Samvinnan - 01.08.1970, Side 33

Samvinnan - 01.08.1970, Side 33
5 í M I Nýi símaklefinn við Lœkjargötu. Aðalskipulag Sauðárkróks 1970 stórhættuleg og því þjóShagslega óhagstæð. Vera má að einhver segi: Nú? Er þessu fólki ekki frjálst að gera hvað sem það vill? Á nú hið op- inbera líka að fara að skipta sér af einkalífi manna? Því má svara: Þjóðfélag, sem hugsar ekki fyrir þörfum þegna sinna, er veikt þjóðfélag og verð- ur undir í baráttunni fyrir til- verurétti sínum. Gallar íslenzks arkitektúrs fel- ast í þeirri tilhneigingu að hafa að fyrirmynd ómeltar hugmyndir annars staðar frá. Kostir íslenzks arkitekúrs felast í þeirri til- hneigingu að vera opinn fyrir áhrifum annars staðar frá. Listin að velja og hafna er list, sem við íslendingar höfum ekki vald á ennþá. Við vitum öll að fáar mið- stöðvar fræðikerfa eru á íslandi. Áður en reist verði miðstöð arki- tektúrs á íslandi með gildi fyrir alheimsarkitektúr, verða að eiga sér stað breytingar. Um það geta flestir orðið sammála. Hverjar þessar breytingar eru að mínu áliti, hef ég rætt lauslega hér á undan. Til þess að breytingar geti orðið, verður að viðurkenna þörfina fyrir þær. Þá þarf að ræða þær lengi af öllum við- komandi, eða af fulltrúum allra skoðanahópa íslendinga í þessu tilfelli. Menn verða að skiptast á skoðunum á jafnréttisgrund- velli. Grundvöllurinn fyrir þess- um skoðanaskiptum er það fyrsta, sem menn, er fást við gerð ís- lenzks arkitektúrs og áhuga hafa á starfi sínu, þurfa að koma sér saman um. Verkefnið er stórt, en þörfin er stærri. Einar Þorsteinn Ásgeirsson Samþykkt af bæjarstjórn Sauð- árkróks 3. sept. 1969. Samþykkt af Skipulagsstjórn ríkisins 19. maí 1970. Staðfest af félagsmálaráðherra 20. maí 1970. Arkitektar: Stefán Jónsson, Reynir Vilhjálmsson, Guðrún Jónsdóttir, Knud Jeppesen. Aðstoðarmenn: Helgi Hafliða- son, arkitekt og Stefán Örn Stefánsson, stud ark. Verkfræðingar: Haukur Péturs- son og Sigurhjörtur Pálmason. Aðalskipulag Sauðárkróks er hér sýnt sem dæmi um það, hvernig slík skipulagsáætlun fer fram fyrir meðalstóran bæ á okk- ar mælikvarða, og hvernig hún lítur út á uppdráttum. (Aðrir bæ- ir, utan Reykjavíkur, sem fengið hafa aðalskipulag samþykkt munu vera: Egilsstaðir, Húsavík og Sel- tjarnarnes. — Tillögur að aðal- skipulagsáætlun nokkurra fleiri bæja munu liggja fyrir, s. s. Hafnarfjörður og Selfoss). — Margar athuganir og rannsóknir liggja að baki slíkri skipulags- áætlun sem þessari og samvinna við marga aðila. Hér eru aðeins sýndir veigamestu þættir og nið- urstöður, þ. e. svæðanýting og aðalumferðarkerfi, nánar tiltekið staðsetning ýmissa meginþátta bæjarlífsins og innbyrðis lega þeirra svæða, svo og tenging þeirra innbyrðis og við aðalum- ferðarkerfi. Útdráttur úr greinargerð arki- tekta Aðalskipulag greinir venjulega ekki frá sundurliðuðum áætlun- um um byggð, umferðarmann- virki og þess háttar. Það er frem- ur nokkurskonar stór rammi, sem veitir leiðsögn eða sameiginlegan grundvöll fyrir þeirri marghátt- uðu deiliskipulagningu, sem á eftir fer. Aðalskipulag á að vera það haldbezta í skipulagsáætlun- inni, en þó geta gefið visst oln- bogarými og hreyfanleik (flexi- bilitet) innan hins stóra ramma. Það gerir áætlun um staðsetningu íbúðarhverfa, athafnasvæða, mið- bæjarhverfa, menningarhverfa, útivistar- og íþróttasvæða og svæða til annarra nota og teng- ingu þeirra með umferðarkerfi innbyrðis, svo og við aðalvega- kerfi landsins, þjóðvegina. Deili- skipulag er svo skipulagning og meðhöndlun hvers þessara svæða fyrir sig. Forsendur Þegar gera skal framtíðaráætl- un fyrir bæ eða byggðasvæði, verður að ganga út frá mörgum forsendum. Sú öruggasta þeirra er auðvitað bærinn eins og hann er í dag. Sú forsenda höfðar til landfræðilegrar legu, aðstöðu, samskipta manna í byggðarlag- inu (t. d. verzlunar). Hún ber einnig svipmót af náttúrufari staðarins og viðleitni kynslóð- anna til að byggja upp samfélag, er veiti þeim lífsviðurværi, ör- yggi og félagsskap. Enginn bær eða borg fullnægir þó nokkurn tíma öllum þörfum allra íbúa sinna. Tilhögun og uppbygging er sniðin eftir þörfum fyrri kyn- slóða, er bjuggu við aðra tækni og lífskjör. Aðstæður breytast hraðar en hægt er að breyta bæn- um með því að endurbyggja hús og bæjarhverfi. Framtíðarbærinn hlýtur því að verða samsettur úr núverandi bæ og nýrri bæjar- hlutum, sem þó þurfa að geta búið og starfað saman sem ein heild. Forsendur byggðar á Sauðárkróki Hverjar eru þá ástæðurnar fyr- ir því að bærinn er þarna og hverjar eru forsendur fyrir vexti hans og hversu haldgóðar eru þær, svo yfirleitt sé þörf á aðal- skipulagi eða áætlun um fram- tíðarvöxt? 1. Lendingarskilyrði frá nátt- úrunnar hendi eru ekki góð við Skagafjörð, enda brimasamt nokkuð. Frá alda öðli hefur þó verið lendingarstaður við Sauðár- krók. Landnámsmenn komu skip- um sínum í Gönguskarðsárós. Einmitt þar er nú risin Sauðár- krókshöfn. 2. Bærinn liggur miðsvæðis í stóru héraði. Löng barátta var háð fyrir verzlunaraðstöðu á þess- um stað, þó lengi vel væru aðrir staðir ákvarðaðir til þess af yfir- völdum, t. d. Hofsós. Sauðárkrók- ur er þegar megin verzlunar- og þjónustustaður Skagafjarðar- sýslu. 3. Bærinn liggur á krossgötum umferðarlega séð, þar sem Skag- firðingabraut tengir framfjörð- 33

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.