Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.08.1970, Blaðsíða 51
Sigurður Líndal: islenzkir stjórnmálaflokkar Lokagrein Eftir það yfirlit, sem hér hefur verið gefið um skipulag stjórnmálaflokka á fslandi, verð- ur sú viðleitni að teljast ómaksins verð að reyna iað lýsa megineinkennum skipulags þeirra. Ekki þarf um það að fjölyrða, að einungis er unnt að drepa á fáein höfuð- atriði. Um alla einstaka þætti ber að hafa í huga lýsinguna, sem áður hefur verið gef- in. Að lokum verður þess freistað að gera grein fyrir, hver sé valdamesta stofnun inn- an flokkanna og hvernig háttað sé kostum einstakra flokksmanna að hafa áhrif á stefnu þeirra og starfsemi. Þegar er óhætt að fullyrða, að skipulag stjórnmálaflokka á íslandi er í megindrátt- um áþekkt. Stjórn þeirra allra er skipt á milli stofnana, sem ná til flokksins alls, hafa stjórn hans með höndum í heild, og svo stofnana, sem stjórna flokksstarfsemi á af- mörkuðu svæði, sem einkum er miðað við kjördæmi. Stofnunum þeim, sem ná til flokksins alls, er einfaldast og handhægast að skipta í ákveðnar heildir eftir fjölda manna, sem skinar þær. Með slíkri aðgreiningu getur að finna í öllum flokkum þrjár meginheildir, sem kalla má: fjöldasamkomur, fjölmennis- stjórnir og fámennisstjórnir. Staðbundnum stofnunum verður ekki skipt á þennan veg, þannig að til beinnar glöggvunar sé. Eðli- legast er að skipta þeim í heildir, er miðað- ar séu við þau svæði, sem starfssvið þeirra nær til, og verða þá aðallega fyrir tvær heildir: flokksfélög og kjördæmissamtök. Að sjálfsögðu geta ýmsar aðrar skiptingar kom- ið til greina. en hér er rúm takmarkað og ekki unnt að fjalla um öll álitaefni. Fyrst verður vikið að þeim stofnunum, sem hafa með höndum stjórn alls flokksins. Undir þá heild, sem kalla má f.iöldasam- komur, falla landsfundir eða flokksbing. Sameiginleg einkenni þessara stofnana eru einkum þau. er nú greinir: Þær fara allar formlega með æðsta vald í málefnum flokk- anna. bæði um stefnumótun og pólitísk framkvæmdastörf; og þær eru einkum skip- aðar fulltrúum staðbundinna flokksstofnana, svo sem flokksfélaga eða fulltrúaráða beirra, en iafnframt gætir glöggt beirrar viðleitni. að þær verði vettvangur alls flokksins, og því er hvarvetna leitazt við að tryggja bar setu fulltrúum allra stofnana innan flokks- ins: í beim fer og fram kjör mikils hluta forvstuliðs flokksins. Yfirleitt eru bessar stofnanir fiölmennar, einkum innan Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. bar sem flokksþing og landsfnndi sitja frá 450 til 900 manns. Á hinn bóginn eru bær tiltölulega miklu fá- mennari í hinum flokkunum. Albýðuflokkn- um, Alþýðubandalaginu og Samtökum friáls- lyndra og vinstri manna, þar sem fjöldi þingfulltrúa er á bilinu 100—150. Sama var einnig um Sósíalistaflokkinn að segja. Sameiginlegt öllum flokkum er það, að starfsemi þessara stofnana er takmörkuð í þeim skilningi, að til flokksþinga eða lands- funda er fremur sjaldan boðað, annað til fjórða hvert ár, og þeir standa ekki ýkja lengi yfir, — eða 3—6 daga. Á hinn bóginn einkennist þinghald þetta af ósleitilegri fundasetu annað hvort þannig, að fundir séu títt haldnir eða mjög langir. Loks virðist það vera sameiginlegt einkenni á fjöldasam- komum þessum, að mestur hluti fundar- tímans fer í ræðuhöld, en fyrirferðarmestur ávöxtur þeirra eru ályktanir einatt harla almennt orðaðar. Þá fylgir þeim og allmikið samkvæmislíf. Af þessu virðist mega draga þá ályktun að til fundanna sé stofnað í vakn- ingar- og útbreiðsluskyni, svo og til innbyrð- is kynningar flokksmanna. En nánar verður vikið að áhrifaaðstöðu fjöldasamkomanna síðar. Þá er komið að þeim stofnunum, sem kallaðar voru fjölmennisstjórnir hér að framan. Þær hafa ekki eitt og sama heitið í flokkunum. Fjölmennisstjórn Alþýðuflokks- ins kallast flokksstjórn og miðstjórn, Fram- sóknarflokksins miðstjórn, Sjálfstæðisflokks- ins flokksráð, Alþýðubandalagsins flokksráð og miðstjórn og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna flokksstjórn. í Sósíalista- flokknum kallaðist hún flokksstjórn og mið- stjórn. Fjölmennust þessara stjórna er flokksráð Sjálfstæðisflokksins, sem skipað er um 150 manns, en fámennust er flokks- stjórn Alþýðuflokksins, sem skipuð er 59 mönnum. Þess ber hér að geta, sem m. a. er Ijóst af nafngift, að innan Alþýðubandalags- ins er fjölmennisstjórn tvískipt, þannig að nokkuð glögglega er á milli greint. Flokks- ráðið skipa 90 manns, en miðstjórn 30 manns. Verkaskipting þessara tveggja stofn- ana er hins vegar ekki alls kostar