Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 19

Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 19
lítið getað fylgzt með þessum málum og því oft snúizt önd- verður gegn ólíkustu málefnum. Við tölum með tilfinningu um „hjörtu borgarinnar“, „afnotaleg- an grunn“, „myndræna reisn“, „hressilega drætti“, svo eitthvað sé nefnt, en hvað er í raun og veru átt við með þessum orðum? í- Svörtu dílarnir sýna umjerð- aróhöpp í Reylcjavík 1968 (flöggin tákna banaslys). Heimild: Slysavamarann- sóknadeild lögreglunnar. Jarðir sem haja fallið úr á- búð eftir 191,0. (Nýbýli og endurbygging eyðijarða liafa að nokkru hamlað gegn þró- uninni). Heimild: Landnám rikisins. Skipulagi eru samfara ýmis sér- stæð vandamál, sem fæst eiga nokkuð skylt við líffræði. Þessi vandamál verðum við sjálf að skilgreina og rannsaka og finna lausnir á, að svo miklu leyti sem við getum ekki lært af rannsókn- um annarra þjóða. Rannsóknir einar saman eru að vísu engan veginn nógar, heldur verður einn- ig að koma á nánum tengslum milli almennings, rannsóknaraðila og skipulagsyfirvalda, þannig að unnt sé að nota niðurstöður rann- sókna eins fljótt og auðið er. Án staðreynda og gagna er flest það, sem skipulagsfræði geta áorkað, lítið betra en skoðun sérhvers einstaklings. Miðað við þau skipulagsvanda- mál, sem flestar stórþjóðir eiga nú við að etja, ætti skipulag á íslandi að vera okkur hægðar- leikur, þar eð landið er ennþá til- tölulega fámennt og óspillt. Söfn- un nauðsynlegra gagna hefur einnig farið hraðbatnandi, t. d. á vegum Yfirfasteignamatsnefndar. Ýmsar aðrar stofnanir hafa einn- ig yfir ýmsum mikilvægum upp- lýsingum að ráða. Slysarannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur t. d. um árabil safnað upp- lýsingum um slys á höfuðborgar- svæðinu (sjá mynd), sem eru nauðsynlegar bæði við skipulag nýrra hverfa og endurskipulag gamalla, þótt takmarkaður skiln- ingur skipulagsyfirvalda virðist enn ríkja á gildi þessara gagna. Því er enn oft haldið fram hér á landi, að flest skipulagsvanda- mál séu leyst, ef götum er skipt á pappírnum í hraðbrautir, tengi- brautir, safngötur og húsagötur; íbúðarhús og iðnaðarhús aðskilin í hverfum; og óljósum óskum um fjarlægðir í verzlanir og skóla fullnægt. Einnig hefur verið mik- ið um það deilt, hvort verkfræð- ingar eða arkítektar eigi að „skipuleggja". Ef við viljum skipuleggja heildarumhverfi okkar á raun- hæfan hátt, þurfum við samvinnu allra þsirra fræðigreina, stofn- ana, nefnda og einstaklinga, sem þar geta lagt hönd á plóginn, t. d. félagsfræðinga, hagfræðinga, landslagsarkítekta, verkfræðinga og arkítekta. Við þurfum þá einnig að vita eins mikið og unnt er um núverandi landnotkun, at- hafna og félagslíf, hvaða orsakir liggja til grundvallar þeirri þró- un sem orðið hefur, og hvaða breytingum hún er háð. Einnig verðum við að gera okkur grein fyrir því, hvaða áhrif samgöngur, stóriðja o. fl. hafa á þessa þróun. Okkur er nauffsynlegt að vernda náttúrufegurð og mannvirki, sem hafa listrænt og menningarsögu- legt gildi, en okkur er ekki síður nauðsynlegt að skapa byggingar og mannvirki sem eftirkomend- um okkar má þykja þess virði að varðveita. Vandinn er í þessu til- viki ekki einungis sá að friðlýsa. Við verðum einnig að taka akvarðanir um það, hvernig notkur og hve mikla notkun frið- lýst landsvæði þola, og vanda sérstaklega til forms og gerðar þeirra mannvirkja sem gera notk- un þessara svæða mögulega. Hvaða landrými höfum við til- tækt til að fullnægja allri þeirri eftirspurn, sem ört vaxandi mannfjöldi og athafnalíf skapar, og hvernig viljum við ráðstafa þessu landi? Hvernig umhverfi, byggingar og önnur mannvirki viljum við skapa? Hraðfara tækniþróun gerir okkur kleift á komandi árum að hafa mun stór- tækari áhrif á náttúru landsins og gerð hins byggða umhverfis en hingað til, en hvert viljum við stefna? Það eina sem við getum verið nokkurn veginn viss um er, að stöðug breyting mun eiga sér stað. Við verðum að leitast við að svara þessum og fjölmörgum öðr- um aðkallandi spurningum, sem enn er að miklu leyti ósvarað. Fyrir hvers konar framtíðarþjóð- félag viljum við skipuleggja? Þurfum við stærri útivistarsvæði eða minni, hvernig og hvar? Þurf- um við fleiri eða færri bifreiða- stæði og stærri eða minni lóðir? Eru núverandi hugmyndir um gerð byggðasvæða og fjölskyldu- skipan úreltar? Hvað tökum við til bragðs ef núverandi fólksfjölg- un minnkar til muna eða hættir með öllu? Hvernig samsvarar nú- verandi skipulagslöggjöf, fjár- mögnun og tilhögun skipulags- mála þeim kröfum, sem við ger- um til sköpunar og viðhalds heildarumhverfis á íslandi? Gestur Ólafsson. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.