Samvinnan - 01.08.1968, Síða 15

Samvinnan - 01.08.1968, Síða 15
og voru engir eftirbátar Farúks konungs í munaði — en þeir tryggðu landinu þriggja áratuga ró á erfiðu uppvaxtar- skeiði. Ein afdrifaríkasta endurbótin í sambandi við samninginn 1936 var í því fólgin, að herskólinn skyldi opinn öllum, án tillits til uppruna eða stéttar. Þannig var undirbúinn jarðvegur byltingar hinna ungu liðsforingja 1952, sem naut stuðnings alþýðu manna. Einn liðsfor- ingjaefnanna frá 1936, sem útskrifuðust 1938, var Gamal Aþdel Nasser, fæddur 1918, áhugasamur, skarpur og einbeittur sonur smábónda í Efra-Egyptalandi (landinu sunnanverðu) sem hafði unnið sig uppí að verða starfsmaður í póst- húsi. Kaíró varð aftur miðstöð brezka her- aflans í Miðausturlöndum í seinni heims- styrjöld, en það var ekki með samþykki Egypta. Margir þeirra voru hrifnir af Hitler og Mussolini, einkum meðan allt gekk þeim í haginn. Nokkrum árum fyrir stríð var einskonar fasistahreyfing, grænstakkarnir, farin að láta til sín taka, og á skólaárum sínum í Alexandríu var Abdel Nasser meðlimur hennar. Hann var þá þegar mjög pólitískur og þylting- arsinnaður, stofnaði nefnd nemenda sem hét iá leiðtoga landsins að sameina þjóðina, fordæmdi meðferð Breta á Aröbum í Palestínu og grimmdarverk Frakka í Sýrlandi, trúði á Múhameð, George Washington, Voltaire og Gandhi! Framtil 1942 var Wafd-stjórnin hálf- volg þegar Bretar unnu sigra, en heldur hýrari þegar á móti blés. Bretar álitu egypzka herinn vera svo maðksmoginn af samúð með möndulveldunum, að þeir voru komnir á fremsta hlunn með að leysa hann upp. Þegar Nesser bárust þessi tíðindi til eyrna í herbúðum ná- lægt E1 Alamein, jókst hatur hans á Bretum um allan helming. í írak gerðu vinir Þjóðverja undir stjórn Rasjids Alís byltingu 1941 og nokkrir af félögum Nassers tóku flugvél í þvi skyni að koma þeim til hjálpar, en voru neyddir til að lenda og fangelsaðir. Annar vinur Nass- ers hafði á prjónunum ráðagerðir um að hefja skæruhernað að baki víglínu Breta og leigði sér fljótandi næturklúbb á Níl þar sem hann hleraði ásamt félög- um sínum samtöl brezkra liðsforingja sem voru að dansa á þilfarinu. Stríðið í eyðimörkinni dróst á lang- inn. Wavell vann sinn glæsta sigur yfir ítölum, en herafli Rommels varð bæði honum og öðrum hershöfðingjum óþæg- ur ljár í þúfu. í Kaíró voru tilfinningar manna blendnar. Sumir rökuðu saman fé, og árið 1944 voru egypzkir milljóna- mæringar (í sterlingspundum) orðnir 400 talsins. Erlendur gjaldeyrir streymdi til landsins. Ágóði af baðmull, sykurvinnslu og skemmtanafíkn hinna erlendu her- manna var geipilegur, og ýmsir Egyptar báðu þess í hjarta sínu að stríðið stæði sem lengst. En þorri þjóðarinnar sá hvernig birgðir af brauði og eldsneyti þurru, en verðlag steig með hverjum degi í hinni óumflýjanlegu verðbólgu fjáraustursiná, og þetta fólk bölvaði Bretum í hjarta sínu. í febrúar 1942 neyddust brezkar her- sveitir til að umkringja höll Farúks kon- ungs, hóta honum brottrekstri og skipa með valdi nýja Wafd-stjórn, vinsamlega Bretum. Ekki dró það úr hatri hinna ungu liðsforingja. Ofursti að nafni Neguib, sem tíu árum síðar gegndi hlut- verki í byltingu liðsforingjanna, sagði af sér og kvaðst ekki vilja starfa í her sem væri „ófær um að vernda konung sinn“. Áratug síðar var þessi lífsþyrsti og klúri kóngur ekki talinn verður vernd- ar. Uppfrá þessu var Wafd-flokkurinn í augum margra Egypta ekki annað en verkfæri Breta. Skömmu siðar var Nasser hækkaður í tign og gerður af kafteini. Næstu fjögur árin kenndi hann við ýmsa herskóla. Þessar stofnanir gegndu svipuðu hlut- verki í egypzku byltingunni 1952 einsog herskólarnir í byltingu Ung-Tyrkja 1908, og kannski mætti líka stilla saman Enver Pasja og Neguib, Abdul Hamíd og Farúk kóngi, Mustafa