Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 33

Samvinnan - 01.08.1970, Qupperneq 33
5 í M I Nýi símaklefinn við Lœkjargötu. Aðalskipulag Sauðárkróks 1970 stórhættuleg og því þjóShagslega óhagstæð. Vera má að einhver segi: Nú? Er þessu fólki ekki frjálst að gera hvað sem það vill? Á nú hið op- inbera líka að fara að skipta sér af einkalífi manna? Því má svara: Þjóðfélag, sem hugsar ekki fyrir þörfum þegna sinna, er veikt þjóðfélag og verð- ur undir í baráttunni fyrir til- verurétti sínum. Gallar íslenzks arkitektúrs fel- ast í þeirri tilhneigingu að hafa að fyrirmynd ómeltar hugmyndir annars staðar frá. Kostir íslenzks arkitekúrs felast í þeirri til- hneigingu að vera opinn fyrir áhrifum annars staðar frá. Listin að velja og hafna er list, sem við íslendingar höfum ekki vald á ennþá. Við vitum öll að fáar mið- stöðvar fræðikerfa eru á íslandi. Áður en reist verði miðstöð arki- tektúrs á íslandi með gildi fyrir alheimsarkitektúr, verða að eiga sér stað breytingar. Um það geta flestir orðið sammála. Hverjar þessar breytingar eru að mínu áliti, hef ég rætt lauslega hér á undan. Til þess að breytingar geti orðið, verður að viðurkenna þörfina fyrir þær. Þá þarf að ræða þær lengi af öllum við- komandi, eða af fulltrúum allra skoðanahópa íslendinga í þessu tilfelli. Menn verða að skiptast á skoðunum á jafnréttisgrund- velli. Grundvöllurinn fyrir þess- um skoðanaskiptum er það fyrsta, sem menn, er fást við gerð ís- lenzks arkitektúrs og áhuga hafa á starfi sínu, þurfa að koma sér saman um. Verkefnið er stórt, en þörfin er stærri. Einar Þorsteinn Ásgeirsson Samþykkt af bæjarstjórn Sauð- árkróks 3. sept. 1969. Samþykkt af Skipulagsstjórn ríkisins 19. maí 1970. Staðfest af félagsmálaráðherra 20. maí 1970. Arkitektar: Stefán Jónsson, Reynir Vilhjálmsson, Guðrún Jónsdóttir, Knud Jeppesen. Aðstoðarmenn: Helgi Hafliða- son, arkitekt og Stefán Örn Stefánsson, stud ark. Verkfræðingar: Haukur Péturs- son og Sigurhjörtur Pálmason. Aðalskipulag Sauðárkróks er hér sýnt sem dæmi um það, hvernig slík skipulagsáætlun fer fram fyrir meðalstóran bæ á okk- ar mælikvarða, og hvernig hún lítur út á uppdráttum. (Aðrir bæ- ir, utan Reykjavíkur, sem fengið hafa aðalskipulag samþykkt munu vera: Egilsstaðir, Húsavík og Sel- tjarnarnes. — Tillögur að aðal- skipulagsáætlun nokkurra fleiri bæja munu liggja fyrir, s. s. Hafnarfjörður og Selfoss). — Margar athuganir og rannsóknir liggja að baki slíkri skipulags- áætlun sem þessari og samvinna við marga aðila. Hér eru aðeins sýndir veigamestu þættir og nið- urstöður, þ. e. svæðanýting og aðalumferðarkerfi, nánar tiltekið staðsetning ýmissa meginþátta bæjarlífsins og innbyrðis lega þeirra svæða, svo og tenging þeirra innbyrðis og við aðalum- ferðarkerfi. Útdráttur úr greinargerð arki- tekta Aðalskipulag greinir venjulega ekki frá sundurliðuðum áætlun- um um byggð, umferðarmann- virki og þess háttar. Það er frem- ur nokkurskonar stór rammi, sem veitir leiðsögn eða sameiginlegan grundvöll fyrir þeirri marghátt- uðu deiliskipulagningu, sem á eftir fer. Aðalskipulag á að vera það haldbezta í skipulagsáætlun- inni, en þó geta gefið visst oln- bogarými og hreyfanleik (flexi- bilitet) innan hins stóra ramma. Það gerir áætlun um staðsetningu íbúðarhverfa, athafnasvæða, mið- bæjarhverfa, menningarhverfa, útivistar- og íþróttasvæða og svæða til annarra nota og teng- ingu þeirra með umferðarkerfi innbyrðis, svo og við aðalvega- kerfi landsins, þjóðvegina. Deili- skipulag er svo skipulagning og meðhöndlun hvers þessara svæða fyrir sig. Forsendur Þegar gera skal framtíðaráætl- un fyrir bæ eða byggðasvæði, verður að ganga út frá mörgum forsendum. Sú öruggasta þeirra er auðvitað bærinn eins og hann er í dag. Sú forsenda höfðar til landfræðilegrar legu, aðstöðu, samskipta manna í byggðarlag- inu (t. d. verzlunar). Hún ber einnig svipmót af náttúrufari staðarins og viðleitni kynslóð- anna til að byggja upp samfélag, er veiti þeim lífsviðurværi, ör- yggi og félagsskap. Enginn bær eða borg fullnægir þó nokkurn tíma öllum þörfum allra íbúa sinna. Tilhögun og uppbygging er sniðin eftir þörfum fyrri kyn- slóða, er bjuggu við aðra tækni og lífskjör. Aðstæður breytast hraðar en hægt er að breyta bæn- um með því að endurbyggja hús og bæjarhverfi. Framtíðarbærinn hlýtur því að verða samsettur úr núverandi bæ og nýrri bæjar- hlutum, sem þó þurfa að geta búið og starfað saman sem ein heild. Forsendur byggðar á Sauðárkróki Hverjar eru þá ástæðurnar fyr- ir því að bærinn er þarna og hverjar eru forsendur fyrir vexti hans og hversu haldgóðar eru þær, svo yfirleitt sé þörf á aðal- skipulagi eða áætlun um fram- tíðarvöxt? 1. Lendingarskilyrði frá nátt- úrunnar hendi eru ekki góð við Skagafjörð, enda brimasamt nokkuð. Frá alda öðli hefur þó verið lendingarstaður við Sauðár- krók. Landnámsmenn komu skip- um sínum í Gönguskarðsárós. Einmitt þar er nú risin Sauðár- krókshöfn. 2. Bærinn liggur miðsvæðis í stóru héraði. Löng barátta var háð fyrir verzlunaraðstöðu á þess- um stað, þó lengi vel væru aðrir staðir ákvarðaðir til þess af yfir- völdum, t. d. Hofsós. Sauðárkrók- ur er þegar megin verzlunar- og þjónustustaður Skagafjarðar- sýslu. 3. Bærinn liggur á krossgötum umferðarlega séð, þar sem Skag- firðingabraut tengir framfjörð- 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.