Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 25
meira land en þeir mundu gera af eigin rammleik með því að veita þeim ræktunar- styrki og niðurgreidd lán, og að bændur byggi yfir fleiri nautgripi, sauðfé og svín en þeir gerðu, ef þeir fengju ekki til þess niðurgreidd lán úr stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Öll árin, árið 1923, 1930 og 1968, eru þessi vinnubrögð við- höfð, ekki aðeins með sam- þykki bændastéttarinnar, held- ur að ósk og kröfu bænda. V Við skulum þá athuga, á hvern hátt þessi vinnubrögð samrýmast hagsmunum sveita- fólks árið 1923 og 1968. Árið 1923 voru kjör almenn- ings í landinu þannig, að það hafði talsverð áihrif á neyzlu hans á innlendum matvælum, nýmjólk, osti, smjöri, kinda- kjöti og kartöflum, hvort verð- ið var hátt eða lágt. Ræktun- arstyrkirnir og síðar Búnaðar- tankalánin stuðluðu að auknu framboði á landbúnaðarafurð- um. Þetta aukna framboð hvarf auðveldlega í magann á neytendum, án þess að verðið þyrfti að lækka til þess að matarlystin ykist. Árið 1923 var verðlag á innlenda markaðin- um í nánum tengslum við verð- lag erlendis. Þær afurðir, sem voru fluttar út, voru á líku verði innanlands og fékkst fyr- ir þær erlendis, og þær afurð- ir, sem voru framleiddar í sam- keppni við innfluttar afurðir, voru yfirleitt verðlagðar mjög líkt því, sem innfluttu afurð- irnar kostuðu. Verðlagið var því yfirleitt lágt, lífskjör sveita- fólks léleg, en það spillti ekki markaðinum svo neinu næmi, þó að framboðið ykist vegna jarðræktarlaganna. Þvert á móti styrktu jarðræktarlögin samkeppnisaðstöðu sveitafólks bæði gagnvart innfluttum iandbúnaðarafurðum og gagn- vart sjávarútveginum, sem var annar aðalatvinnuvegur þjóð- arinnar. Árið 1968 er allt þetta breytt. Nú ríkir hér verðlagskerfi, sem í nafninu á að slíta tengslin milli framboðs og eftirspurnar og gerir það vissulega, ef litið er á málið frá mánuði til mán- aðar. Útflutningsuppbætur eru veittar til þess að slíta verð- myndunina innanlands úr tengslum við erlenda markaði, ströng innflutningshöft eru, sem vernda innlenda fram- leiðslu frá samkeppni við inn- flutta, og verðlagið er ákveðið af nefnd sex manna (og yfir- nefnd), sem hefur fyrirmæli um að verðleggja afurðir land- búnaðarins þannig, að kjör bænda verði sem líkust kjörum nokkurra annarra fjölmennra stétta. Ef við berum kjör bænda saman við fyrirmæli löggjafarvaldsins til nefndar- innar um að verðleggja þann- ig, að kjör bænda verði sem líkust kjörum hinna fjölmennu samanburðarstétta, er ljóst, að nefndin hefur aldrei reiknað rétt og oft langt frá því. Þetta er ekki óeðlilegt, þar sem óvissa er um margt, þegar verð- ið er ákveðið. Það, sem er athyglisverðara, er þó, að nefndin (eða yfirnefndin) hef- ur alltaf reiknað skakkt í aðra áttina. Útkoman, þegar reikn- ingar hafa verið gerðir upp, hefur alltaf verið sú, að tekj- ur bænda hafa verið lægri en tekjur samanburðarstéttanna. Þetta er ekki einleikið, ef um ófyrirséða reikningsskekkju væri að ræða í tuttugu ár. Án þess að orðlengja það frekar virðist mér öll reynsla af verðlagningu á landbúnað- arafurðum hér á landi gefa til- efni til að skýra kjör bænda á íslandi á líkan hátt og kjör bænda í öðrum löndum, þar sem almennur efnahagur er líkur því sem er hér, eru skýrð. Eins og efnahagi almennings er nú háttað, bætir fólk ekki meira á sig af mjólkurafurð- um og kjöti nema verðið lækki verulega. Aukið framboð á landbúnaðarafurðum leiðir því til þess, að erfitt reynist að halda uppi verðinu. Útflutn- ingsuppbæturnar geta að vissu marki (sem nú er komið yfir) tekið hið aukna framboð út úr markaðinum og forðað þann- ig frá verðhruni, en þeir, sem bændur eiga að semja við um verðlagið, finna enga hvöt hjá sér til þess að halda háu verði á vöru, sem nóg er áf fyrir, og viðbótarframleiðslan leiðir ein- ungis til aukinna útgjalda rík- issjóðs vegna útflutningsupp- bótanna, á meðan þær duga. Enginn óskar eftir þeim nema bændurnir. Áhrifin af fjárfestingarmál- um bænda árið 1923 og 1968 eru því gerólík. Árið 1923 var það bændum í hag, að ríkið ýtti undir það, að þeir ræktuðu meira og byggðu yfir fleira búfé en ella. Árið 1968 er mark- aður bændanna takmarkaður. Nú leiðir sú stefna ríkisvalds- ins að hvetja bændur með styrkjum og niðurgreiddum lánum til þess að rækta meira og byggja yfir fleira búfé en þeir gerðu ella til þess, að verðlag á afurðum þeirra lækkar eða hækkar minna en það gerði án þessarar stefnu. VI Af ýmsum ástæðum er eðli- legt og hagkvæmt, að meira ræktað land og fleira búfé komi á hvern starfandi mann í landbúnaði eftir því sem ár- in líða. Fyrir tæknilegar fram- farir aukast afköstin, og þótt ekki væri um þær að ræða, eykst fjármagn á mann með hverju ári og þar með fram- leiðslan á mann. Grein mín fjallar ekki um þá hlið máls- ins. Hún fjallar um það, hvernig stefna ríkisvaldsins í fjárfestingarmálum bændanna fær menn til þess að taka stærri skref í þessum efnum en þeir sæju sér hag í, ef atbeini ríkisins kæmi ekki til. Grein- in fjallar um það, á hvern hátt þessi stefna er andstæð bættum lífskjörum sveitafólks. VII Ég hóf mál mitt með því að rekja sjónarmið þekkts bú- vísindamanns í landbúnaðar- málum. Ég gerði grein fyrir því, í hverju honum skjátlað- ist. Ég gerði einnig grein fyrir því, að hvaða leyti hann hefði rétt fyrir sér. Ég vil nú tengja aðalmál mitt upphafi greinar- innar. Sú bústækkun, sú afkasta- aukning, sem fer fram í sveit- unum, er sumpart borin uppi af viðleitni bænda til að nýta framleiðsluöflin sem bezt. Sú viðleitni hefur að leiðarljósi, að það á að vera samræmi á milli þess tilkostnaðar og fyrirhafn- ar, sem afkastaaukningin krefst, og þeirrar verðmæta- sköpunar, sem afkastaaukning- in og bústækkunin er. Sumpart er bústækkunin borin uppi af öðrum aðilum, af ríkinu, þann- ig að hún verður örari en bændur sæju sér hag í ella, verður örari en hún yrði, ef þeir sem framkvæma hana, bændurnir og þeirra heimilis- Sláttur að Skarði á Skarðsströnd. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.