Samvinnan - 01.08.1968, Side 28
yrkjar við fjárgeymslu og túna-
vinnslu. Sú lausn, sem mundi
hrinda búnaðarháttum okkar
af stað í átt til þessarar þróun-
ar, er stórraektunin. Ég hef oft
áður bent á, að staðsetning
býla er sú sama í dag og hún
var fyrir þúsund árum, þegar
búskaparhættir voru allt aðr-
ir. Ræktarlandið er fyrst og
fremst á láglendinu, en ekki
upp um fjallahlíðarnar. Það er
kominn tími til að taka lág-
lendið undir stórræktun.
Engir þegnar þjóðfélagsins
eru eins staðfastir og traustir
og fastir í rásinni og bændur.
Þeim verður ekki upphlaups
gjarnt, nema þegar verja þarf
heiður lands og þjóðar. Guð
blessi þá fyrir þessa eiginleika.
Sjálfsagt standa þessir sömu
eiginleikar nokkuð í vegi fyrir
því að þeir vilji breyta til og
hefja samvinnuræktun á al-
mennan mælikvarða og í stór-
um stíl. Það verða þá þeirra ör-
lög og þeir um það. Þegar kem-
ur að búskapnum verða þeir að
finna sönnun fyrir ágæti breyt-
inga svo að segja á sjálfum
sér, áður en þeir trúa því að
breytingin sé nokkurs virði.
Því miður virðist forustulið
bænda vera einnig þessum eig-
inleikum háð. Þar verður
minna um afsakanir. Porustu-
liðið á ævinlega að vita gerst
hvers landbúnaðurinn þarfn-
ast, og áður en aðrir koma
auga á það; annars ekur þró-
unin framhjá. Og þróunin er
alltaf á ferðinni og hún er ný
á hverjum tíma, en vandamál
landbúnaðarins eru svo að
segja alltaf gömul. Þess vegna
verður hann ekki veginn á vog
þeirra nýju starfsgreina sem
eru hundrað ára eða svo.
Þeir bændur, sem búa á jörð-
um með takmörkuðu ræktan-
legu landi, munu verða fyrstir
til að skilja hvað stórræktunin
þýðir. Einn bónda hef ég hitt,
sem sagði að mýrarnar sínar
væru nógu góðar. Hann fór
ekki með neitt fleipur. Hann
vill ekki tala um stórræktun
á meðan hann hefur þessar
mýrar. Seinna kemur kannski
að því, að heyið verður ódýr-
ara með samvinnuræktun en
það sem fæst af góðu mýrun-
um. Þá mun ekki standa á
þessum bónda að slást í leik-
inn. Bændur eru yfirleitt ekki
á móti hugmyndinni um stór-
ræktun á samvinnugrundvelli,
þar sem þeir sjá að landshætt-
ir henta. Sums staðar verður
henni ekki við komið nema í
smáum stil. Þá er að taka því.
Nýbýlastefnan er að fjara
út. Hún var byggð á gamla
kerfinu um bú og jarðnæði.
Nýbýlin voru klofin út úr eldri
jörðum, stundum fleiri en
eitt og fleiri en tvö úr sömu
jörð. Þetta var gott handa
mönnum, sem treystu á ár-
vissa vegavinnu, eða höfðu
ekki heyrt um Sæmund, full-
trúa neytenda. Þetta var líka
gott að öðru leyti. Eftir nýbýla-
stefnuna liggja fjölmörg
skemmtileg íbúðar- og pen-
ingshús, sem eru mikils virði
ef hægt væri að afla heyja
sem hæfðu stórbúum. Heyið
hefur ekki fengizt nema að
takmörkuðu leyti. En láglend-
ið bíður eftir því að verða brot-
ið til ræktunar. Þá vex hagur
nýbýlastefnunnar að nýju. Þá
sannast að bústærðum á ís-
landi verða engin takmörk sett.
Landnámsstefnan gamla var
nokkuð dýr hugsjónastefna, en
hún gerði sitt gagn. Menn
höfðu löngun til að byggja upp
gömul eyðibýli. Það var eins og
enginn áttaði sig á því, að
margt af jörðum hlaut að fara
í eyði á fyrstu áratugum þess-
arar aldar, vegna þess að
breytt og skipuleg afurðasala
og auknar kröfur hjúa kölluðu
á aðra búskaparhætti. Fráfær-
urnar einar voru þýðingarmik-
ið atriði. Þegar þeim var hætt
urðu beitargóðar dalajarðir
næsta lítils virði. Ef hefði átt
að rækta þær sumar sam-
kvæmt landnámsstefnunni,
hefði allt túnstæðið farið und-
ir skurðinn. Þetta var ekki at-
hugað sem skyldi, vegna þess
að landnámsstefnan á íslandi
var meira bókmenntaleg en
hagræn. Það verður lika að
teljast alveg bókmenntalegt
fyrirbæri, þegar byggð var brú
yfir á til að hægt væri að kom-
ast yfir hana til býla, sem
höfðu verið í eyði í tuttugu eða
þrjátíu ár. Brúin kostaði millj-
ón eða svo. Flutt hefur verið
eitthvað af girðingarstaurum
yfir hana, að öðru leyti er hún
notuð af nokkrum bændum,
sem reka fé yfir hana vor og
haust. Á sama tíma gera fuglar
hreiður sín á láglendinu.
