athug- un og velja sér bækur til notk- unar, en flestar bækur í þess- um safnhluta skulu falar til útlána. Einnig skulu vera í hinum opna hluta safnsins íslenzkar bækur og erlendar bækur um íslenzk efni, þær er nú á að heita að sjálfbeini sé að í Hbs. Yrði þannig mikill hluti sömu rita sem mynda fslandsdeild einnig í hinum opna hluta safnsins til frjálsra afnota og útlána, sum í mörg- um eintökum. Hinu verðmæta safni Benedikts Þórarinssonar, sem hann gaf Háskólanum á sínum tíma, er samkvæmt ákvæðum gefanda haldið sér, og mundi svo verða áfram eft- ir sameiningu safnanna og safnið verða einkum til notk- unar fyrir kennara Háskólans. VII. Húsnæði. Á þessu stigi er ekki unnt að mynda sér skoðun um gerð safnhússins sjálfs nema í stærstu dráttum. Bókageymsl- ur mættu vera með a. m. k. tvennum hætti. í hinum lok- aða hluta safnsins mættu þær vera gluggalausar að mestu eða öllu, og væri það jafnvel betra, þar eð með því móti héldust geymslurnar nær ryk- lausar og raka- og hitastig jafnara en þar sem opnanleg- ir gluggar eru. En í þessum hluta safnsins yrðu einmitt þær bækur, sem varanlegasta geymslu þyrftu. Þessi geymslu- háttur eykur einnig á mögu- leika til nýtingar húsnæðis, þar sem til þess má taka djúpt niðurgrafna kjallara eða mið- hluta húss, þar sem gluggum verður sízt við komið. í þess- um hluta safnsins kemur vel til mála að nota eitthvað af stálskápum á rennibrautum til að auka nýtingu gólfrým- isins, en þó skyldi englnn of- meta gildi slíkra skápa til rúmdrýginda. Á hinn bóginn er heppilegra, að hinn opni hluti safnsins sé í björtu húsnæði með opnan- legum gluggum, og tíðkast víða, að í slíku húsnæði séu höfð lesborð eða jafnvel básar (carrels) meðfram útveggjum. Notkun renniskápa kemur ekki til greina í þessum hluta safns- ins. Að því er lestrarrými varðar, þarf í fyrsta lagi að vera með- alstór lestrarsalur, ætlaður þeim aðallega, sem fást við fræðileg og vísindaieg við- fangsefni og þurfa mikið á bókum að halda, sem ekki eru til útláns. f þessum sal þarf að vera stöðug gæzla og mikið af handbókum. í öðru lagi þarf ríflegt lestrarrými ætlað stúd- entum einkum, og þarf fjöldi lessæta af því tagi að vera meiri en samanlagður fjöldi lessæta annars staðar í hús- inu. Er vafasamt, hvort heppi- legt er að koma þeim öllum fyrir í einum stórum sal. Álit- legra er að koma nokkru af þeim fyrir á miðlungsstórum spildum inni í hinum opna hluta bókasafnsins, og veldi þá stúdent sér sæti á þeirri spild- unni, sem liggur næst bóka- kostinum í hans grein. Sem dæmi um góða fyrirmynd að 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.