Samvinnan - 01.08.1970, Page 45
Ródesía fær aðfluttan varning sinn um báðar þessar hafnir, en stærsta
iðnaðarsvæði Suður-Afríku, kringum Jóhannesarborg, á mikið undir
annarri þeirra, semsé Lourenco Marques.
Ekki eru neinar horfur á, að stjórnin í Lissabon hyggi á breytingar
í nýlendumálum sínum. Eftirmaður Salazars, dr. Marcello Caetano,
hefur opinberlega heitið að halda fast við stefnu fyrirrennarans að
því er snertir varðveizlu „lögmætra og óvefengjanlegra réttinda"
Portúgals í hinum svonefndu „héruðum handan hafsins“. Portúgal
mun láta sér blæða til ólífis, ef nauðsyn krefur, til að halda virkinu,
sagði í yfirlýsingunni. Þegar Caetano heimsótti nýlendurnar í Afríku
í fyrravor (hann var fyrsti forsætisráðherra Portúgals sem nokkru
sinni hafði heimsótt þær), ítrekaði hann þessar yfirlýsingar. „Portú-
galar eru ein þjóð margra kynþátta,“ sagði hann.
Það sem er í húfi er „sögulegt hlutverk Portúgals11, samkvæmt
opinberum yfirlýsingum, en það er í því fólgið að rótfesta „vestræna
menningu og fagnaðarerindi Krists“. Þegar Portúgalar unnu Ceuta
í Norður-Afríku árið 1415, urðu þeir upphafsmenn nýlenduskeiðsins,
sem leiddi til mikilla landvinninga Evrópuþjóða um víða veröld.
Nú er svo komið, að smáríkið Portúgal er síðasta meiriháttar ný-
lenduveldið — og ræður yfir lendum sem eru 23 sinnum stærri en
heimalandið.
Þessar nýlendur sjá Portúgal fyrir þriðjungi af útflutningstekjum
sínum. Uppgötvun verulegra auðlinda í Angóla og Mózambik —
fyrst og fremst olíu og járnmálms — mun gera þessar nýlendur
ennþá verðmætari en áður. Portúgal ver nú 48,7% af útgjöldum
á fjárlögum til hernaðarþarfa (og eru þá undanskildar hin víðtæka
öryggislögregla og hin árvökula leynilögregla, PIDE). Meginhluti
þessara útgjalda gengur til stríðsreksturs í Afríku. Ekkert annað
ríki í Evrópu ver jafnstórum hundraðshluta til hernaðarþarfa, hvort
sem miðað er við fjárlög eða þjóðarframleiðslu. Herskyldutíminn í
Portúgal er fjögur ár — og er hann mun lengri en í nokkru öðru
NATO-ríki.
Þegar dr. David Livingstone fór hinn sögulega leiðangur yfir
meginlandið frá Angóla til Mózambik fyrir rúmum hundrað árum,
fann hann einungis „ömurleg [portúgölsk] virki full af herföngum
vopnuðum herlúðrum og eirbumbum". Ástandið er allt annað nú:
öflug virki og velþjálfaðir hermenn búnir nýtízkulegustu vopnum.
Portúgalar hafa komið sér upp svo fjölmennum herafla í nýlendum
sínum, að einungis eitt ríki í Afríku ræður yfir öflugri her, semsé
Egyptar.
Frá sjónarmiði nýlendustjórnmála er erfitt að trúa því, að hægt
sé að halda þessum nýlendum nema með því að grípa stöðugt til
kúgunar og ofbeldisaðgerða. í hinum tveimur stóru nýlendum búa
12,4 milljónir Aíríkumanna, en aðeins 300.000 hvítir menn. Sú stað-
hæfing stjórnarinnar í Lissabon, sem sífellt er tönnlazt á, að meðal
Portúgala sé ekki að finna neina kynþáttafordóma, er rækilega af-
sönnuð af þeim aðstæðum sem nú eru ríkjandi í nýlendunum, og
ósennilegt er að ástandið batni, jafnvel þótt linað verði á harð-
stjórninni.
