Samvinnan - 01.08.1970, Síða 8

Samvinnan - 01.08.1970, Síða 8
Vdduð þér bíl ef tir þœgindum sœtanna þyrftuð þér ekki að hugsa yður um VOLVO Sœtin eru stórkostleg Suðurlandsbraut 16 • Reykjavík • Simnefni: Volver • Simi 35200 þegar slíkt kemur ekki að sök. Mér er ráðgáta, hvernig á þess- ari fækkun lesendabréfa stendur, því ég þykist viss um, að lesend- ur séu langtífrá allir sammála öllu sem í ritinu birtist, og ekki eru þeir heldur allir jafnánægðir með það að öðru leyti. Hví ekki að láta óánægjuna koma fram, eða bera fram vinsamlegar ábending- ar? Við lofum að birta bréfin, þó við förum kannski ekki eftir hverri einustu ráðleggingu sem okkur berst! Eins getur verið uppörvandi að fá endrum og eins fréttir af jákvæðum viðbrögðum lesenda, fá að heyra í þeim þegar þeir eru af einhverjum ástæðum sérlega ánægðir með eitt eða annað. Með öðrum orðum: greinar fá- um við fyrirhafnarlítið, en les- cndabréfin mættu vera miklu fleiri. Lengi hefur staðið til að helga eitt hefti Samvinnunnar íþrótt- um og útilífi; það kom til tals strax árið 1967, en af því hefur ekki orðið ennþá vegna ásóknar málaflokka, sem þóttu meir að- kallandi, og er að vísu álitamál hvað sé mest aðkallandi. Samt held ég, að lofa megi hefti um þessi efni ekki síðar en á næsta ári. Greinaflokkur um „stjórnun landsins" væri ákaflega þarfur og fróðlegur aflestrar, en hann þyrfti rækilegan undirbúning og allvíðtækar rannsóknir, svo varla má búast við honum fyrr en eftir eitt til tvö ár, en hugmyndin er vissulega komin á verkefnaskrá hjá okkur. Með þökk fyrir góðar tillögur og uppörvun. Sigurður A. Magnússon. SMÆLKI Thomas Eclison (1847— 1931), uppfinningamaðurinn frægi, átti einbýlishús í Flórida, þar sem hann hafði komið fyrir öllum þeim nýjungum sem yf- irleitt gátu komið að gagni í hýbýlum og görðum. Þegar vinir hans komu í heimsókn, voru þeir ævinlega fullir aðdá- unar yfir hinum margvíslegu þægindum og liagkvæmu til- færingum hjá honum. Uti í garðinum var samt hverfihlið, sem allir urðu að fara gegirum, og það reyndist vera óvenjulega þungt í vöfum. Enginn gestur komst hjá því að hugsa með sjálfum sér, að hér væri að finna einustu óþægindi heimilisins. Dag nokkurn kom kornung stúlka í heimsókn. Hún undraðist líka hið þunga hlið, en ólíkt öðrum gestum áræddi hún að spyrja húsbónd- ann: „Herra Edison, allt hjá yður er svo dásamlegt og fullkomið — nema þetta hverfihlið. Af hverju er það svona ægilega þungt? Og af hverju er það þama yfirleitt?" „Kæra bam,“ sagði Edison hlæjandi. „Það má alls ekki 8

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.