Samvinnan - 01.08.1968, Síða 33
samræma eftirspurn fóður-
blöndustöðva og vinnslu feit-
innar hjá sláturhúsunum, en
það kemur eflaust um leið og
eftirspurn gerir vart við sig
og Ijóst er hvaða verð fæst
fyrir vöruna.
Hversvegna nota fóðurblöndu-
stöðvarnar ekki íslenzkar fóff-
urvörur í stærri stíl?
Ástæðan er einfaldlega sú,
að verðlag á erlendri fóðurvöru
er það lágt, að íslenzk fram-
leiðsla getur ekki keppt við
hana nema nokkur toll-
vernd komi til.
Allir þættir íslenzks land-
búnaðar eru verndaðir gagn-
vart innflutningi erlendra
búsafurða og það sem út er
flutt er styrkt mikið. Ef gras-
mjöl fengi sömu útflutnings-
uppbætur og kindakjöt væri
hægt að græða stórfé á ís-
lenzku grasmjöli, sem auðvelt
er að selja erlendis.
Með algjörlega tolla- og
gjaldalausum innflutningi á
fóðurvörum er útlendingum
opnuð leiðin til að selja hér
offramleiðslu sína á undir-
boðsverði. Póðurvörur verða
hér eins ódýrar og völ er á.
Ástæðan fyrir því að ís-
lenzkar fóðurblöndustöðvar
hafa ekki lognazt út af ennþá
er í fyrsta lagi sú, að fiski-
mjöl fæst nú á lægsta hugs-
anlegu verði, og í öðru lagi sú,
að maísinn er fluttur inn laus.
Tilbúnar erlendar fóðurblönd-
ur koma í sekkjum.
Leiðin er opin til þess að
stöðva síðustu leifar innlends
fóðurbætisiðnaðar með undir-
boðum, „dumping", erlendis
frá.
Hvaff á nú aff gera?
Farsæl lausn þessara mála
fæst með því að hafa vald á
verðlagi og færa til fjármagn.
Það vald hefur ríkisstjórn
landsins ávallt. Mátulegur toll-
ur á innfluttum fóðurvörum
myndi hækka verðlag innan-
* lands, það myndi aftur stuðla
að nýtingu þeirra möguleika
sem ég nefndi hér að ofan.
Það myndi koma af sjálfu
sér að mestu.
Hið opinbera myndi flýta
fyrir þróuninni með því að
hjálpa til við útvegun fjár-
magns. Hér myndi vaxa upp í
sveitum all þýðingarmikil at-
vinnugrein við ræktun, vinnslu
og dreifingu fóðurs.
Sveitirnar myndu sjálfar búa
til verulegan hluta þeirra fóð-
urefna, sem búin þurfa að
kaupa að.
Fiskvinnslumenn fá stærri
og öruggari markað innan-
lands fyrir sínar afurðir.
Sláturhúsin fá betri nýt-
ingu sláturafurða og mjólk-
urbúin þyrftu ekki að sæta
afarkostum á erlendum mark-
aði með undanrennuduftið.
Til þess að tollvernd þessi
hefði enn jákvæðari áhrif á að
nota þær upphæðir sem inn-
heimtast til þess að greiða nið-
ur áburðinn. Jafnframt ætti
að stuðla að fjölbreyttari
áburðarvinnslu í Gufunesi og
veita því einokunarfyrirtæki
aðhald með því að gefa áburð-
arinnflutninginn frjálsan að
nokkru. Ég er ekki í vafa um,
að áburðarverksmiðjan myndi
standa sig vel í samkeppni,
vegna þess hve góða aðstöðu
hún hefur nú þegar. Myndi
ekki gerast það sama og þeg-
ar fóðurbætirinn var gefinn
frjáls? Vegna harðnandi sam-
keppni yrðu fundnar leiðir sem
lækkuðu verðið.
Það er margfalt meira virði
fyrir þjóðarbúið að hafa ódýr-
an áburð heldur en ódýrt korn.
Hækkun fóðurvöruverðs og
lækkun áburðarverðs myndi
örva mjög ræktun, heyskap,
kögglagerð og grasmjöls-
vinnslu. Kornrækt fengi fjár-
hagslegan grundvöll og myndi
eflast þar sem veðurfarsleg
skilyrði eru til þess. Draga
myndi úr gjaldeyrisnotkun til
fóðurbætiskaupa og staða
landbúnaðarins myndi eflast
í þjóðfélaginu.
Þetta myndi hafa lítil sem
engin áhrif á vísitölubúið, þar
sem útgjaldaliðir þess til fóð-
urbætis og áburðar eru mjög
svipaðir að krónutölu.
Tillaga Stéttarsambands
bænda í vetur um fóðurvöru-
toll var einskonar hálfkák,
sem engan vanda gat leyst.
Bændur brugðust svo illa við,
sem von var, að hætt var að
nefna hana.
Tillaga þessi fól í sér að tek-
inn væri 1000.00 kr. tollur af
hverju tonni innfluttrar fóð-
urvöru. Síðan skyldi bændum
á lögbýlum endurgreiddur toll-
ur þessi eftir höfðatölu bú-
fjár.
Eftir áttu að standa um 20
milljónir, sem átti að verja til
niðurgreiðslu á útfluttum bús-
afurðum. Aðgerðir sem þessar
auka mjög atvinnumöguleika
við skriffinnsku en verka ekk-
ert eða neikvætt á atvinnulíf
sveitanna.
