Samvinnan - 01.08.1970, Side 58

Samvinnan - 01.08.1970, Side 58
Símon og Gvend, prestana Svein litlaskratta og Halldór, nágrannana Sigurjón á Kömb- um og Þorgrím á Víðivöllum, jafnvel Begga gamla klofnar í tvær; og það, sem dýpst mótar Ugga, viðhorfið til móður og stjúpmóður. Margir kunna nú að spyrja sem svo: Er nokkuð að marka slíka upptalning and- stæðna? Ef hún sýnir eitthvað, er það þá annað en kunnátta höfundar að segja sögu og að skapa spennu í frásögn sína? Því er vant að svara, en að minni skynj- un á verkum Gunnars Gunnarssonar er hér ekki um þvílík leikbrögð að ræða, held- ur formleg einkenni á verkum höfundar, sem á þennan hátt tjáir sitt eigið skáldeðli, lífssýn sína og viðhorf. Um sinn hefur verið dvalizt við einkenni á frásagnarhætti Gunnars, sem ég hef haldið fram, að sýndu það, sem ég kalla tvíhyggju hans. Annað megineinkenni hans sem höfund- ar í ýmsum verkum er ákveðin mýstík eða dulhyggja. Raunar hefur það listareinkenni Gunnars aldrei snortið mig verulega djúpt. Jafnvel mætti líta á dulúðina sem eina grein tvihyggju hans. Stundum er því líkt sem dulúðin verði eins konar hlíf skynsem- istrúarmanninum Gunnari Gunnarssyni, eða öllu heldur, að dulúðin og skynsemishyggj- an séu enn einar andstæðurnar í höfundar- verki hans. Dulúð Gunnars er samslungin trúarkennd hans, sem oft ber fremur blæ örlagatrúar en guðstrúar. Sögupersónur hans berast oft fram af ósveigjanlegum ör- lögum, miklum eða grimmum. Þau atriði, sem að hefur verið vikið, eru auðvitað einkenni á sagnastíl Gunnars Gunnarssonar, en hver er þá málblær hans og stíleinkenni að öðru leyti? í spjalli sem þessu hlýtur að verða mikið um alhæfingar og staðhæfingar, sem aldrei segja nema brot sannleikans. Stíll Gunnars er gjarna nokkuð þungur og breiður, setningaskipunin mótuð lotu- GUNNAR GUNNARSSON Leikui* ad stráiim löngum samsetningum, sem hrannast hver að annarri. Hann getur stundum minnt á stórfljót í leysingu. Krafturinn og þunginn sópar upp háum röstum og jakahröngli; síðan brýzt stíflan fram, en á milli eru lygnur og djúpir hyljir. Af íslenzkum skáldum minnir tungutak og stíll Gunnars Gunnarssonar mig oft á Grím Thomsen. Lesandi hefur á tilfinning- unni, að málnotkun þeirra sé þeim ekki með öllu auðveld, og þó eiga báðir líka til tærleik og ljóðrænu, sem aðrir taka þeim ekki fram um. Mestu varðar þó, að í dálít- ið hröngulslegum samsetningum þessara skálda, sem kunna að orka fráhrindandi við fyrstu kynni, býr svo rammefldur kjarni og sanníslenzk tilfinning, að lesanda verður mál þein-a hjartfólgið — líka vegna þess að sýndarmennsku og prjál eiga þeir ekki til. Gunnari Gunnarssyni svipar til Gríms Thomsens um fleira en ættmót í stíl. Örlög þeirra eru um margt áþekk. Báðir fóru ung- ir utan. Báðir dvöldust blóma ævi sinnar með erlendri þjóð. Báðir komust til mestu meta ytra, en hurfu svo aftur heim til ætt- jarðar sinnar. Kallar hann mig, og kallar hann þig ... kuldaleg rödd og djúp. í langri útivist hafa þessi skáld ef til vill kafað dýpra í íslenzkt eðli en nokkrir þeirra höfunda, sem heima sátu. Báðir hafa kynnzt glæsileik konungshalla og hefðarsala, og báðir héldu hlut sínum, við hvern sem var að eiga. Mér finnst Grímur hafa nokkuð lýst þeim báðum með kvæðinu um Halldór Snorrason: Aldrei hryggur og aldrei glaður, æðrulaus og jafnhugaður, stirður var og stríðlundaður