Kemal og Nasser. Mun- urinn á Mustafa Kemal og Nasser er vissulega mikill, en hliðstæðurnar eru líka eftirtektarverðar: miskunnarleysi, ofstækisfullt hatur á útlendingum, trú á heillastjörnurna, tilfinning stjórnmála- mannsins fyrir hinu hentuga augna- bliki, brennandi ástríða á að hreinsa þjóð sína af smán og spillingu, óseðjandi valdafíkn. Báðir stóðu að byltingu hers- ins og báðir tóku völd í algleymi þjóð- legrar niðurlægingar. En árið 1942 var Nasser enn ungur og fremur óframfærinn liðsforingi. Hann sýndi enga sérstaka yfirburði, en var að vinna bug á taugaóstyrk sínum og læra að verða góður fyrirlesari. Á vígstöðv- unum var Rommel kominn hættulega nálægt Kaíró. Churchill heimsótti Egyptaland og Montgomery tókst á hend- ur yfirherstjórnina. Birgðum var safnað, og i október kom hinn mikli sigur við E1 Alamein. Rússar unnu Stalíngrad og Eisenhower gekk á land í Norður-Afríku. Möndulveldin voru að láta undan síga, og stjórnmálamennirnir í Kaíró snerust eftir vindátt. Þeir sögðu jafnvel Þjóð- verjum og ítölum stríð á hendur, en það reyndist forsætisráðherranum dýrt sraug, því hann var myrtur skömmu síð- ar. Egyptar voru þannig meðal „sigur- vegaranna“ 1945. En í stríðslok var land- ið á barmi byltingar. Auðmennirnir voru auðugri en nokkru sinni fyrr, kóngur- inn viljalaust verkfæri erlends valds, stjórnmálamennirnir hver öðrum spillt- ari, borgirnar yfirfullar af aðkomufólki, dýrtíðin sívaxandi, skortur á korni og parafínolíu, aðsteðjandi atvinnuleysi eftir uppgang stríðsáranna, herinn gagn- sýrður af gremju yfir hinni þjóðlegu nið- urlægingu, Bræðralag Múhameðstrúar- manna staðráðið í siðferðilegri byltingu og sektarlambið við höndina þar sem voru brezku hermennirnir á götunum og brezku auðmennirnir í dýru gistihúsun- um og næturklúbbunum. Það þurfti hvorki Marx né Lenín til að skilja hvað klukkan sló, ástandið var eins „sígilt" og í Frakklandi í júlí 1789 eða Petrógrad í marz 1917. Ávöxturinn var vissulega fullþroska, og þó liðu heil sjö ár áður en hann féll í skaut þeirra Neguibs og Nassers. Á því skeiði bættist enn í mæli byltingarinnar: niðurlægingin í stríðinu við ísrael. Jafn- vel þennan ósigur mátti líka kenna Farúk og Bretum. Því var semsé haldið fram að Farúk hefði búið hermenn sína úreltum vopnum sem hann hefði keypt við lágu verði og stungið mismuninum í eigin vasa, en Bretum var kennt um sjálfa tilvist ísraels. Hugmyndin um stríð við ísrael var vinsæl í hernum, í hinu ofstækisfulla Bræðralagi Múhameðstrúarmanna og meðal kaupsýslumanna sem vonuðust til að gengið yrði milli bols og höfuðs á hættulegum keppinautum á viðskipta- sviðinu. En dvergríkið, sem var 40 sinn- um fámennara en nágrannaríkin, stóðst þeim snúning. Egyptar breiddu yfir smánina með því að skella skuldinni á Farúk konung. Eina Arabaríkið sem veitti ísraelum umtalsvert viðnám var Jórdan, sem átti velþjálfaðan her frá hendi Breta, og ekki dró það úr sviða Egypta. Nasser stóð sig sjálfur vel í stríðinu, og Neguib hershöfðingi þó enn betur. Litlu munaði að Nasser yrði allur á vígvellin- um, því byssukúla fór í gegnum hann hálfum þumlungi fyrir neðan hjartað. Seinna fór honum sem Hitler, að hann leit á þessa björgun sem vísbendingu um að forsjónin hefði ætlað honum mikið hlutverk. Hvað sem öðru leið, þá varð stríðið við ísrael til að þynna mjög raðir keppinauta hans og yfirmanna. Á skeiðinu milli stríðsins við ísrael og byltingarinnar 1952 átti sér stað „bar- áttan um Súez-skurðinn“. Hún hófst á því að Wafd-stjórnin fordæmdi samninginn frá 1936. Þetta var gert í þeim tilgangi einum að afla stjórninni vinsælda inn- Nasser (þriðji frá vinstri) sœkir moskur Múhameðstrúarmanna og iðkar þar helgiathafnir þeirra ásamt nánustu samherjum. U

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.