Samvinnan - 01.08.1970, Side 67

Samvinnan - 01.08.1970, Side 67
ÞVÍ ER SLEGIÐ FÖSTU: SUNNA FERÐASKRIFSTOFA INTERNATIONAL Kl' f I M VJ TRAVEL BUREAU Hvergi meira fyrir ferðapeningana travel BANKASTRÆTI 7 SÍMAR 1 64 00/1 20 70 SlMNEFNI: SUNNATRAVEL P.O. BOX 1162 - TELEX 2061 REYKJAVÍK - ÍSLAND Hið reglubundna og ódýra leiguflug Sunnu veitir þúsundum tækifæri til að komast til útlanda. Sumarið 1969 tóku um 4.000 manns þátt í skipulögðum hópferðum á vegum Sunnu til útlanda eða fleiri en hjá öllum öðrum íslenzkum ferðaskrifstofum til samans árið 1969. Á þessu ári mun Sunna enn auka leigu- flugið til að lækka fargjöldin og gera ferðirnar ódýrari. «r Hvers vegna farseðlana hjá SUNNU? Hvers vegna kaupa venjulegir flugfarþegar í vaxandi mæli farseðla sína hjá SUNNU, en ekki flugfélögunum? — Vegna þess að SUNNA selur farseðlana á sama verði og flugfélögin en fær að auki ókeypis margskonar þjónustu, sem þau annars fá ekki. — SUNNA er alþjóðleg lATA-ferðaskrifstofa með full umboðsréttindi fyrir öil flugfélög og gefur sjálf út farseðla þeirra. SUNNA er hlutlaus gagnvart öllum flugfélögum, sjónarmið SUNNU er því sjónarmið við- skiptavinarins, en ekki einstakra flugfélaga. Þessvegna er tryggt, að fargjöld og leiðir eru reiknuð út viðskiptavininum ( hag, án tillits til þess sem hagkvæmast er fyrir einstök flugfélög. 15 dagar, Mallorca, frá kr. 11.800.00 25% fjölskylduafsláttur. — HÓPFERÐAAFSLÁTTUR Flogið beint til Mallorca alla þriðjudaga með skrúfu- þotum á aðeins fimm klukkustundum. Ótrúlega ódýrar ferðir til sólarlandsins Sþánar. Til samanburðar kostar farseði11 með áætlunarflugi til Mallorca kr. 29.000.00. í mörgum ferðum tveir dagar í London á heimleið. Ein- göngu góð hótel og nýtízku íbúðir. Fararstjórn og fyrir- greiðsla: Skrifstofa Sunnu í Palma. HvaS eru IT-ferSir? IT-ferðir þær, sem hér er lýst, eru skiþulagðar skemmti- ferðir, sem farnar eru með áætlunarferðum flugvélanna á lækkuðum fargjöldum. ,,IT“ mætti láta merkja „inni- falinn tilkostnaður", en ,,IT“ er skammstöfun á ensku orðunum „inclusive tour“. Fyrirkomulag þessara ferða er þannig, að ferðazt er eftir fyrirfram gerðri áætlun, og kostnaður ferðarinnar greiðist aliur fyrir brottför. í verðinu eru innifaldar fiugferðir, gisting, skemmtiferðir og önnur þjónusta, sem tiltekin er fyrir hverja ferð. Skrifstofur Sunnu erlendis: Palma: Calle Monsenor Palmer 28, sími 235334 Kaupmannahöfn: Vesterbrogade 31, sími 310555 HIUIII SAMVINNAN gefur þeim áskrifanda, sem greiðir áskriftargjald SAMVINNUNNAR í ár, kr. 400.00, fyrir 31. október n. k., tækifæri til að vinna glæsilega Sunnuferð ti! Mallorca fyrir tvo. Velja má um ferðir Sunnu á næsta ári. í sumar fóru hjón á ísafirði í vinningsferð SAMVINNUNNAR t!l Mallorca. — Hver fær sólar- aukann næst? Sunnuferðir eru ódýrar úrvalsferðir og þessvegna eru það Sunnuferðirnar sem fólkið velur.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.