Samvinnan - 01.08.1968, Page 63

Samvinnan - 01.08.1968, Page 63
skildi frjálslyndu guðfræðina frá frjáls- lyndri guðfræði annarra eingyðistrúar- bragða eins og Islams og Júdaisma; hvernig hægt væri að teljast kristinn án þess að trúa á Jesúm sem son Guðs og hlutverk hans í sambandi við erfða- syndina. Þessum ungu mönnum fannst, að afneitun á kristinni trúfræði þýddi meira eða minna hið sama og afneitun á kristninni, og að í staðinn væri sett einhvers konar almenn guðstrú er stæði nær Islam en öðrum trúarbrögðum. — Erfitt er að sjá annað en að þessir ungu „gamalguðfræðingar" hefðu hér alveg rétt fyrir sér. Að samþykkja þetta hefur samt reynzt mörgum áhanganda frjálslyndu guðfræð- innar erfitt. Fáir hafa þorað að horfast í augu við þá staðreynd, að guðfræði þeirra lá alls ekki innan kristinnar arf- leifðar og að þeir gátu ekki talizt kristn- ir eins og það hugtak hefur almennt ver- ið skilið. Einstaka undantekningar eru þó til. Einn prestur íslenzku þjóðkirkj- unnar, frjálslyndur guðfræðingur, sagði þannig eitt sinn við mig: „Væri ég með- al Múhameðstrúarmanna mundi ég ekki prédika kristni heldur frjálslynda Múhameðstrú". Hann sagði þó jafnframt við mig að hluti sem þessa játaði hann aldrei fyrir söfnuði sínum. Einn trúflokk- ur, Únítarar, skilgreinir sig opinber- lega sem „kristinn" á þann hátt, að hann byggi helgisiði sína á kristinni mót- mælendahefð og noti meir Nýja testa- mentið en önnur helgirit, en hins vegar sé hann ekki kristinn hvað trúfræði snertir; — hann trúi ekki á Jesúm sem Guðs son og ákalli hann ekki, ákalli einungis Guð, þótt hann virði orð Jesú sem „spámanns". Únítarar afneita einnig Islam bæði vegna þess að þeir afneita opinberunarkenningunni (að Guð túlki sig sérstaklega í gegnum einn mann) og af því að Islam setji fram of fastákveðin lögmál fyrir breytni manna. í staðinn að- hyllast þeir því meir efahyggju í anda Búddismans. í hinni nýju sókn gamalguðfræðinnar er reynt að endurvekja trú á Jesúm sem Guðs son, á erfðasyndina og hlutverk Jesú við að frelsa menn frá henni. Þessi sókn hefur tekið á sig margvíslegustu form; fslendingar hafa einkum orðið varir við tvö þeirra, hákirkjuhreyfinguna og það sem ég kalla hér evangelismann. Auðvitað fer þetta tvennt saman, en ekki nauðsynlega. Tekið skal fram að orðið „evangelismi" er hér notað í miklu þrengri merkingu en almennt tíðkast meðal Lúterstrúarmanna. Vona ég, að þetta valdi ekki misskilningi, en betra orð til að lýsa þessari trúarstefnu hef ég ekki fundið. Evangelisminn Þetta orð þýðist vel með „boðun fagn- aðarerindisins". Evangelisminn leggur alla áherzlu á prédikun, sálmasöng og stundum aðra þætti guðsþjónustu til að frelsa hvern einstakling. Evangelistinn gengur út frá að flestir einstaklingar hafi orðið efahyggjunni og trúleysinu að meira eða minna leyti að bráð og neitar að fallast á að formsatriði eins og skírn og ferming hafi fært einstaklinginn nær guðdóminum „hafi hann ekki öðlazt sann- leikann í hjarta sínu“. í stuttu máli: Evangelistinn ræðst beint gegn allri efahyggjuþróun undanfarinna alda og reynir að endurreisa kristinn rétttrúnað fyrri alda, að vísu í eigin formi, sem oft getur verið sérstakt. Evangelisminn hefur birzt á íslandi í öfgafullu formi hjá „sértrúarflokkum" eins og Aðventistum og Hvítasunnu- mönnum (sem ganga svo langt frá kaþólskri trúfræði að þeir afneita allri blessun án skilnings viðkomandi, þ. e. barnaskírninni) og í lúterskum hóp eins og Hj álpræðishernum. f eitthvað hóg- værara formi hefur evangelisminn mjög komið fram hjá K.F.U.M. og K. Árangur- inn hefur verið fremur rýr; þótt fyrir- ferðarmikill minnihlutahópur á íslandi sé evangelískur, nær evangelisminn samt aðeins til lítils hluta íslenzku þjóðarinn- ar. í aðeins tveim Evrópulöndum, Noregi og Færeyjum, hefur evangelisminn náð umtalsverðum árangri. Hákirk j uhreyf ingin Hákirkjuhreyfingin játar ekki síður en evangelisminn kristinn rétttrúnað. En hákirkjumenn setja kristinn rétttrúnað í nýjar umbúðir. Þeir telja evangelistana tala úrelt tungumál, t. d. hryllir þeim við helvítistali margra þeirra, — ekki af því að þeir sjálfir afneiti hugmyndinni um eilífa glötun heldur af því að slíkt tai geti fælt menn frá kristninni. En í einu atriði er um grundvallarskoðanamun þessara tveggja hópa að ræða. Hákirkju- mennirnir telja hiklaust, að trúarleg