Snorrason og fátalaður. Þó lýsir þetta erindi ekki nema einni hlið Gunnars Gunnarssonar, því að hann er mesti ljúflingur heim að sækja, eins og þeir vita bezt, sem kynnzt hafa honum persónu- lega, en ég hygg, að metnaður hans fyrir sjálfs sín hönd og íslenzks málstaðar sé eigi ósvipaður og Grímur lýsir hjá Halldóri. Þegar rætt er um stílinn á sögum Gunn- ars Gunnarssonar, er þess gætandi, að flest verka sinna samdi hann á dönsku. Er það út af fyrir sig afrek, sem ekki verður rætt hér, að ná þvílíku valdi á framandi tungu að verða einn metnastur höfundur sinnar samtíðar meðal þeirrar þjóðar, er hana tal- ar. Er hann hóf síðan að semja skáldsögur á íslenzku eftir heimkomuna, væri með eng- um ólíkindum, þótt málið sjálft hefði í upp- hafi veitzt honum nokkuð örðugt tæki. En það er eitt af ævintýrum íslenzkrar bók- menntasögu og sýnir, hve síungur Gunnar er, að nú vinnur hann að endurþýðing sumra mestu verka sinna, sem áður hafa ekki legið fyrir á íslenzku með hans eigin tungutaki. Eftir því sem ég hef kynnzt þess- ari þýðingu af fyrsta bindi Kirkjunnar á fjallinu, virðist mér sem íslenzkt mál hafi ekki fyrr leikið höfundinum svo á tungu. Það er fágætt, ef ekki einstætt, í bókmennta- sögunni, að skáld á níræðisaldri eigi þann eldmóð og móttækileik æskumannsins að vera enn að þróast og breytast. Ríkisút- gáfa námsbóka hyggst nú gefa út Leik að stráum í eigin þýðingu Gunnars sem fyrstu sögu í flokki sígildra skáldsagna, sem ætl- aðar eru til lestrar í barna- og unglingaskól- um landsins. Það er vel til fallið að hefja þennan flokk með sögunni um Ugga Greips- son, þetta gáfaðasta barn íslenzkra bók- mennta, og ég trúi ekki öðru en hann verði sálufélagi íslenzkrar skólaæsku héðan í frá. Ég verð að gera þá játning, að einstaka sinnum hef ég fundið til eins konar trega vegna þess, að Gunnar Gunnarsson samdi bækur sínar á dönsku, þótt ég vissi, að þær væru jafn-rammíslenzkar að inntaki fyrir því, og í rauninni skipti mestu, að hann hafði samið góðar bækur, en tækið, sem hann notaði til þess, var þó ekki íslenzka. Lýsing Gunnars á Ugga og móður hans er að mínu viti fegursta lýsing íslenzkra bók- mennta á sambandi sonar og móður. Þessa móður missti Uggi og eignaðist stjúpu, sem hann í upphafi þýddist miðlungi vel, en unni þó að lokum. Uggi fór til Danmerkur, og saga hans var samin á dönsku. Rithöf- undurinn Gunnar Gunnarsson eignaðist líka sína stjúpmóður, sem var dönsk tunga. Danskan reyndist honum góð og hann henni góður sonur, en með þýðingu hans á Kirkj- unni á fjallinu er Uggi Greipsson endan- lega kominn heim og Gunnar Gunnarsson til móður sinnar aftur — þeirrar móður, sem við öll eigum og er íslenzk tunga. Ég vitnaði í upphafi til kvæðabókar Gunn- ars, sem heitir Móður-minning. Gjörvallt æviverk hans er móðurminning, ekki aðeins þeirrar móður, sem hann þar yrkir um, heldur og þeirrar móður, sem er ísland, ís- lenzkt mannlíf og íslenzkur lífsskilningur. Sem þá tvíþættu móðurminning hefur hann með verkum sínum reist kirkju á fjall- inu, og verk hans eru eins og kirkja Ugga Greipssonar „hús guðs handa fuglum og þeim, sem eiga leið um fjöllin.“ Inn í þetta hús — þessa kirkju á fjallinu — er gott að koma úr næðingum þeirra ör- æfa, er við öll troðum. Skulum við nú dvelja þar um stund. ♦ 58

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.