Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 43
höfunda ægir saman, og eins notar hann mjög myndir til að styðja textann. Sjálfur fullyrðir hann, að bókin sé úrelt form miðils (með miðli er hér átt við allt, sem miðlar upplýsingum, t. d. sjónvarp og útvarp; bókin er einstaklingsbundinn miðill og sömuleiðis málverkið), en ekki vegna bókarinnar sjálfr- ar, heldur sé hin bóklega hugsun eða línu- hugsun úr sögunni. Það sem átt er við með línuhugsun má kannski sjá með samanburði. Hinn frumstæði maður er ekki línuhugs- andi. Skýrt og greinilegt orsakasamhengi hlutanna er honum framandi. Hann lifir í heimi goðsögu, í samfélagslegum samvistum við meðbræður sína af sama kynflokki. Línuhugsun bókarinnar kemur með skýrt afmarkað orsakasamhengi, þ. e. upphaf og endi allra hluta. Heimspeki McLuhans mætti kalla tækni- lega nauðhyggju (technical determinism), þ. e. tæknilegar nýjungar hafa verið meiri áhrifavaldar í mannlegum samfélögum en allt annað. Hér virðist vera um hversdags- leg sannindi að ræða. En þessi hversdags- legu sannindi öðlast meiri dýpt, þegar þjóð- félagslegar breytingar eru athugaðar í þessu ljósi úr nálægð. í bók sinni „Vetrarbraut Gutenbergs" heldur McLuhan því fram, að sú staðreynd, að unnt var í lok miðalda að prenta bækur í fjölda eintaka, hafi haft meiri heimssögu- leg áhrif en innihald þeirra bóka, sem ritað- ar hafa verið. Hin prentaða bók breytti allri hugsun manna. Hún jók á einstaklings- hyggju og þjóðerniskennd. Hún gerði siða- skiptin hugsanleg. Með prentun bóka í fjölda eintaka gat maðurinn lagt stund á einstaklingsbundna hugsun. Öll skynjun hans breyttist frá því sem áður var, þ. e. sjónskyn hans þróaðist sérstaklega, svo og línuhugsunin. Öll vestræn menning (eða sið- menning) frá lokum miðalda fram á nítjándu öld hefur lagt sérstaka áherzlu á sjónskynið og þar með rofið jafnvægið, sem ríkti þegar maðurinn notaðist jafnt við öll skynfæri sín til að eiga samskipti við aðra Miðlar vekja okkur sérstök hlutföll skynjunar með því að breyta umhverfi okkar. Bókin .... menn (communicate), sbr. hinn frumstæða mann. Þá staðreynd, að margir af gullaldar- höfundum íslenzkra bókmennta hirtu ekki um að feðra verk sín, myndi McLuhan sennilega skýra á þann veg, að þeir hafi haft annan skilning á einstaklingnum og framlagi hans yfirleitt heldur en íslending- ar tuttugustu aldar, sem virðist kannski liggja í augum uppi. í bók sinni „Að skilja miðla“ bendir Mc- Luhan á, að fjölmiðlar okkar tíma, sem fá orku sína frá rafmagni, svo sem símskeyti, útvarp, sjónvarp og rafeindaheilar, séu í þann veginn að gerbylta lífi okkar. En ekki vegna breytts innihalds þeirra, eins og við höldum oft, heldur séu áhrif þessara miðla á skynfæri okkar annars eðlis en áhrif fyrri tíma miðla. Þetta hafi þegar og muni halda áfram að fæða af sér annan eða breyttan homo sapiens. Fyrri tíma miðlar, svo sem höggmyndin eða bókin, krefjist þátttöku að- eins eins skynfæris okkar, sjónarinnar. Nú- tímafjölmiðlar krefjist aukinnar þátttöku okkar. Og þessi krafa sé að baki öllum þjóðfélagslegum breytingum, sem við lifum þessa stundina (McLuhan talar um, að í upphafi tæknialdar hafi átt sér stað spreng- ing út á við (explosion), en með tilkomu rafknúinna miðla sé að eiga sér stað spreng- ing inn á við (implosion). Og þessi spreng- ing inn á við sé einkenni allra seinustu ára). Til nánari skilgreiningar á eðli hinna ýmsu miðla aðgreinir McLuhan þá í tvo flokka: heita og svala miðla (hot and cool media). Heitur miðill eða reynsla (erfitt er að skilgreina orðið miðill hjá McLuhan; þetta hugtak notar hann í mjög víðtækri merkingu um allt sem miðlar upplýsingum; fatnaður getur verið miðill eða falið í sér ákveðið form samskipta) er mjög afmark- aður og merkingarfullur miðill, t. d. kvik- myndir, útvarp, bækur eða málverk. Svalur miðill er fátækur að skilgreindum markmið- um og upplýsingu og krefst þess að þátttak- andinn bæti inn í. Slíkur miðill er sjón- varpið, sem krefst viss ósjálfráðs hugræns Framhald sérhvers skynsviðs breytir hugsun okkar og athöfnum — breytir skynjun okkar. Þegar skynjunarhlut- föllin breytast, breytast mennirnir. Rafkerfið er framhald mii . ... er framhald augans. samtengjandi starfs: til þess að skynja mynd á skerminum verður áhorfandinn að tengja hina mismunandi fosfórpunkta hans saman. Þessi flokkun í heita og svala miðla á einnig við um fólk. Heitir miðlar eru hentugir miklum einstaklingshyggjumönnum, en sval- ir miðlar, svo sem sjónvarpið, eru heppi- legir fyrir fólk, sem hefur yfir framkomu sinni vissan blæ kæruleysis. Þeir sem vin- sælir vilja vera í sjónvarpi þurfa helzt að vera eins venjulegir og unnt er (Ed Sullivan t. d.), þannig að sem flestir geti tekið þátt í persónu þeirra, án þess þurfa að taka of mikið á til þess að breyta sér. Meginviðfangsefni McLuhans er þjóðfé- lagslegar breytingar. Þjóðfélagið umhverfis okkur er í stöðugri breytingu, og við eigum erfitt með að átta okkur á eðli þessara breytinga. En til eru svokölluð frumstæð þjóðfélög, sem ekki breytast á sama hátt og hin þróuðu þjóðfélög. Hið frumstæða þjóð- félag er í meira jafnvægi (og jafnframt í meira jafnvægi að því er varðar líkamlega skynjun). McLuhan tekur afstöðu með hin- um rafmögnuðu fjölmiðlum, svo sem sjón- varpinu, vegna þess að þeir koma á hjá manninum með tímanum meira skynjafn- vægi. Þjóðfélög hins iðnvæddari hluta heimsins eru að breytast í heimsþorp (glo- bal village), sbr. hippahreyfinguna. Og styrjaldir eiga eftir að hverfa fyrir tilstilli sjónvarpsins. Stríðið í Víetnam, sem er heitt stríð, þar sem barizt er af „prinsípástæðum", er dauðadæmt í svölum fjölmiðli eins og sjónvarpinu. í þessu sambandi má benda á mótmælagöngur og óeirðir gegn þessari styrjöld í Víetnam, sem væru óhugsandi væri sjónvarpið ekki komið til sögunnar. Það má áreiðanlega deila á ýmsar vafa- samar fullyrðingar McLuhans, en það ljós, sem hann varpar á þokukennda nútíð okkar, er vissulega ekki án þýðingar. Segja má að McLuhan hafi endurholdgað goðsöguna með því að hlutir taka að tala til okkar, sem áður virtust án merkingar. Eða hver vill ekki vera svalur á okkar dögum? 4 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.