formsatriði eins og skírn og ferming hafi trúarlegt gildi í sjálfu sér; kirkjan, tæki Guðs á jörðu, hafi þá lagt blessun sína yfir einstaklinginn. í altarisgöngunni fái einstaklingurinn blessun Guðs, og iðrist hann þá synda sinna, fái hann fyrir- gefningu þeirra. Hákirkjumennirnir neita því að líta á allan fjöldann sem villta sauði, spillta af guðleysi, sem umfram allt þurfi að frelsa, því að bless- un kirkjunnar hafi haldið þessum sauð- um á réttri braut. Hákirkjuhreyfingin er upphaflega grein innan anglíkönsku kirkjunnar í Englandi og kom þar fram fyrir ka- þólsk áhrif. Þegar gamalguðfræðingar komust að raun um hve skammt evan- gelisminn náði til fólksins og jafnframt hve kaþólska kirkjan hélt vel í áhrif sín, fóru þeir í vaxandi mæli að hallast að hákirkjuhreyfingunni. Hún stefnir ótvírætt burt frá þeirri arfleifð mótmæl- enda að leggja aðaláherzlu á beint sam- band Guðs og manns, kirkjan sjálf fær nýjan tilgang við að hjálpa einstakling- um að ná til Guðs. Samkvæmt þessu verð- ur mikilvægt að þjónar kirkjunnar, prest- ar og biskupar, hafi kristinn rétttrúnað, en tilgangslítið er að bera hann stöð- ugt í almúgann; söfnuðurinn fær kirkju- lega blessun (og þar með frelsun) frá kærleiksríkum þjónum Guðs í trúarlegum athöfnum. Þessar trúarathafnir verða að sjálfsögðu að vera sem glæsilegastar þannig að fólk hrífist af og öðlist þann- ig fremur blessun Guðs. Hákirkjuhreyfingin er í mikilli sókn á íslandi um þessar mundir og heggur bæði inn í raðir gömlu evangelistanna og frjálslyndu guðfræðinganna. Afleið- ing þessarar sóknar getur hæglega orðið þessi: Raunverulegt trúarlíf almennings breytist sáralítið; þar heldur frjálslynda guðfræðin, spíritisminn og trúarlegt sinnuleysi áfram að ríkja eins og áð- ur. En jafnframt fara menn að öðlast þá vissu að með því að sækja kirkju- legar athafnir og játa að nafni til krist- inn rétttrúnað, eignist þeir einhvers kon- ar hlutabréf í eilífri sælu. Kristinn rétt- trúnaður öðlist þannig vissa tegund upp- reisnar, ekki að vísu í daglegu lífi held- ur á sérstökum helgistundum. Á þenn- an hátt getur kristin trúfræði samlagazt almennum sljóleika nútímaneyzluþjóð- félags. Það er miklu þægilegra fyrir ein- staklinginn að vita, að hann öðlast sælu fyrir tilstuðlan blessunar heilagrar stofn- unar en með einhverri persónulegri frelsun, sem kosti hann bæði fórnir og innri átök. Vegsemd efans Yfirgnæfandi meirihluti íslenzku þjóð- arinnar telur sig kristinn á einn eða ann- an hátt. En eins og kristni hefur verið skilgreind í þessari grein má Ijóst vera, að betri lýsing á trúarlífi íslendinga er, að þeir aðhyllist flestir mannúðlega al- menna guðstrú, sem viðheldur kristnum formsatriðum en afneitar kristinni trú- fræði. íslendingar trúa flestir að til sé eitthvað yfirnáttúrlegt, en hæpið er að telja meirihluta þeirra raunverulega kristinn. — Hákirkjuhreyfingin getur lít- ið gert annað en viðhaldið sjálfsblekk- ingu manna um kristindóminn. Og litlir möguleikar eru á því, að kristinn rétt- trúnaður verði aftur ríkjandi á íslandi. Þvert á móti er ástæða til að ætla, að efahyggja og húmanismi nútímans muni fremur eflast. Efinn og þekkingarleitin eru forsendur allra framfara. Þessar framfarir hafa að vísu orðið of einhliða á tæknisviðinu; félagslegar framfarir eru hér langt á eftir. Brýnasta þörf þjóðfélags eins og okkar íslendinga er að vísindi verði ekki síður notuð til að bæta mannssálina. Enginn maður getur nokkurn tíma fundið neinn „lokasannleik" er leysi í senn vandamál nútíma og framtíðar. Sífelldar breytingar í þjóðfélaginu krefj- ast alltaf nýrra athugana og nýs sann- leika. Maðurinn á þess vegna alltaf að leita að sannleika, finna sannleika, en aldrei að verða hrokafullur í trú sinni, því að sannleikurinn í dag getur oft orð- ið stærsta lygin á morgun. Stöðug sann- leiksleit, stöðugur efi, er þannig forsenda allra raunverulegra framfara og raun- verulegrar hamingju. — Andstætt þessu stendur „dulræn reynsla", hleypidómar og skortur á umburðarlyndi og skilningi; andstætt þessu standa trúarbrögð. Þau eru því aðeins til trafala í leit mannsins að raunverulegri hamingju. Þess vegna er ástæða til að hvetja alla þá, er unna manninum, til baráttu fyrir efahyggj- unni, fyrir mannúðarstefnunni, — fyrir guðleysinu. 59

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.