Samvinnan - 01.08.1968, Side 35

Samvinnan - 01.08.1968, Side 35
skoðun, að verkleg kennsla sé of lítil við bændaskólana. Sér- staklega á ég þar við ýmislegt, sem varðar fóðrun og hirðingu gripa. Til þess að þetta megi verða, þarf að sjálfsögðu betri aðstöðu en nú er fyrir hendi og meiri tíma fyrir hinar raun- hæfu búfræðigreinar. Mætti með ýmsum nýjungum sem þessum í kennsluháttum glæða og efla þann áhuga, sem nú virðist nokkuð láta á sér bæra. Nokkuð hefur borið á því, að menn setji það fyrir sig, að búfræðiprófið veitir eng- in réttindi. Að mínum dómi er það ástæðulaust, menntunin er jafngóð fyrir því, en svo er annað mál, að nú eru uppi raddir um það, að búfræðing- ar eigi að sitja fyrir t. d. þeg- ar veitt eru lán úr peninga- stofnunum til framkvæmda í landbúnaði og í fleiri tilfellum þeim líkum. Persónulega er ég á móti því að binda allt því, „að menn hafi bréf upp á það,“ eins og það er kallað, en sjón- armið þeirra manna, sem fjár- magnið veita, er þó ofur skilj- anlegt. Þeir vilja hafa ein- hverja tryggingu fyrir því, að notendur fjárins hafi þekkingu á þvi, sem fjármagninu er veitt til. Eitt af þeim atriðum, sem gerir búfræðinga hæfari öðr- um bændum, er það hve miklu auðveldara þeir eiga með að meðtaka ýmsar leiðbeiningar og fræðslu, sem veitt er í blöð- um, útvarpi og á fundum. Yfir- leitt held ég að allir leiðbein- endur finni það glöggt, hve treglega gengur að fá skilning bænda á atriðum eins og áburðarefnum, fóðureiningum og fleira þvílíku, ef þeir hafa ekkert um þetta lært. Ættu því ráðunautar og aðrir, sem að leiðbeiningum standa, að hafa ástæðu til að hvetja ung bændaefni til búfræðináms. Ýmislegt fleira bendir einn- ig til þess, að menntun sem þessi verði talin sjálfsögð hverjum bónda, og því ætti þeim tíma ekki að vera illa varið, sem til þess fer. Þurfa nú aðeins samtök bænda sem allra flest að sameinast í bar- áttu fyrir endurbótum á þessu sviði. Á bændaskólunum hefur verið og er unnið mikið starf, og það sem áunnizt hefur er að miklu leyti verk skólastjóra og kennara á viðkomandi stöð- um. Félög bænda hafa aftur á móti haft á þessu máli lítinn áhuga og það alltof lítinn. Að mínu viti ætti það að vera eitt af baráttumálum Stéttarsam- bands bænda að stuðla að auk- inni menntun bænda og bættri aðstöðu við bændaskólana. Hingað til hefur Stéttarsam- bandið fyrst og fremst reynt að bæta úr launamálum, en það eru ýmis önnur a.triði, sem einnig þyrfti að berjast fyrir og breyta, sem ef til vill eru líka grundvallaratriði varð- andi það, að bóndinn hafi góða afkomu. Takmarkið er vissulega það, að allir bændur séu búfræð- ingar, en til þess að svo megi verða, þarf góða samstöðu þeirra, sem málið er skyldast. Vonandi rennur þeim blóðið til skyldunnar og það sem allra fyrst. Ólafur Geir Vagnsson. AGNAR TRYGGVASON: AFURÐIR OG AFURÐASALA - SÖGUBROT - Verzlun landbúnaðarafurða á sér ekki ýkja langa sögu á ís- landi, því til tiltölulega skamms tima hefur aðeins lítill hluti búvaranna verið talinn verzlunarvara, enda hafa landsmenn sjálfir um langan aldur notað obbann af afurð- unum sér og sinum til fram- dráttar. Þó höfum við um það áreið- anlegar heimildir, að forfeður okkar hafi sjálfir siglt með af- urðir sínar til framandi landa á þjóðveldisöld, selt þær og keypt aðrar í staðinn, enda áttu íslendingar þá traust haf- skip, og er þess sérstaklega get- ið í Landnámu, að skip hafi komið til landsins hlaðið bú- peningi. Norðmenn munu þó hafa átt mikla hlutdeild í verzluninni við ísland, og gætti hennar því meir er á leið þjóðveldis- tímann, því að íslendingar hirtu ekki um að halda við skipastóli sínum. Þá voru ekki til kaupstaðir hér á landi né heldur sérstök verzlunarstétt, en á þessum tíma frelsis og sjálfsforræðis stóð hagur landsmanna yfirleitt með blóma, atvinnuvegir döfnuðu, einkum þó sveitabúskapurinn, og mörg íslenzk kaupför sigldu landa á milli. Einkum beindust siglingar landsmanna til Noregs, Skot- landseyja, írlands og svo til Grænlands, og töldu fornmenn að sjö dægra sigling væri frá Horni, austast í Austur- Skaftafellssýslu, til Staðar í Noregi, fimm dægra sigling frá Reykjarxesi til Jökulhlaups nyrzt á írlandi og fjögra dægra haf frá Snæfellsnesi til Hvarfs á Grænlandi, en dægur reiknuðu fornmenn hálfan sólarhring eða 12 stund- ir, og er hér miðað við blásandi byr alla leið. Aðalsöluvaran mun hafa verið loðskinn og húðir allskon- ar, unnin skinnavara, tólg, ull og vaðmál, afurðir af veiði- skap og hlunnindum, auk ým- issa afurða af fiskiafla. Þess er getið í Grágás, að ís- birnir voru stöku sinnum tamd- ir hér á landi. Einnig fálkar, og þótti hvorttveggja konungs- gersemi. Ingimundur gamli færði Haraldi hárfagra að gjöf bjarndýrsunga, sem hann tók við Húnavatn, og ísleifur biskup gaf Hinriki Þýzkalands- keisara hvítabjörn í pílagríms- ferð sinni til Rómaborgar. Bjarndýraskinn seldust dýrum dómum frá upphafi íslands- byggðar. íslenzkir fálkar þóttu á öllum tímum taka öðrum 31

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.