Það er sömuleiðis goðsögn, að portúgalskir íbúar nýlendnanna gift-
ist gjarna Afríkumönnum. Portúgalskir karlmenn hafa kannski ekkert
á móti því að eiga kynmök við þeldökkar konur, en þetta er alþekkt
fyrirbæri — í Suðurríkjum Bandaríkjanna til dæmis, og í Suður-
Afríku. Að því er virðist eina skýrslan sem nokkurn tíma hefur
verið samin í nýlendunum um blönduð hjónabönd (fyrir árið 1950
og landfræðilega ófullkomin) hefur að geyma eftirfarandi upplýs
ingar:
Þeldökkar konur giftar hvíturn mönnum: 0
Þeldökkir karlmenn kvæntir hvítum konum: 0
Hinir ýmsu stjórnarandstöðuhópar í Portúgal hafa allir lýst yfir
því, að þeir vilji, að nýlendunum verði veitt sjálfstæði. Ef þessi ósk
á eftir að rætast, er ekki erfitt að sjá fyrir sér nýja hliðstæðu við
það sem gerðist í Ródesíu: valdatöku portúgölsku minnihlutanna í
nýlendunum og áframhaldandi kúgun innfæddra. Bæði Suður-Afríka
og Ródesía mundu að öllum líkindum veita þá hernaðaraðstoð, sem
talin væri nauðsynleg.
Lítill vafi er á því, að portúgölsku innflytjendurnir mundu geta
efnt til OAS-herferðar í svipuðum stíl og efnt var til í Alsír fyrir
nokkrum árum. í því sambandi er nægilegt að hafa í huga seigluna
og grimmdina sem birtist í viðleitni þeirra við að verja aðstöðu
sína við ríkjandi aðstæður. Á öllum þeim svæðum, sem ógnað er,
hefur verið komið upp svonefndum „landvarnasveitum sjálfboðaliða",
skipuðum Portúgölum. í hinni stóru héraðsborg Silva Porto, í hjarta
Minnisvarði um fallna portúgalska hermenn í jyrri heimsstyrjöld í Ltíanda í
Angóla.
Angóla, má til dæmis sjá raunverulegar hersýningar, þar sem „sjálf-
boðaliðarnir“ aka um borgina í bílalestum með 30 til 40 Landrover-
jeppum, og á hverjum jeppa sitja 4 til 6 menn vopnaðir rifflum og
sjálfvirkum vopnum. Þessar sveitir hafa einnig til umráða þyrlur og
litlar flugvélar.
í Lúanda, höfuðborg Angóla, las ég leiðara í dagblaði, þar sem
því var haldið fram, að tími væri kominn til að gera „eitthvað raun-
hæft“, og að hingað til hefði verið farið „alltof mildilega" með inn-
fædda menn.
Eftir því sem hernaðarátökin í portúgölsku nýlendunum magnast,
fjölgar flóttamönnum. í Angóla hefur meira en helmingur innfæddra
ibúa hinna auðugu norðurhéraða þegar flúið til Kongó-Kinshasa.
Forstjóri flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Kinshasa,
Svisslendingurinn dr. Otto Hagenbiichle, tjáði mér, að samkvæmt
opinberu mati Sameinuðu þjóðanna væru flóttamenn frá Angóla í
Kongó nú um 400.000 talsins — en hann tók fram, að þetta væri
varkárt mat og sennilega væru flóttamennirnir nálægt 600.000 talsins.
Hann vísaði á bug þeirri ítrekuðu staðhæfingu Portúgala, að margir
fióttamannanna hefðu snúið aftur til Angóla. Hann kvaðst álíta, að
þeir mundu ekki kæra sig um að snúa heim til átthaganna fyrr
en nýlendan hefði hlotið fullt sjálfstæði.
í síðustu meiriháttar ræðu sinni til portúgölsku þjóðarinnar stað-
festi Salazar áframhaldandi stuðning stjórnar sinnar við baráttuna
gegn „hermdarverkamönnunum“ (hinum innlendu þjóðfrelsishreyf-
ingum). Jafnframt sendi hann vestrænum ríkjum harðorða áminn-
ingu vegna hálfvolgrar afstöðu þeirra til vandamála Portúgals.
„Heimurinn tekur á sig mikla áhættu, ef hann leyfir þeirri sann-
færingu að festa rætur, að ógnaraðgerðir skæruliða verði ekki brotnar
á bak aftur,“ sagði hann.
Hernaðarátökin í portúgölsku nýlendunum eru nú orðin svo víð-
tæk, að uppgjafarstefnan er kannski þegar allt kemur til alls eina
raunsæja afstaðan. 4
45