Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 21
Björn Ólafs: Reykjavík 2000 1. Reykjavík = ísland Skipulag byggðar á íslandi er hvergi vandamál nema á Reykja- víkursvæðinu. Borgin inniheldur ekki aðeins rúman helming lands- manna, en einnig nær allt ís- lenzkt vald, sköpunarstarf, pen- inga og menntafólk. íslenzk nú- tímamenning er Reykjavíkur- menning. Vaxtarbroddur landsins er í borginni: Þegar íslendingar verða 300 þúsund um næstu alda- mót, verða 200 þúsund þeirra á Reykjavíkursvæðinu, a. m. k. Skipulagning svæðisins hefur ekki aðeins stórfelld áhrif á það, hvernig þessi meirihluti þjóðar- innar býr, vinnur, ferðast og leik- ur sér, hún hefur einnig í meira og meira mæli áhrif á þjóðarhag og -menningu. Mistök þessa skipulags mundu hafa varanlegri áhrif og alvarlegri en jarðskjálft- ar, eldgos og hafís til samans. Hér verður því aðeins rætt um skipulag Reykjavíkur. 2. Skipulagning = 0 ? Hnattstaða borgarinnar, líf hennar og ríkjandi þáttur hennar í þjóðlífi mynda séreinkenni, sameiginleg engri annarri borg. Þau hafa þó haft furðulítil áhrif á svipmót Reykjavíkur. Hún hef- ur vaxið á líkan hátt og aðrar borgir á útjaðarssvæðum iðnaðar- landanna og orðið fátækleg eftir- öpun fyrirmynda frá nágranna- löndunum. Sérstaða hennar hef- ur því haft minni áhrif á borgina en þjóðfélags- og tæknibreyting- ar, sem sameiginlegar eru öllum Vesturlöndum. Núverandi skipulagsvísindi. hafa ekki náð fullu valdi á þeim breytingaröflum sem nú eru ríkj- andi, hvorki hér né annarsstaðar. Iðnvæðing og farartæki, sjón- varp, útvarp og sími, bætt lífs- kjör og menntun hafa breytt lífi og lögun borga, án þess að skipu- lagsvísindi hafi getað eytt fylgi- kvillum þessara fyrirbrigða. Við vitum að önnur fyrirbrigði eins og tölvur, sjálfvirkni, ný dreifing- artækni, öruggar getnaðarvarnir, breyting fjölskylduhugtaks og fólksflutningar milli landa munu hafa geysileg áhrif á þjóðfélags- líf Vesturlanda næstu áratugi. En við vitum ekki hvaða áhrif og því síður um aðferðir til að aðlaga borgir þessum breytingum. Það eitt virðist öruggt, að stærri og stærri meirihluti fólks mun búa í borgum. Erfiðasta vandamál skipuleggjenda er því að gera áætlanir, nægjanlega ákveðnar til að borgir verði starfhæfar og til að koma í veg fyrir öngþveiti, en nægjanlega sveigjanlegar til að unnt verði að aðlaga þær breyttu þjóðlífi. 3. Skipulagning = samvinna Skipulagning borga fyrir nokkrum áratugum byggðist nær eingöngu á samvinnu arkitekta og verkfræðinga, sem ákváðu götur og húsalínur. Til að skipu- lagning nú verði fullnægjandi, verða bæði fulltrúar atvinnuvega og verkalýðs, skólafólk og félags- fræðingar að taka þátt í henni. Nauðsynlegt er að mynda upp- lýsingabanka í stöðugri þróun. Skipulagsvinna verður að vera opin, vel auglýst, og öllum greið- ur aðgangur að henni. Á mjög fáum stöðum er séð fyrir þessum frumskilyrðum, og þau eru ein ekki trygging fyrir góðum ár- angri. Bilið milli hugsunar og framkvæmdar er nú víða 30—40 ár í skipulagi, m. a. í Reykjavík. Meginákvarðanir eru mjög oft teknar af vegaverkfræðingum, sem hafa það eitt markmið að koma sem allra mestu af bílum sem hraðast gegnum borgirnar. Þær tillögur sem skipuleggjendur geta lagt fram með öryggi eru afar oft stöðvaðar af stjórnmála- mönnum af ótta við næstu kosn- ingar, eða af reglugerðum sem óratíma tekur að breyta. 4. Pískur í Reykjavík er skipulagsvinna yfirleitt pískruð saman á dular- fullum teiknistofum, og síðan lamin í gegnum borgarráð sem ekkert skilur í tormeltum upp- dráttum og loðnu fylgiskrifi á tæknimáli. Skipuleggjendur eru yfirleitt svo uppteknir við að að- laga borgir fyrirbrigðum sem nú eru ríkjandi, að þeir hafa engan tíma til að hugsa um önnur nýrri fyrirbrigði, eða til að fylgjast með, og ný hverfi verða úrelt áð- ur en þau eru byggð. Allar þessar hættur og vankantar skipulagn- ingar koma skýrt fram í aðal- skipulagi Reykjavíkur.Skipulagið ákveður bæði of lítið og of mikið. Ákvarðanir þess eru teknar af mjög fáum aðilum úr enn færri starfsgreinum. Niðurstöður koma fram í stórri bók, sem er svo illa skrifuð, að erfitt er fyrir sér- fræðing að pæla í gegnum hana, hvað þá almenning. Þegar frá er talið umferðarnet í aðaldráttum, eru þessar niðurstöður þar að auki ekki aðeins úreltar, heldur beinlínis rangar. Ákvarðanir varð- andi gamla bæinn, íbúðarúthverfi og nýjan miðbæ eru bull frá upp- hafi til enda. Hef ég áður rök- stutt þessa skoðun og ekki verið mótmælt, enda eru þessar ákvarð- anir ekki byggðar á neinum nú- verandi staðreyndum, hvað þá á áætlun fram í tímann. Merkasta tillaga skipulagsins er sú, að taka skuli það sjálft til endurskoðunar með vissu millibili. Engin endur- skoðun hefur enn farið fram á Ilclztu einlcenni aðalskipulags Reykjavíkur: Net hraðbrauta myndar aðgreind svœði, sem hvert hefur jyrirjram álcveðið, takmarkað hlutverk. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.