Samvinnan - 01.08.1968, Síða 8

Samvinnan - 01.08.1968, Síða 8
sé til annars en sýna áhuga ómenntaðs alþýðumanns á málinu og láta í ljós eftirvænt- ingu um framhald þessara umræðna, sem og umbóta- hreyfingu, er af þeim mætti spretta. „Öxin er þegar reidd að rót- um trjánna . . .“ Ýmsum finnst óþarflega hátt reitt til höggs í framsöguer- indum skólamannanna sumra. En blasir ekki við hverjum þeim, sem um uppeldis- og þjóðmál hugsar, námsleiðinn, uppreisnarandinn, rótleysið, vanþroskinn, hnignandi mál- og þjóðerniskennd, glæpa- hneigð, drykkjuskapur og nautnasýki æskufólks? Þjóðfélag og mannlíf tekur örum breytingum, en mann- eðlið er alltaf sjálfu sér líkt. Vandi uppalandans er að sam- hæfa manneðlið hinni flóknu tækni fjölþætts og síbreytl- legs þjóðlífs. Helztu gerendur einstaklings- mótunar eru þrír: heimilið, skólinn og tíðarandinn. Þáttur heimilisins í lífsþræði einstaklingsins hefur veikzt og grennzt, þáttur félaga, um- hverfis og tíðaranda styrkzt að sama skapi, og þáttur skól- ans er því miður næsta blá- þráðóttur. Hann þarf að styrkja og vanda betur. Frá mínu leikmanns sjónar- miði er þetta mikilvægast: 1. Börn þurfa að geta notið skólavistar yngri og al- mennar en nú er. 2. Val kennara verður að vanda og búa þeim góð og árangursvænleg kjör. 3. Skólanum verður að skapa starfsskilyrði, fyrst og fremst húsnæði svo víða sem þörf er á, og nauðsyn- leg kennslutæki. 4. Kennslunni sjálfri verður að breyta frá því sem nú er víðast, og er í framsögu- erindum réttilega bent á ýmis atriði þar að lútandi. Um töluliðina hér að fram- an vil ég fara nokkrum orðum til frekari skýringar. 1. Börn fara að mótast af umhverfinu á mjög ungum aldri eins og almennt er vitað og viðurkennt. Helzt mega eng- in höpp og glöpp ráða, hvern- ig sú mótun verður. Hæfileik- ar barna til að nema eru óhemju-miklir á fyrsta ára- tugnum. Þessa hæfileika þarf að hagnýta og beina þeim í heppilega farvegi. Til þess ætti skólanum að vera bezt trú- andi, þó góð heimill, sem að- stöðu hafa, vilja og getu til að sinna börnunum nægilega, verði alltaf þýðingarmesti upp- eldisaðilinn. 2. Tilgangslítið virðist að tala um að vanda val kenn- ara meðan kennaraskortur — einkum á barnaskólastiginu — er tákn tímanna. Kennara- skorturinn, eins og reyndar lækna og ýmiss konar sér- fræðinga, er eitt af sjúkdóms- einkennum þjóðfélagsins. Þetta er eins konar fjörefna- skortur í þjóðarlíkamanum. Ekki er vöntunin fyrst og fremst því að kenna að fjör- efnin séu ekki til, heldur hinu að þau hafa þótt ofdýr, og verið boðin af þeim, sem helzt þurftu þeirra með. Hvort tveggja er, að hin hamslausa sókn manna í lífs- þægindi og persónulega hag- sæld, sem er tíðarandi, hefur dregið hæfustu starfskraftana þangað, sem bezt er borgað og lífsþægindin eru mest, og eins hitt, að ráðamenn þjóðfélags- ins hafa vanmetið nauðsyn þess að rækja uppeldi þjóðar- innar betur. Og nú má heita í óefni komið. í þessu sambandi langar mig að vitna til hins ágæta bréfs frú Kristínar R. Thorlacíus í 9. h. Samvinnunnar f. á. Hún segir: „Hafi menntunin ekki veitt manninum neina lífs- fyllingu, . . . ekki fært honum nokkurn gróða annan en von- ina um svolítinn fjárhagslegan ávinning, þá er sannarlega þörf á endurbótum á fræðslu- kerfi okkar.“ Þetta er mergur málsins. Góðs árangurs af skólastarfi getum við ekki vænzt fyrr en almennur skilningur á mikil- vægi þess er fyrir hendi, fyrr en fræðarastarfið er metið að verðleikum, launað að verð- leikum eftir getu þjóðarinnar og hæfir menn vilja helga því krafta sína málefnisins vegna. Sannleikurinn er sá, að þótt menntun og æfing sé sjálf- sögð og nauðsynleg forsenda góðs árangurs við kennslu, líf- vænleg launakjör, hvíld og upplyfting, þá verður aðal- atriðið alltaf áhugi ög fórnfýsi kennarans, ást á starfinu og djúpur skilningur á mikilvægi þess. 3. Víða ríkir hörmungar- ástand í húsnæðismálum skól- anna í dreifbýlinu. Ekki veld- ur eingöngu fjárskortur, held- ur miklu fremur skilnings- og skipulagsleysi á þessu sviði. Með hagsýni, sparnaði og góðu skipulagi mætti byggja miklu meira en gert er af sómasam- legum skólahúsum og búa þau nauðsynlegustu kennslutækj- um. Það er engan veginn áríð- andi að skólabyggingar séu skrauthýsi. Þær geta verið traustar, bjartar og hlýjar, þó einfaldar séu að gerð. Með- an verið er að fullnægja brýn- ustu þörfum á skólahúsnæði verður að hafna sterkri (og 4

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.