Samvinnan - 01.08.1968, Síða 59

Samvinnan - 01.08.1968, Síða 59
Styrkleikahlutföll sænsku flokkanna: Fyrsta deild önnur deild samtals Hægriflokkurinn 26 33 59 Miðflokkurinn 19 35 54 Þj óðarf lokkurinn 26 43 69 Jafnaðarmenn 78 113 191 Kommúnistar 2 8 10 Borgarafylkingin 1 1 Alls 151 233 384 sú spurning hver taki við forystunni af honum og þá jafnframt hvaða stefnu sá maður muni marka. Fjórir menn hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Erlanders: Gunnar Stráng fjármálaráð- herra, Arne Geijer forseti alþýðusam- bandsins, Krister Wickman efnahags- málaráðherra og Olof Palme mennta- málaráðherra. Sennilega má útiloka hina tvo fyrstnefndu þegar í stað, þótt ekki væri nema fyrir þá sök að þeir eru báðir af léttasta skeiði en megináherzla er á það lögð að verulega þurfi að yngja rík- isstjórnina. Wickman og Palme eru báð- ir tiltölulega ungir menn, báðir hafa hlot- ið skjótan frama og talið er að þeir eigi auðvelt með að vinna saman. Verði Wickman forsætisráðherra má gera ráð fyrir að Palme verði utanríkisráðherra, en verði Palme hins vegar forsætisráð- ‘herra má telja öruggt að Wickman verði fjármálaráðherra. Óhætt mun að fullyrða að báðir kostirnir séu góðir, en almennt mun Palme talinn sigurstranglegri. Hann á mikið fylgi æskufólks í Svíþjóð, er mjög róttækur í skoðunum, harðsnúinn stjórnmálamaður og fylginn sér, ræðu- maður ágætur og hvass í tilsvörum. Wick- man er aftur innhverfari og gætnari í skapi en mun einnig róttækur í skoð- unum þótt ef til vill beri ekki eins mik- ið á því. Hins vegar er engum vafa undirorpið að Palme verður leiðtogi flokksins ef hann tapar í kosningunum, enda eiga sænskir jafnaðarmenn engan leiðtoga betur til þess fallinn að stýra flokknum í stjórnarandstöðu. Ef til vill má segja að það veiki flokkinn nokkuð í kosningunum að kjósendum skuli ekki vera skýrt frá því hver taki við stjórn að kosningum loknum. En borgaraflokkarnir hafa reyndar ekki heldur látið uppi hvað gerast muni ef þeim tekst að hnekkja veldi jafnað- armanna um sinn. Það er meira að segja ekki Ijóst hvort þeim tekst að koma saman þriggja flokka stjórn. Þjóð- arflokkurinn (Folkpartiet) og Miðflokk- urinn (Centerpartiet) hafa báðir lýst því yfir að grundvöllur stjórnarmyndunar sé frjálslynd og víðsýn stjórnarstefna og að Hægriflokkurinn (Högerpartiet) verði að koma til móts við stefnu miðflokkanna tveggja ef takast á að mynda þriggja flokka stjórn. Hægriflokkurinn hefur hins vegar ekki látið uppi hvort hann sé reiðubúinn að slá þannig af íhaldssamri stefnu sinni svo að myndun þriggja flokka stjórnar megi takast. Lengi vel mun Gunnar Hedlund formaður Mið- flokksins hafa verið tregur til að setjast á ráðherrastól, enda er hann elztur allra flokksforingja í Svíþjóð, en í vor sagði hann þó berum orðum í sjónvarps- viðtali að hann hefði ákveðið að taka sæti í borgaralegri ríkisstjcrn. Þar með er trúlegast að hann verði forsætisráð- herra ef slík stjórn verður mynduð, en hinn nýi leiðtogi Þjóðarflokksins, Sven Wedén, utanríkisráðherra. Þá mætti telja eðlilegt að foringi Hægriflokksins Yngve Holmberg yrði fjármálaráðherra, en reyndar hefur Hægriflokkurinn þótt hafa heldur óábyrga stefnu í skattamálum, hafi lofað kjósendum auknum ríkisút- gjöldum samfara lækkuðum sköttum og er mörgum vafamál hvernig slikt geti far- ið saman. Má því segja að Hægriflokkur- inn sé helzti ásteytingarsteinn á leið til torgaralegrar ríkisstjórnar, einkum þar sem ógerningur verður fyrir miðflokkana tvo að standa einir að stjórnarmyndun. Yrði það þá töluverð minnihlutastjórn sem yrði að reiða sig á stuðning hægri- manna. Þetta vafaatriði nota jafnaðar- menn óspart í kosningabaráttunni og spyrja kjósendur sína hvort þeir vilji í alvöru steypa þjóðinni út í slíka óvissu. Og nú er eftir að vita hvernig sænskir kjósendur muni svara þeirri spurningu. 55

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.