Samvinnan - 01.08.1968, Side 45

Samvinnan - 01.08.1968, Side 45
arnir eru flestir prófessorar eða starfs- menn við háskóla og ýmsar æðri mennta- stofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum. Það vekur og athygli, að þar er ekki einungis um bókmenntamenn að ræða, heldur er þar einnig að finna fulltrúa fyrir aðrar vísindagreinar, svo sem mál- vísindi, stærðfræði, heimspeki, félags- fræði og uppeldisfræði. Er einna þekkt- astur þeirra málvísindamaðurinn Roman Jakobson, og skrifar hann grein er nefn- ist „Poesie der Grammatik und Gramma- tik der Poesie“ („Skáldskapur málfræð- innar og málfræði skáldskaparins"), þar sem hann fjallar um hlutverk málvísinda við könnun bókmennta og ræðir ýmis atriði þar að lútandi. í inngangi bókarinnar ræðir útgefand- inn nokkuð um afstöðu stærðfræði ann- ars vegar og bókmenntakönnunar hins vegar til hvor annarrar, og ganga skoð- anir hans mjög í þá átt, að síðarnefnda fræðigreinin geti á margan hátt hagnazt af því að tileinka sér aðferðir stærð- fræðinnar að meira eða minna leyti og taka þær upp við rannsóknir á bók- menntum. Nefnir hann máli sínu til sönnunar margar greinar vísinda, sem leitað hafi stuðnings hjá öðrum og óskyldum vísindagreimnn og tekið að einhverju leyti upp starfsaðferðir þeirra, og með aukinni sérhæfingu einstakra vísindagreina telur hann, að bilið á milli einstakra þátta óskyldra greina geti minnkað svo, að ekki verði lengur jafn fráleitt og fyrr að reyna að brúa slík bil. Þá kemur einnig fram í innganginum, að höfundurinn rekur þróun bókmennta- könnunar í áttina til hinna nákvæmari starfsaðferða stærðfræðinnar jöfnum höndum til áhrifa frá stílrannsóknum rússnesku formalistanna fyrr á þessari öld og frá ýmsum nýrri og nákvæmari starfsaðferðum í málvísindum, sem orð- ið hafi kveikja þessarar stefnu í bók- menntakönnun. Hljóta ummælin um rússneska formalismann óneitanlega að vekja grun um, að þessi stefna — ef nota má það orð — eigi að einhverju leyti rætur sínar að rekja til Austur- Evrópulanda, því að vitað er, að þar hafa nákvæmar rannsóknir á- stíl og formi skáldverka lengi átt sér trausta stuðningsmenn meðal bókmenntamanna. Þess er enginn kostur að rekja allt efni bókarinnar hér á þessum vettvangi, þótt ekki sé nema vegna þess að hún er hátt á fjórða hundrað þéttprent- aðar síður á lengd, en í stuttu máli má segja, að allar grein- arnar beinist að því að ná fram sem mestri vísindalegri nákvæmni í vinnu- brögðum. Að sjálfsögðu beinast hinar stærðfræðilegu aðferðir höfundanna fyrst og fremst að stíl verkanna, og í heild má segja, að það séu hinar mál- fræðilegu einingar stílsins Ohljóð, orð- hlutar, orð og setningar), sem rannsókn- irnar beinast fyrst og fremst að, og sömu- leiðis fyrirbæri eins og rím og hvers kyns reglulegar endurtekningar sömu hljóða („stuðlasetning"), en efni verk- anna er að mestu leyti látið ósnortið. Þannig eru t. d. í einni greininni gerðar samanburðarrannsóknir á fjölda bók- stafa í atkvæði og fjölda bókstafa í orði ásamt fjölda orða í setningum, og reikn- aðar út meðaltalstölur um þessi atriði í verkum nokkurra þýzkra og latneskra höfunda, og í sömu grein er reiknaður út fjöldi nafnorða og sagnorða í hverri setningu að meðaltali í þessum sömu verkum, og fundin út innbyrðis afstaða þessara höfunda til hvers annars í þessu efni. í annarri grein eru gerðar rannsóknir á tíðni vissra orða, sem flokkuð hafa verið á merkingarfræðileg- um grundvelli, í nokkrum bókmennta- textum og niðurstöðurnar bornar saman við niðurstöður hliðstæðra rannsókna á fréttaklausu úr dagblaði. í hinni þriðju er fjallað um hlutfallslegan fjölda lýs- ingarorða og sagnorða í setningum ann- ars vegar og meðalfjölda orða í setning- um og atkvæða í orðum hins vegar, og þar er skýrt frá niðurstöðum athugunar, sem fram fór í Zúrich á börnum af gyð- ingaættum annars vegar og öðrum börn- um þar í borg hins vegar, og kom í ljós, að í þessum atriðum var greinileg- ur munur á milli þessara tveggja hópa af börnum. í sömu grein eru og kann- aðir nokkrir bókmenntatextar með það fyrir augum að finna út hlutfallið á milli fjölda lýsingarorða og sagnorða, og einnig meðaltal af fjölda lýsingarorða í setningum og orða í setningum, og á eftir þessum leiðum að vera hægt að komast að því, hvort nokkur munur sé á notkun einstakra skálda á þessum stílfyrirbærum og hve mikill. Þá má og nefna aðra grein, þar sem