Það hæfir ekki að segja
búnaðarsamtökum landsins
fyrir verkum, ekki landbúnað-
arráðherra og ekki bændum
sjálfum. Kalið er þungt í
skauti, en þegar kalk hefur ver-
ið borið í jarðveginn fer aftur
að gróa. Og þegar þessari dags-
hríð hefur að mestu linnt gæti
verið ráð að fara að hugsa fyr-
ir stórræktun, alls staðar þar
sem land leyfir. Svo getur far-
ið á næstu áratugum að mikið
þurfi af heyjum. Og þótt mýr-
in sé góð til ræktunar, þá er
hún ekkert a móti láglendi
heilla héraða. Bændur góðir,
það er láglendið sem gerir ykk-
ur ríka.
Indriði G. Þorsteinsson.
GUNNAR GUÐBJARTSSON:
HVER VERÐUR STEFNAN
í LANDBUNAOARMALUM
í FRAMTÍÐINNI?
Undanfarandi ár hafa orð-
ið nokkrar umræður um það
hvernig marka skyldi stefnu í
framleiðslumálum landbúnað-
arins á íslandi.
Hafa þar einkum komið til
umræðu hverja kosti landið
biði til framleiðslu á búvörum
svo og markaðsskilyrðin utan
lands og innan.
Það fer vart á milli mála að
kornrækt á erfitt uppdráttar
í flestum héruðum landsins,
þó hún geti ef til vill gefið
viðunandi uppskeru í veðra-
beztu héruðum landsins átta
ár af hverjum tíu.
Af þessu leiðir að aðalfram-
leiðsla landbúnaðarins verður
hér eftir sem hingað til fram-
leiðsla kjöts og mjólkur eða
nautgripa- og sauðfjárrækt.
Önnur framleiðsla landbúnað-
arins verður garðávextir og
gróðurhúsaframleiðsla til inn-
anlandsþarfa og væntanlega
vex sú framleiðsla í samræmi
við fjölgun þjóðarinnar og með
aukinni þekkingu á notkun
jarðhita og ýmissa nýjunga á
sviði vísinda og tækni.
Þar sem búfjárræktin hvíl-
ir á grasrækt til heyöflunar og
beitar, þarf að sigrast á þeim
erfiðleikum sem nú herja land-
búnaðinn, þ. e. kalinu og gras-
leysi víða um land.
Þarna er að ég ætla að veru-
legu, já langmestu leyti, um að
kenna rangri notkun áburðar.
Kjarninn, sem verið hefur
einráður sem köfnunarefnis-
áburður um 20 ára skeið, er
ófullnægjandi vegna kalk-
skorts og auk þess óforsvaran-
legur að gerð vegna smæðar
kornanna, en það veldur því
að erfitt og tímafrekt er að
dreifa honum og hann nýtist
oft mjög illa þegar misviðra-
samt er.
Úr þessu hvorutveggja verð-
ur að bæta. Kjarnann verður
að korna, svo að auðvelt sé
að dreifa honum, eða hætta að
framleiða hann ella. Og jarð-
veginn verður að kalka eða
framleiða kalkblandaðan
áburð fyrir alla þá hluta lands-
ins, sem orðið hafa eða verða
fyrir uppskerutjóni af völd-
um kals.
Verði leyst úr þessum vanda
má gera ráð fyrir því, að hægt
verði að framleiða mjög mik-
ið magn búvöru í landinu og
magn framleiðslunnar tak-
markist af markaðsskilyrðum
og öðrum fjárhagslegum atrið-
um.
Stefnan í landbúnaðarmál-
unum ætti þvi að mótast að
mestu af þeim markaðsskilyrð-
um, sem fyrir hendi eru, svo og
almennum sjónarmiðum þjóð-
félagsins til viðhalds og efling-
ar byggðar sem víðast í land-
inu.
Á undanförnum tveim til
þrem áratugum hefur verið
stefnt að því að auka fram-
leiðslu búvara, svo sem unnt
hefur verið. Að því hefur verið
unnið markvisst með túnrækt-
un, aukinni áburðarnotkun,
nýjum og stærri byggingum og
síðast en ekki sízt með víðtækri
vélvæðingu. Árangur af þess-
ari viðleitni til framleiðslu-
aukningar hefur orðið mjög
mikill. Þannig hefur aukning
á mjólk til sölu orðið úr 32.316
þús. ltr. 1948 í 101.698 þús. ltr.
1967 og á kjöti úr 4.637.182 kg
1948 í 12.636.055 kg 1967.
Bændum hefur á þessu tíma-
bili fækkað um 20—25%. Bænd-
ur hafa margir trúað því að
með þeim breytingum á bú-
skaparháttum, sem orðið hafa,
og þeirri miklu framleiðslu-
aukningu, sem hér um ræðir,
mundu þeir geta stórbætt af-
komu sína og i þessu breytta
búskaparfyrirkomulagi fælist
trygging fyrir góðri afkomu
landbúnaðarins í framtíðinni.
En nú hefur sannazt að svo
er ekki. Það sem veldur er
fyrst og fremst sívaxandi
verðbólga í landinu og stór-
aukinn tilkostnaður við fram-
leiðsluna, sem étur upp verð-
mæti alls framleiðsluaukans
og í ýmsum tilfellum meira en
honum nemur.
Á síðustu árum hefur orðið
mikil hækkun á verði fram-
leiðsluvara landbúnaðarins.
Barátta Stéttarsambands
bænda hefur að verulegu leyti
beinzt að því að tryggja að
verðgildi búvaranna héldist í
hendur við hækkað kaupgjald
og hækkað verðlag í landinu.
T. d. hefur verð á þýðingar-
mestu vöruflokkunum, mjólk
og kjöti, breytzt þannig:
24