glögg, en ekki er unnt að fjalla frekar um það hér. Að- greining er einnig innan Alþýðuflokksins og var innan Sósíalistaflokksins, sbr. nöfnin flokksstjórn og miðstjórn. Þar er hún hins vegar engan veginn gagnger, með því að hún ræðst aðallega af búsetu eins og fyrr er greint. Sérhverjum flokksstjórnarmanni er jafnan heimill aðgangur að fundum mið- stjórnar og gætir af þeim sökum skiptingar ekki eins mikið. Athyglisvert er, hversu lítill munur er á tölu þeirra, sem sitja í fjöldasamkomu og fjölmennisstjórn Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Sama var einnig að segja um Sósíalistaflokkinn. Kjöri í þessar fjölmennisstiórnir er ekki hagað á einn og sama veg í öllum flokkun- um. í sumum flokkum eru þær kosnar á fjöldasamkomum (flokksþingum eða lands- fundum); er það gert í Alþýðuflokknum og var gert í Sósíalistaflokknum. Mið- stjórn Framsóknarflokksins er hins vegar einungis að litlu leyti kosin á flokksbinginu, meiri hluti hennar er skipaður fulltrúum, sem kosnir eru á kjördæmisþingum. Um flokksráð Alþýðubandalagsins er svipað að segja — flestir, sem þar sitja, eru kosnir af kjördæmisráðum. Miðstjórn er hins vegar nær einvörðungu kjörin á landsfundi. Milli landsfundar Sjálfstæðisflokksins og flokksráðs eru hins vegar engin tengsl bund- in kosningum. Enginn fulltrúi í flokksráði er kjörinn beint á landsfundi. Mikill hluti flokksráðsmanna er sjálfkjörinn vegna setu í öðrum flokksstofnunum, en kjördæmisráð og fulltrúaráð í Reykjavík kjósa flesta þeirra, sem á annað borð eru kjörnir. Svipað er að segja um Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Enginn fulltrúi í flokks- stjórn er kosinn á landsfundi, — flestir í flokksfélögunum. í öllum flokkum er hlutverk fjölmennis- stjórnanna að móta nánar stefnu hvers flokks á grundvelli þeirrar stefnu, sem þeg- ar hefur verið mörkuð á flokksþingum eða landsfundum, og í öllum flokkum gegna þessar stofnanir sérstaklega því hlutverki að taka afstöðu til ríkisstjórna á hverjum tíma, hvort sem það er berum orðum fram tekið í flokkslögum eða ekki. Þess ber þó að geta, að enn hafa ekki myndazt venjur um þetta í flokksstjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en í lögum er ekkert tekið fram um þetta. Verður því ekki um það sagt á þessu stigi, hvernig framkvæmd þróast. í lögum allra flokka, nema Sjálfstæðis- flokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, eru fjölmennisstjórnunum falin ein- hver framkvæmdastörf í flokknum, svo sem nánar er lýst hér að framan. Fjölmennis- stjórn Alþýðuflokksins hefur sérstöðu að því leyti, að hún hefur ákvörðunarvald um framboð, og sama var að segja um Sósíal- istaflokkinn. í öðrum flokkum er þetta ákvörðunarvald í höndum staðbundinna flokksstofnana. Um samkomur þessara fjölmennisstjórna er það að segja, að almennast er, að þeim sé stefnt til fundar árlega eða annað hvert ár. Hér ber þó að hafa í huga tvískiptinguna í Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu, sem og var í Sósíalistaflokknum. Hinn fjöl- mennari hluti þessara stjórna kemur tiltölu- lega sjaldan saman til fundar, en hinn fá- mennari alloft. Heldur flokksstjórn Al- þýðuflokksins fundi sína annað hvert ár, en flokksráð Alþýðubandalagsins þau ár, sem landsfundur er ekki haldinn, en hann skal halda a. m. k. þriðja hvert ár. Flokks- stjórn Sósíalistaflokksins kom einnig saman annað hvert ár. Fámennari hluti þessara stjórna kemur hins vegar miklu tíðar saman, þannig koma miðstjórnir Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins saman um það bil mánaðarlega. Sami háttur var einnig á hafður í Sósíalistaflokknum. Fámennisstjórnir flokkanna bera tíðast nafnið framkvæmdastjórn. í Sósíalista- flokknum nefndist hún þó framkvæmda- nefnd og í Sjálfstæðisflokknum kallast hún miðstjórn. Þessar stjórnir eru skipaðar 9 til 18 manns. Fámennastar eru stjórnir Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins, skipaðar 9 manns, en fjölmennust er miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins, skipuð 18 manns. f Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokknum er fá- mennisstjórn kosin af fjölmennisstjórn; sama skipan var og í Sósíalistaflokknum, en í Sjálfstæðisflokknum eru 10 kosnir beint á fjöldasamkomu — landsfundi —, 5 kýs þingflokkur og 3 eru sjálfskipaðir. í Al- þýðubandalaginu er miðstjórn kosin á lands- fundi, en flokksráð í kjördæmisráðum, og í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna er framkvæmdastjórn kosin beint á landsfundi. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.