Samvinnan - 01.08.1968, Síða 50

Samvinnan - 01.08.1968, Síða 50
Uppreisn æskunnar gegn samtíma sín- um er síferskt umræðuefni. Öldum sam- an hafa skáldin lofsungið hana, siðspek ingar hryggzt yfir henni og heimspek- ingar fullyrt að hún ætti sér að öllu leyti eðlilegar orsakir. Og samt er hún á okkar dögum orðin alræmd, rétt eins og hér væri um spánnýtt fyrirbrigði að ræða, einstakt fyrir okkar tíma. Og vissu- lega hefur uppreisnin orðið svo víðtæk og gengið svo langt á öllum sviðum, að tekur langt fram öllu sem forfeður okkar kvörtuðu undan. Fyrir hálfri öld fylgdu skipulagðar „æskulýðshreyfingar" yfirleitt alltaf ein- hverri hefðbundinni stefnu eða voru að minnsta kosti angar af einhverri hefð, þótt þær kynnu að vera nýstárlegar að ytra búningi. Þannig studdi og útbreiddi skátahreyfingin á sínum tíma heims- veldissinnaðar og kristilegar hugsjónir og siðgæði miðstéttanna. Æskulýðshreyf- ingar nazista og kommúnista voru á sinn hátt hliðstæðar henni: þær voru skátahreyfingar byltingarflokkanna, sem byggðar voru upp innan vébanda þeirra, en stefndu ekki burt frá þeim. Hið sama á við um „æskulýðshreyfingar“ evangel- ísku kirkjunnar fyrr á tímum. En æsku- lýðshreyfingar nútímans, eins og þær eru almennt túlkaðar, eru gjörólíkar þessum. Þær stefna burt frá uppruna sínum. Ein kynslóð rífur sig af ásettu ráði lausa frá þeirri sem næst fór á undan og beitir ofbeldi ef annað dugar ekki. Hún hafn- ar öllu, sem hið hefðbundna þjóðfélag ætlast til að hún taki í arf: hefðum, fyrirmyndum og siðgæði; og hún heimt- ar nýjar hefðir, nýja mælikvarða, nýtt siðgæði. Öfgatilvikin koma, svo sem við er að búast, frá Ameríku, þeim heimshluta sem í seinni tíð hefur leyst hina svörtu Afríku af hólmi og er sá staður þar sem flestar afkáralegar nýjungar eiga upp- tök sín. Fyrir fáum árum urðum við vitni að uppreisn í bandarísku háskólalífi, sem hófst í Berkeley í Kaliforníu. í fyrs-tu var þessi uppreisn dulbúin. Hún virtist hafa stjórnmálalegt eða þjóðfélagslegt inni- hald: baráttu fyrir borgaralegum rétt- indum handa negrum. En smátt og smlátt, eftir því sem gengið var meir og meir til móts við þessar kröfur, hvarf dularbúningurinn og uppreisnin fékk til- gang í sjálfri sér. Leiðtogarnir gerðu stöð- ugt róttækari kröfur. Þeir heimtuðu inn- takslaust frjálsræði, einungis í þeim tilgangi að verða „frjálsir“, frjálsir af öllum tálmunum, frjálsir í algjöru til- gangsleysi. Þessi uppreisn hefur nú fjar- að út. En í stað hennar höfum við feng- ið Hippíana með hina fjölskrúðugu feg- urðardýrkun sína og heildarafneitun á þjóðfélaginu og lögum þess. í Evrópu hefur þessara öfgahreyfinga einungis gætt lítillega, en sama andann má þó greina, jafnvel þótt túlkun hans sé ekki eins áköf og vestanhafs. „Próvóarnir" í Amsterdam eru eins konar rólegri útgáfa af uppreisnarhreyfingunum í Ameríku. Þessi almenna uppreisn hefur leitt til margs konar viðbragða. Annars veg- ar eru verjendur hins viðtekna þjóðfélags ævareiðir. Forstöðumaður King’s College HUGH TREVOR- ROPER UPPREISN ÆSKUNNAR «- New York Berlín -» í Oxford segir, að unga fólkið hafi aldrei verið jafn almennt hatað og nú á dög- um, og hann bætir því við, ákveðinn í að sýna frjálslyndi sitt jafnvel þótt það kosti að hann verði hlægilegur, að þjóð- félagið eigi að láta undan síga og leggja niður hina úreltu stofnun, fjölskylduna, en það sé gegn þröngsýnni erfðafestu og frumstæðum smekk hennar, sem unga fólkið hafi nú risið á þann hátt, að mjög auðvelt sé að hafa samúð með því. Þetta virðist mér vera mjög grunnfær og van- hugsuð lausn á málunum, sem aðeins muni leiða af sér enn meiri vandræði, ef hún fái viðurkenningu. Því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá þurfum við ekki á neinum yfirborðslausnum að halda. Við höfum söguna til að læra af, og það er hreint ekki svo lítið, sem þar getur orðið okkur til leiðbeiningar í þessu efni. Átök á milli kynslóða hafa átt sér stöðugan farveg í mannkynssögunni. Þau eru raunar eitt af frumskilyrðum þess, að söguleg þróun eigi sér stað. Ef sú kynslóð, sem við tekur, kastar engu fyrir borð af þeim verðmætum, sem hún fær í arf, verður sagan kyrrstæð: það verður hvorki framför né afturför. Ef svo hefði verið, ættum við enga endur- reisnarstefnu, enga siðbót og enga róm- antík. Uppreisnir af þessari tegund eru undirstöðuatriði og mega heita líffræði- legar nauðsynjar. Á nákvæmlega sama hátt og að því kemur í sérhverri fjöl- skyldu, að börnin geri uppreisn gegn for- eldrum sínum í einhverri mynd — og uppreisn þeirra verður ennþá ákafari ef heimur foreldranna er þvingaður, að- stæðurnar hindra þau í að fá eðlilegt svigrúm eða umhverfi þeirra er mótað af ofstopa eða þröngsýni — þannig kem- ur stundum fyrir, að heil kynslóð láti fyrir róða félagslega tálma, sem henni finnst vera orðnir óþolandi, eða almenn- um hugmyndum sem alið hefur verið á of lengi eða af of mikilli fastheldni. Ég hef þá trú, að mörg af „vatnaskil- um“ sögunnar verði að skoða í þessu ljósi. Hver einasta kynslóð markast af reynslu sinni, sem hin næsta aftur á móti þekk- ir ekki nema af afspurn, og ef svo hitt- ist á, að sú reynsla hafi verið einstæð og áhrifamikil, svo að minningin um hana verði brennandi og óafmáanleg, þá verður bilið á milli kynslóðanna breið- ara sem því nemur. Á 16. öld eyddi heil kynslóð öllum sínum kröftum í trúar- bragðadeilur innan Evrópu. Þeir sem á eftir komu litu á úrslit deilnanna sem sjálfsagðan hlut og kusu sér heldur frið, rólegt líf og fagrar listir að viðfangsefni. Samtímamenn Olivers Cromwells of- reyndu sig á hreintrúarstefnunni. Þeir sem á eftir komu gengu mjög langt í þveröfuga átt. Þeir sem uppi voru á fjórða áratugi þessarar aldar þoldu á svipaðan hátt erfiðleika og þjáningar þessara ára og mótuðust af þeim, en þessum sömu erfiðleikum hafa börn þeirra ekki kynnzt og neita því að halda áfram að haga lífi sínu í samræmi við þá. Hugsjónaárekstrar á milli kynslóða eru þannig ekki neitt nýtt fyrirbrigði. Slíkir árekstrar þurfa ekki nauðsynlega að vera harðir né heldur langvinnir. Á sama London 46

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.