Það sem nú vantar er að
ráðamenn íslenzkrar landbún-
aðarstefnu taki djarfar ákvarð-
anir og geri þær ráðstafanir,
sem efla framleiðslu sveitanna
og afkomuöryggi búanna, auki
atvinnufjölbreytni í dreifbýl-
inu og innlendan fóðurblöndu-
iðnað.
í vetur kom hingað einn
hinna mörgu fóðurfræðinga
erlendra, sem eru að kanna
markaðsmöguleika hér á landi
fyrir fóðurvörur sínar.
Þegar hann hafði kynnt sér
búfé, fóðrun og fóðuröflun
landsmanna sagði hann:
Vegna hvers í ósköpunum er-
uð þið að flytja inn fóður-
blöndur erlendis frá þar sem
þið getið sjálfir framleitt þess-
ar úrvalsvörur? Hann hristi
höfuðið yfir bjánaskap okkar
en bætti því við, að sitt fyrir-
tæki væri harðánægt með að
geta afsett vörur sínar hér.
Jóhann Franksson
de Fontenay
JÖHANNES TORFASON:
NÝ VIÐHORF
„Upp í garð til Sæmundar“,
sagði kerlingin og baggarnir
hurfu af vang og heim í tóft.
Þetta var þjóðsaga fyrrum,
en við sem nú kynnumst vél-
um og tækni við landbúnaðar-
störf upplifum hluti sem for-
feður okkar í annan eða þriðja
lið yrðu agndofa við að heyra
um, hvað þá að sjá.
Það er um hálfur manns-
aldur síðan fyrstu sláttuvél-
arnar veittu íslenzka bónd-
anum lið og dráttarvélar koma
í litlum mæli til starfa um líkt
leyti.
Sú bylting í atvinnu- og lífs-
háttum þjóðarinnar á og
upp úr stríðsárunum snerti
landbúnaðinn aðallega með
tvennum hætti, fólki fækkaði
í sveitum og skriður komst á
vélvæðingu í landbúnaðinum.
Tilkoma véla og tækni leið-
ir til aukinnar framleiðslu og
framleiðni. Virðist þetta í
samræmi við, að hlutur frum-
framleiðslugreina fer minnk-
andi eftir því sem þjóðfélög
þróast, en þjónustugreinar
taka æ stærri hlut af vinnu-
aflinu til sín. Oft vaknar sú
spurning, hvort allar þær vél-
ar sem bóndinn hefur yfir að
ráða séu nauðsynlegar. Marg-
ur dregur það í efa, og bent er
á, að oft liggi nýlegar vélar
ónotaðar hjá garði.
En hvaða húsmóðir vill láta
af hendi þau hjálpartæki sem
hún hefur eignazt, þó þau séu
e. t. v. ekki bráðnauðsynleg?
Og þekkja ekki allir þann sið,
að afla nýs hlutar, þó sá gamli
sé ekki með öllu ónothæfur?
Ég tel að yfirleitt sé ekki um
of mikla vélaeign að ræða hjá
bændum, miðað við núverandi
búskaparlag, en síðustu ár hafa
gert bændur kröfuharða eins
og aðra á landi hér.
Hins vegar kemur til álita,
hvort ekki sé tímabært að
endurskoða þau vinnutarögð
sem við notum, með það fyrir
augum að komast af með
minni vélaeign og ná meiri
hagkvæmni í framleiðslu land-
búnaðarvara.
Kemur þar helzt til álita
aukin samvinna um vélaeign
og notkun þrátt fyrir að marg-
ir bændur líta á það sem ann-
arsflokks úrræði að þurfa að
deila vélum með öðrum og vilja
því kosta nokkru til algjörrar
vélaeignar. Kostir sameigin-
legrar vélaeignar felast fyrst
og fremst í betri nýtingu og þá
um leið ódýrari vinnustund-
um. Á meðalbúi er sláttuvél
t. d. notuð 30—40 tíma á ári, en
ef fimm bændur sameinuðust
um hana yrði reksturinn u. þ.
b. fimmfalt ódýrari, en dálít-
ið meiri fyrirhöfn væri vegna
flutninga milli bæja. Ég tek
þetta sérstaklega sem dæmi,
því nú eru að ryðja sér til
rúms mun afkastameiri sláttu-
vélar en hingað til hafa verið
í notkun, svonefndar sláttu-
þyrlur.
Víst er, að með athugun og
góðum vilja geta bændur náð
hagkvæmari vinnubrögðum og
betri nýtingu tækja og þeirra
fjármuna sem bundnir eru í
þeim með því að auka sam-
eign og samvinnu. Við hey-
þurrkun er það að vísu erfitt,
en flest önnur búverk eru ekki
svo rígbundin við ákveðinn
dag að ekki megi út af bera.
Bændur þurfa aðstoð ráðu-
nauta sinna við þessa endur-
skipulagningu, en því miður
eru þeir flestir of önnum kafn-
ir við annað. Stóraukna ráðu-
nautaþjónustu þarf því til. Þá
missa vélainnflytjendur spón
úr aski og bændur yrðu kröfu-
harðari um betri varahluta-
þjónustu en þá er nú þekkist.
Of miklum fjármunum er
sóað vegna skorts á leiðbein-
ingum um meðferð og hirðingu
véla. Hér er um að saka selj-
endur þeirra og þær stofnanir
29