nokkrar sonnettur eftir franska skáldið Baudelaire eru rannsakaðar með það fyrir augum að fá fram yfirlit yfir tíðni einstakra hljóða málsins í þeim, og rætt er um það, hvaða listrænt gildi notkun tiltekinna hljóða fremur en annarra geti haft. Þá er og kannað, hvaða hljóð al- gengast sé að standi í upphafi ljóðlína í þessum verkum, og niðurstöðurnar, sem fram eru settar í töflum og línuritum, eru síðan bornar saman við kveðskap ýmissa annarra franskra skálda. Loks má nefna grein, þar sem rætt er um hljóðbyggingu Ijóðsins og rím, og tekin dæmi og borin saman úr rússneskum og frönskum kveðskap. í sömu grein er og rætt um hrynjandi í kveðskap og tekin dæmi úr rússneskum og tékknesk- um kveðskap til samanburðar. Margt fleira er og fjallað um í ein- stökum greinum, sem hér er ekki rúm til að rekja, svo sem frágang texta, hlutverk málvísinda við bókmennta- könnun o. fl. Sérstaka athygli vekur það og, að höfundunum virðist vera mjög kært að setja niðurstöður sínar upp í hvers konar töflur og línurit, sem úir og grúir af í bókinni, en slíkur frágang- ur á niðurstöðum vísindarannsókna er annars vægast sagt heldur sjaldgæfur í ritum um bókmenntir. Um gildi rannsókna á borð við þær, sem settar eru fram í þessari bók, er ef til vill bezt að hafa sem fæst orð. Ýmsar tilraunir hafa áður verið gerðar til þess að aðhæfa starfsaðferðir ann- arra vísindagreina, svo sem náttúrufræði, sálarfræði, málfræði og sagnfræði, að starfsaðferðum bókmenntakönnunar, en um flestar eða allar þær tilraunir má segja það, að þær hafi gefizt heldur illa. Ekki verður í fljótu bragði séð, að þær niðurstöður, sem settar eru fram í þessari bók, séu nein sáluhjálparlausn á þeim vandamálum, sem vísindaleg bók- menntakönnun á við að etja, en hinu verður þó ekki neitað, að ýmsar af þeim aðferðum, sem þarna er beitt, geta komið að gagni, þegar kanna á afmörkuð atriði í stíl og orðavali einstakra höf- unda. Hafa verður í huga í því sam- bandi, að tungumálið er í rauninni það hráefni, sem skáldin vinna úr og móta í verkum sínum, og geta þá vissulega komið upp þau tilvik, að til mála geti komið að kanna einstök málfræðileg atriði í verkum tveggja eða fleiri skálda og setja niðurstöðutölurnar fram í prósentutölum eða á annan hliðstæðan hátt. Mætti t. d. hugsa sér, að þetta gæti verið hagkvæmt við skólakennslu, þar sem kennarar gætu látið nemendur sína leysa slík verkefni með það fyrir augum, að vinnan að þeim opnaði bet- ur augu þeirra fyrir sérkennum einstakra skálda og eðli skáldskapar almennt. Hins vegar liggur í augum uppi, að aðferðir sem þessar geta aldrei leyst hinar hefð- bundnu aðferðir við bókmenntakönnun af hólmi, heldur þegar bezt lætur einung- is bætt einhverju við þá vitneskju, sem þær eru færar um að leiða í Ijós. Hér að framan var vikið að íslands- klukkunni eftir Halldór Laxness og þeim sögulegu staðreyndum, sem vitað er að liggja að baki þess verks. í ýmsum af skáldsögum Halldórs liggur í augum uppi, að hann hefur fært sér í nyt ýmsar sögulegar persónur, t. d. í Heimsljósi og Paradísarheimt, og margir áhugasamir lesendur hans hafa gjarnan gert sér það til dægrastyttingar að reyna að þekkja þar ýmsar sannsögulegar persónur og atburði og gera sér grein fyrir því á hvern hátt hann meðhöndli sögulegar staðreyndir í þessum verkum sínum. Um slíkar vangaveltur er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja, því að þær bera vott um lifandi áhuga fyrir verkun- um og vilja til þess að komast að kjarna þeirra. Það má og vera, að slík áhuga- mál höfði fremur til okkar íslendinga en annarra þjóða vegna þess áhuga fyrir sögulegum efnum, sem legið hefur hér í landi um margar aldir. Hins vegar ligg- ur það í augum uppi, að fyrirmyndir og efniviður skáldsagnahöfundar geta aldrei skipt jafn miklu máli og árangur- inn af erfiði hans, skáldverkið sjálft. Þótt fyrirmyndir einstakra sögupersóna og atburða í skáldverki geti vissulega verið skemmtilegt athugunarefni út af fyrir sig, hlýtur það þó alltaf að liggja utan við sjálft efnið. Þroskaðir bók- menntaunnendur hljóta alltaf að meta mest þá innlifun sem vel samið skáld- verk opnar þeim, og þá skiptir það harla litlu máli, hvaða hugmyndir, hvort sem um er að ræða sögulega atburði og persónur eða áhrif frá öðrum skáldum, hafa brotizt um í huga höfundarins á meðan hann samdi verkið. 41

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.